Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Ég verð að segja eins og er
að ég hélt að þjálfaraferli Guð-
jóns Þórðarsonar væri lokið en
Gaui kóngur, eins og hann hefur
oft verið nefndur, er mættur aft-
ur í brúna eftir sex ára hlé frá
þjálfun.
Þessi einn sigursælasti þjálf-
ari landsins, sem státar af fjór-
um Íslandsmeistaratitlum og
fjórum bikarmeistaratitlum sem
þjálfari, er tekinn við þjálfun fær-
eyska úrvalsdeildarliðsins NSÍ í
Runavik en Guðjón gekk frá
tveggja ára samningi við fær-
eyska liðið á dögunum.
Ekki hefur okkur á Mogg-
anum tekist að fá að heyra við-
brögð Guðjóns en reynt hefur
verið að ná í hann dögum saman.
Guðjón svaraði þó einum vinnu-
félaga mínum og sagðist ekki
hafa „neinn sérstakan áhuga“ á
að tjá sig um nýja starfið. Ég hef
heldur ekki orðið var við nein við-
töl við Guðjón í öðrum fjöl-
miðlum landsins.
Guðjón átti það til þegar
hann var í eldlínunni sem þjálfari
hér á landi að setja ákveðna fjöl-
miðla í bann en hvort það sé upp
á teningnum núna er mér ekki
kunnugt um.
Ég óska Guðjóni til ham-
ingu með venjarastarfið (venjari
er þjálfari á færeysku) og góðs
gengis í Færeyjum. Það verður
gaman að fylgjast með fram-
gangi hans af hliðarlínunni á nýj-
an leik og vafalaust mun hann
láta mikið að sér kveða innan
sem utan vallar.
Gamall lærisveinn hans
úr KR, Heimir Guðjónsson,
stimplaði sig heldur betur inn í
færeyska fótboltann í ár en HB-
liðið hans fór á kostum og rúllaði
deildinni upp með því að setja
nýtt stigamet. Heimir er kóng-
urinn í Færeyjum í dag!
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
8.UMFERÐ
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Þar kom að því að Selfoss vann sinn
fyrsta leik í Olís-deildinni á keppnis-
tímabilinu. Og það var enginn smá-
leikur, sigur á Íslands- og bikar-
meisturum Fram á heimavelli þeirra
í Safamýri. Eftir sjö leiki og aðeins
eitt stig kom að því að Selfoss-liðið
náði að sýna hvers það er megnugt.
Liðið hafði yfirhöndina nær allan
leikinn gegn Fram og hafði m.a. fjög-
urra marka forskot þegar skammt
var til leiksloka, 25:21. Heimaliðið
náði að klóra í bakkann undir lokin
og minnka muninn í eitt mark.
Lengra komst það ekki.
Stórleikur Katrínar Óskar Magn-
úsdóttur, markvarðar Selfoss, lagði
grunninn að sigrinum. Hún fór ham-
förum í markinu, varði 20 skot, þar af
tvö vítaköst. Mörg skotanna sem
Katrín Ósk varði voru úr opnum fær-
um. Enda var niðurstaðan sú að hún
fékk 10 í einkunn hjá tölfræðiveit-
unni HB Statz og það var verð-
skuldað. Fleiri leikmenn komu vit-
anlega við sögu og m.a. fór
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir á
kostum og skoraði 13 mörk, þar af
aðeins eitt úr vítakasti. Um leið tók
hún afgerandi forystu á lista marka-
hæstu leikmanna Olís-deildarinnar
með 62 mörk, 13 mörkum fleiri en
Arna Sif Pálsdóttir, línumaður ÍBV.
Neðstu liðin mætast næst
Selfoss og Stjarnan eru í tveimur
neðstu sætum deildarinnar með þrjú
stig hvort eftir átta leiki. Þau leiða
saman hesta sína í næstu umferð
deildarinnar í TM-höllinni í Garðabæ
á þriðjudagskvöldið.
