Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Lögfræðingur Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir reynslumiklum lögfræðingi til starfa á skrifstofu almanna- og réttar öryggis. Skrifstofa almannaöryggis hefur umsjón með þeim málaflokkum í íslenskri stjórn- sýslu er varða með einum og öðrum hætti öryggi almennings og réttaröryggi í landinu. Þannig sinnir skrif stofan stefnumótun og úrlausn mála í eftirtöldum málaflokkum: löggæsla, ákæruvald, fullnusta refsinga, landhelgisgæsla, almannavarnir og alþjóðleg réttaraðstoð. Leitað er að einstaklingi til að sinna m.a. verkefnum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi, þ. á m. samningu frumvarpa, reglugerða og reglna á sviðinu sem og umtalsverðu alþjóðlegu samstarfi. Þá felast einnig í starfinu ýmis önnur tilfallandi verkefni á málefnasviði skrifstofunnar. Menntunar- og hæfniskröfur • Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi • Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla sem lögfræðingur • Þekking og reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg • Þekking og reynsla af málefnasviði ráðuneytisins kostur, einkum aðgerðum gegn peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi • Þekking eða reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun kostur • Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Mjög góð enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Góð kunnátta á einu Norðurlandamáli er kostur • Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni • Mjög góð forystu- og samskiptahæfni Nánari upplýsingar veitir Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í síma 545 9000 Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember nk. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið starf@dmr.is merkt lögfræðingur. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfs manna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. Þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur auglýsir laust til umsóknar nýtt starf þjónustustjóra safnsins. Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur þar sem                             -          og hefur ríkar samfélagslegar        menningarlæsi og vitund um gildi myndlistar. Í Listasafni Reykjavík-    !  ! "  "    ##    $ !-            % & "   "       "  "   $ !          '     %      "   -        "   !    !    #      '   !  ! safnverslunum Listasafns Reykja-    !    "           $                  !    '    !     " -        "     "   gagnvart gestum þess. Hæfniskröfur ( '! " #" )    % ( *  +    !     +   starfsemi. ( ,         "#  )     ( *    "    og verslunarrekstri. ( ,  " #  %  !        !  – Mikil færni í mannlegum sam- #        -      "   ( ,      !    % ( /   ! ## )   og gagnavinnslu. ( /   !            !      0  %        "  " 1      2    eru samkvæmt kjarasamningi *        stéttarfélags. 3## )     %   4  5   " -  " 2   *   olof.kristin.sigurdardottir@reykja-     677 8699 Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykja- vik.is/storf. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein      Umsóknarfrestur er til        :     !   *                    #         $   Sigríður Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin verk- efnastjóri atvinnumála hjá Akranes- kaupstað og hefur störf 1. desember næstkom- andi. Stað- an var aug- lýst í byrjun september síðastliðins og var um- sóknarfrestur til og með 30. september, síðar framlengdur til 3. október. Alls bárust 27 umsóknir um starfið. Sigríður Steinunn er rekstrarverkfræðingur að mennt frá Danmarks Tekn- iske Universitet og hefur langa starfsreynslu erlendis. Nú síðast hefur Sigríður starfað í tímabundnum verk- efnum fyrir Kaupfélag Skag- firðinga um fýsilega fjárfest- ingakosti. Ráðning verkefnisstjóra at- vinnumála er í samræmi við áherslur í málefnasamningi meirihlutans á Akranesi þar sem verkefnin framundan í tengslum við atvinnu- uppbyggingu eru allmörg og viðamikil. Ráðin verkefnisstjóri atvinnumála á Akranesi Sigríður Steinunn Jónsdóttir Á miðvikudag í næstu viku, þann 14. nóvember, taka gildi breytingar á sigl- ingakerfi Eimskips í þeim til- gangi að mæta þörfum mark- aðarins um styttri afhendingartíma á ferskum og frosnum afurðum á mark- aði í Evrópu. Breytingarnar miða jafnframt að því að við- halda góðu þjónustustigi í innflutningi. Helstu breyt- ingar á siglingakerfinu verða á bláu og rauðu línum félags- ins. Beint til Rotterdam Breytingarnar á bláu lín- unni svonefndu eru þær að flutningaskipin Goðafoss og Dettifoss sigla framvegis frá Reykjavík beint til Rotter- dam í Hollandi á fimmtudög- um og verða þar á sunnudög- um. Þau munu því hætta viðkomum á Reyðarfirði og Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Evrópu. Á leið sinni aftur til Íslands mun bláa lín- an koma við í Bremerhaven í Þýskalandi, Helsingborg í Svíþjóð, Árósum í Danmörku og Þórshöfn í Færeyjum. Fyrsta ferð skipanna sam- kvæmt þessari áætlun verður 15. nóvember næstkomandi Breytingarnar á rauðu lín- unni eru þær að skipin Per- seus og Pollux sigla frá Reyðarfirði á fimmtudags- kvöldum til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan til Árósa þar sem þau verða á mánu- dögum. Rauða línan mun tengjast gulu línunni í Fær- eyjum sem gefur möguleika á flutningi til Bretlands og meginlands Evrópu. Rauða línan mun áfram koma við í Swinoujscie í Póllandi og Fredrikstad í Noregi hálfs- mánaðarlega. Brottför frá Reykjavík er á hádegi á mið- vikudögum og er fyrsta ferð samkvæmt þessari áætlun frá Reykjavík næstkomandi miðvikudag. Þarfir breytast Þessar breytingar hafa í för með sér bættan afhend- ingartíma innflutningsvöru frá Póllandi og Skandinavíu en öll skip félagsins frá Evr- ópu munu nú losa í Reykja- vík á mánudögum og þriðju- dögum, segir í frétt frá Eimskip. „Þessar breytingar á sigl- ingakerfi Eimskips miða að því að styrkja kerfið í heild sinni, ásamt því að viðhalda okkar yfirburða þjónustu- stigi,“ segir í tilkynningu frá Eimskip, haft eftir Matthíasi Matthíassyni framkvæmda- stjóra flutningasviðs Eim- skips. „Þarfir viðskiptavina okkar taka sífelldum breyt- ingum og mikilvægt að við aðlögumst þörfum markaðar- ins á hverjum tíma. Á meðan makrílvertíð stóð í haust vor- um við t.d. með tímabundnar siglingar til Gdynia í Póllandi og Klaipeda í Litháen, sem mæltust vel fyrir á markaði. Fyrirhugaðar breytingar á siglingakerfinu stytta af- hendingartíma fyrir útflytj- endur inn á helstu markaði í Evrópu án þess þó að skerða þjónustu í innflutningi.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sigling Stórskipið Goðafoss siglir inn Sundin við Reykjavík. Siglingakerfi breytt  Uppstokkun gerð hjá Eimskip  Afurðir fyrr á markað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Færeyjar Breytingar verða nú gerðar á skipaferðum. Glæsilegar tertur og heima- bakstur mun setja svip á jóla- basar Hollvina Grensás- deildar sem verður í dag, laugardaginn 10. nóvember, í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík. Auk bakkelsis verður mikið úrval alls kyns muna til sölu auk þess sem efnt er til glæsilegs happ- drættis. Síðast en ekki síst er vöfflukaffið, þar sem liðs- menn Sniglanna, vélhjóla- samtaka lýðveldisins, standa vaktina við vöfflujárnin. Bas- arinn hefst kl. 13 og stendur til 17. Allur ágóði rennur óskertur til Grensásdeildar Landspítalans, sem er stærsta miðstöð endurhæf- ingar eftir slys og sjúkdóma hér á landi. Basar Grensásdeildar haldinn í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.