Barnablaðið - 23.09.2018, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4
Um hvað fjallar nýja sýningin, Rafmagnað
ævintýri?
Sýningin fjallar um ofurhetjukrakkana Óð
og Flexu. Óður og Flexa eru alltaf að lenda
í skemmtilegum ævintýrum sem verða til
útfrá þeirra frábæra ímyndunarafli. Í síðustu
sýningu voru þau að halda afmæli sem endaði
með ferðalagi um heima og geima með hjálp
ímyndunaraflsins. Núna þurfa þau að taka
til eftir afmælið en í miðri tiltekt verða þau
fyrir smá óhappi sem verður til þess
að RafMax kemur inn í líf þeirra
og kynnir þeim fyrir heim
rafmagnsins.
Hver eru Óður og Flexa?
Óður og Flexa eru bestu
vinir. Þau eru ósköp
venjulegir krakkar sem búa
yfir ofurhetjukröftum. Það
gera reyndar allir krakkar, það
þarf bara að virkja kraftana með
ímyndunaraflinu.
Og hver er þessi RafMAx?
RafMax er skemmtilegt og kraftmikið vélmenni
sem gerir lífið skemmtilegra og betra. Hann
hefur ótrúlega ofurkrafta en hann getur lært
nánast allt sem fyrir honum er haft og getur
hoppað rosalega hátt. Hann getur meira að
segja farið í heljarstökk.
Hvað kom til að hann bættist í hópinn?
Það verður smá óhapp í tiltektinni sem veldur
því að RafMax verður til.
Er itthvert rafmagnsþema?
RafMax ferðast með Óði og Flexu í ótrúlega
flottan RafMaxheim þar sem margt skemmtilegt
og litríkt ber fyrir augum.
Eruð þið alvöru ofurhetjur?
Allir krakkar eru alvöru
ofurhetjur, alveg eins
og Óður og Flexa –
það þarf bara að nota
ímyndunaraflið.
Er þetta leikrit eða
danssýning?
Svakalega mikil stuð-danssýning
Hvað er svona skemmtilegt við dans, almennt?
Óði og Flexu finnst skemmtilegast í heimi að
hlusta á góða tónlist og dansa og með því
gleyma öllu sem gerist í kring.
Í dansinum er hægt að gera allt það sem maður
vill, það eru engin boð og bönn. Í gegnum
Íslenski dansflokkurinn sýnir nýtt verk um Óð og Flexu í Borgarleikhúsinu.
Rafmagnað ævintýri þar sem kraftmikla vélmennið RafMax bætist í hópinn.
„RafMax
er skemm
ti
legt og kr
aftmikið
vélmenni
sem gerir
lífið skem
mtilegra
og betra.“
VENJULEGIR KRAKKAR
SEM BÚA YFIR OFURKRÖFTUM
Óður, Flexa og RafMAx á
flugi í Borgarleikhúsinu.