Velferð - 01.12.1998, Blaðsíða 17

Velferð - 01.12.1998, Blaðsíða 17
Svipmund Valur Stefánsson I svipmynd að þessu sinni er Valur Stefánsson sem tók við forinemisku í Neist- amnn, félagi lijartveikra barna, af Elínu Viðars- dóttur. Við spyrjum fyrst hvaðan hann sé. - Eg er borinn og barnfæddur Vest- mannaeyingur og bjó þar til 7 ára aldurs er gosið flæmdi okkur í burtu og eyðilagði húsið okkar. Við fluttum semsé ekki til baka. Fyrstu árin í Reykjavík voru nokkuð erfið því þá langaði mig til baka, en í dag er enginn söknuður lengur. - Hvað starfarðu? — Ég er sölumaður hjá nýja síma- fyrirtækinu TAL og þar er nóg að gera eins og geta má nærri. Ég stundaði nám á verslunarsviði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hef aðallega stundað sölu- mennsku og unnið að markaðsmálum. Konan mín heitir Heiðbjört Haðardóttir og eigum við þrjá syni, fósturson sem heitir Einar Þór og er 12 ára gamall og saman eigum við tvíburana Guðlaug Agnar og Val Pálma, sem eru á fjórða ári. Valur Pálmi er með hjartagalla og hefur tvívegis þurft að gangast undir hjartaaðgerð erlendis. — Hvenær kom hjartagalli hans í Ijós? — Við svonefnda sólarhringsskoðun og við nánari athugun kom í ljós að það var gat á milli hjartahólfanna. Upphaflega ætluðu læknamir að lagfæra þennan galla þegar hann yrði orðinn 18 mánaða, en þegar hann var aðeins 2ja mánaða var lungnaslagæð alveg að lokast og við urðum að fara með hann á Gr. Ormondstreet spítalann á Englandi í einu hendingskasti. Hann fékk þá gerviæð og heppnaðist aðgerðin vel, en hann glímdi lengi við erfið Valur Stefárisson. eftirköst. Þegar hann var ársgamall gekkst hann undir stóra hjartaskurðaðgerð á Harley Street hospital á Englandi. Við vonumst til að hann þurfi ekki að fara í fleiri hjartaaðgerðir. Þetta reynir mjög á ónæmiskerfið og hefur hann mátt þola langvarandi sýkingar vegna þess að ónæmiskerfið er svo óþroskað. Það er að sjálfsögðu mjög dýrt fyrir foreldra að fara utan með hjartveik börn. Tryggingastofnun rikisins hefur undanfarin ár borgað fargjald fyrir annað foreldri og dagpeninga fyrir annað foreldri, en nú hefur þetta breyst til betri vegar - í dag greiðir stofnunin fargjöld fyrir báða foreldrana og IV2 dagpeningagreiðslur sem [/rwsnH oa__ Kröftug skilaboð frá Pizzahúsinu á sýningunni í LaugardalshöU. írt;;LniiiiiiMj... n 111111 ijn 15% af sölu Pizzahússins s söfubás jólahallarmnar --------til hjartveikra b^rna er mjög þakkarvert. Ég bjóst ekki við þessum breytingum fyrr en eftir tvö, þrjú ár. Við getum núna eftir landssöfnunina styrkt foreldra með 50-100 þúsund króna framlagi allt eftir því hvernig stendur á hjá fjölskyldunum. - Hvað eru hjartveiku börnin ífélaginu mörg? - Liklega um 130 en í félaginu eru núna 160-70 fjölskyldur. — Hvað hefur verið að gerast hjá ykkur að undanförnu? - I ár hefur okkur gengið mjög vel að safna peningum. Þegar hinir vösku sveinar í slysavarnadeildinni Fiskakletti gengu á fjallið Ama Dablam í Nepal buðu þeir okkur að safna styrktarlínum meðan þeir væru að klífa fjallið. Þetta gekk mjög vel og við fengum úl úr þessu um 1.1 milljón krónur. Lýsi hf. átti á dögunum 60 ára afmæli og þeir buðu okkur í tilefni afmælisins upp á samstarf sem fólst 1' því að skólakrakkarnir í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi tóku lýsi í heila viku, venjulegan dagskammt hver krakki. Lýsi greiddi okkur visst gjald á hvern skammt og þegar vikan var liðin hafði þetta uppátæki fært okkur 450 þúsund krónur. Krakkarnir fylgdust með árangrinum á hverjum degi á sérstöku spjaldi f anddyri skólans og urðu mjög spennt í lokin. Sumir vildu halda áfram að taka lýsi í a.m.k. tvo daga til viðbótar því þau sögðust ekki hafa verið nógu dugleg fyrstu tvo dagana! Um miðjan nóvember efndi fyrirtækið íslensk kynning til vörusýningar í Laugar- dalshöll lengda jólaviðskiptum. Þeir buðu okkur að selja aðgangseyri og eiga það sem inni kæmi. Við urðum mjög undrandi þegar þetta skilaði okkur rúmum 2 milljónum króna. Samkvæmt þessu hafa á einni helgi komið í Höllina um 25-30 þúsund fullorðnir. — Þetta hefur komið ykkur í opna skjöldu? — Svo sannarlega. Við þurftum að loka Höllinni um tíma því það var svo margt í húsinu og þá mynduðust langar biðraðir fyrir utan. Það kom fólk með 1000 krónur og keypti tvo miða og vildi ekki fá til baka og fólk með boðsmiða vildi borga þá svo við fundum fyrir mikilli velvild. Svo bauð Pizzahúsið á Grensásvegi okkur 15% af allri sölu í Höllinni. Þessi sýning var mjög vel skipulögð og auðséð að þarna voru fagmenn að verki. Velferð 17

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.