Morgunblaðið - 03.11.2018, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 5
Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar
sem reynir á öguð vinnubrögð, frumkvæði
og sjálfstæði í starfi.
Leitað er að framúrskarandi einstaklingi
til að leiða uppbyggingu upplýsinga- og
skjalamála embættisins og þróa rafrænar
lausnir á verkefnasviðum embættisins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
» Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu, verklags við
skjalastjórnun og eftirfylgni með framkvæmd hennar
» Þróun og innleiðing rafrænna lausna á verkefnasviðum
embættisins
» Umsjón með vefsíðu embættisins og þróun hennar
» Ráðgjöf og fræðsla við stjórnendur og starfsmenn
á sviði upplýsinga- og skjalamála
Menntunar- og hæfniskröfur:
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi
» Þekking og reynsla af skjalastjórnun æskileg
» Góð tölvukunnátta æskileg
» Þekking á GoPro kostur
» Þekking á útfærslu rafrænna lausna kostur
» Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi nauðsynleg
» Góð samstarfs- og samskiptahæfni nauðsynleg
Umsjón með ráðningu og upplýsingar um starfið veita:
Sandra Sveinbjörnsdóttir, fjármálastjóri, sandra@srs.is
Guðný Bjarnarsdóttir, forstöðumaður stoðsviðs, gb@srs.is
Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru samkvæmt gildandi
kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi
stéttarfélags. Starfskjör, réttindi og skyldur eru skv. lögum
um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Starfsumsóknir berist á netfangið srs@srs.is, merktar
„Umsóknir um starf hjá skattrannsóknarstjóra“. Umsókn-
inni skal fylgja starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið, auk
prófskírteina.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út.
Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember nk.
BORGARTÚNI 7 | 105 REYKJAVÍK | 550-8800 | SRS.IS
Skattrannsóknarstjóri ríkisins fer með rannsóknir
skattsvika og annarra skattalagabrota.
Jafnframt tekur skattrannsóknarstjóri ákvörðun um
og hlutast til um refsimeðferð í kjölfar rannsóknar.
Hjá embættinu starfar hópur 30 samheldinna
starfsmanna.
SÉRFRÆÐINGUR
hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins
Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir
stöðu umsjónarkennara á yngsta
stigi og stöðu þroskaþjálfa
Umsjónarkennari
Umsjónakennara vantar til starfa við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Um er að ræða 100% stöðu. Kennslugreinar eru almenn
kennsla og umsjón á yngsta stigi. Þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði.
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
• Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
• Góðir skipulagshæfileikar.
• Ábyrgð og stundvísi.
Laun greidd samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar
sveitarfélaga (SNS) og Kennarasambands Íslands (KÍ).
Þroskaþjálfi
Þroskaþjálfa vantar til starfa við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Um er að ræða 75% stöðu með möguleika á stækkun í 100%.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Kemur að þjálfun einstaklinga.
• Veitir ráðgjöf og leiðsögn til samstarfsaðila.
• Kemur að gerð einstaklingsnámskráa.
• Stjórnar og skipuleggur teymisfundi.
• Kemur að daglegri umsjón og skipulagi í sérhæfðri þjónustu.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Starfsréttindi þroskaþjálfa.
• Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi.
• Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun.
• Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og mannlegum
samskiptum.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags
Íslands og launanefndar sveitarfélaga.
Grunnskóli Fjallabyggðar er heildstæður grunnskóli með
rúmlega 200 nemendur. Starfstöðvar eru tvær, í Ólafsfirði og
á Siglufirði. Skólinn starfar samkvæmt Uppeldi til ábyrgðar og
Olweusarstefnu gegn einelti. Nánari upplýsingar um skólann
má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/
Gildi skólasamfélagsins eru: Kraftur - Sköpun – Lífsgleði
Í Fjallabyggð búa ríflega 2000 íbúar. Nánari upplýsingar um
Fjallabyggð má finna á www.fjallabyggd.is
Upplýsingar veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri í síma
464-9150 og 865-2030 eða í gegnum netfangið
erlag@fjallaskolar.is
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið
erlag@fjallaskolar.is
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2018.
ERT ÞÚ DRÍFANDI
SÖLUMAÐUR
Við leitum að drífandi einstak-
lingi sem getur starfað sjálfstætt,
hefur söluhæfileika, frumkvæði,
samskiptahæfni og góða fram-
komu. Reynsla er mikill kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 11.
nóvember og farið er inn á mbl.is til
að fylla út umsóknareyðublað, neðst á
forsíðu.
Nánari upplýsingar veitir María Lilja
Moritz Viðarsdóttir í síma 569-1306
eða á netfanginu marialilja@mbl.is
Árvakur óskar eftir harðduglegum sölumönnum í hlutastarf vegna
aukinna umsvifa. Um er að ræða kvöld- og helgarvinnu.
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
Auglýsingasíminn 569 1100