Tapið í fyrrakvöld var það þriðja í
röð hjá Fram-liðinu. Tvö þeirra á
heimavelli. Eftir einstaklega góðan
upphafssprett í deildinni með fimm
sigurleikjum hefur gefið á bátinn hjá
Fram í síðustu leikjum. Steinunn
Björnsdóttir lék með í gær eftir að
hafa verið veik þegar Fram tapaði
fyrir KA/Þór á dögunum. Karen
Knútsdóttir er hinsvegar enn frá
keppni vegna meiðsla sem hún varð
fyrir í leik við HK 16. október.
Engin krísa
„Það er ekkert langt síðan að við
vorum að spila frábæran handbolta.
Við þurfum að rífa upp gæðin á æf-
ingum og aðeins að taka til í hausnum
á okkur. Það er engin krísa hjá okkur
en við þurfum að klára færin okkar
betur en við höfum verið að gera.
Sóknarleikurinn hjá okkur hefur ver-
ið heldur tilviljunarkenndur og hæg-
ur í upphafi tímabilsins og við fáum
lítið af hraðaupphlaupsmörkum, eitt-
hvað sem hefur einkennt okkur und-
anfarin ár. Þetta eru hlutir sem við
verðum að laga fyrir næstu leiki,“
sagði Steinunn, fyrirliði Fram, í sam-
tali við mbl.is eftir tapleikinn í fyrra-
kvöld.
Lífið leikur við Valsara
Á sama tíma og Framarar eru í
mótbyr leikur lífið við Valsliðið sem
tók KA/Þór í kennslustund í Origo-
höllinni á Hlíðarenda á svipuðum
tíma og Fram átti í höggi við Selfoss.
Eftir góða frammistöðu fram til
þessa stóðu vonir að minnsta kosti
einhverra til þess að viðureign Vals
og KA/Þórs gæti orðið baráttuleikur
liðanna sem þá stundina voru í fyrsta
og fjórða sæti deildarinnar. Sú varð
ekki raunin. Leikurinn var einstefna
af hálfu Vals. Lengst af stóð ekki
steinn yfir steini hjá KA/Þór. Liðið
komst hvorki lönd né strönd gegn
frábærri vörn Vals. Á bak við vörnina
stóðu markverðirnir Íris Björk Sím-
onardóttir og Chantel Pagel og vörðu
allt hvað af tók. Þær stöðvuðu þrjú af
hverju fimm skotum sem komu á
Valsmarkið í leiknum og munar um
minna. Þess utan var sóknarleikur
Valsliðsins góður og í heildina var um
ræða besta leik liðsins til þessa á
keppnistímabilinu. Í pistlinum fyrir
viku skrifaði ég að sóknarleikur Vals
væri ekki í þeim gæðaflokki sem
þyrfti til að liðið yrði Íslandsmeistari.
Liðið tók heldur betur framfaraskref
í þeim efnum milli vikna.
Stórleikur næstu umferðar verður
á fimmtudagskvöldið þegar Fram-
arar koma í heimsókn til Valsara.
Ljóst er að þar mun sjóða á keipum.
Valsliðið verður þá nýkomið úr
tveimur Evrópuleikjum en Framarar
hafa aftur á móti fengið rúma viku til
að sleikja sárin.
ÍBV notaði tækifærið og færði sig
upp fyrir Fram í annað sæti deild-
arinnar með góðum sigri á Stjörn-
unni. Kannski ekki glansleikur en
Eyjaliðið hélt Stjörnunni í hæfilegri
fjarlægð frá sér allan síðari hálfleik-
inn og vann sannfærandi sigur. ÍBV
hefur unnið þrjá leiki í röð eftir skell-
inn fyrir Haukum 15. október og
virðist liðið til alls líklegt um þessar
mundir en það sækir HK heim í
næstu viku.
Haukar mjökuðu sér upp fyrir KA/
Þór með sigri á HK, þeim öðrum á
keppnistímabilinu. Eins og í þeim
fyrri var um að ræða sannfærandi
sigur Haukaliðsins.
Í pistli mínum eftir 7. umferð
Olís-deildar kvenna, sem birtist
fimmtudaginn 1. nóvember, gerði ég
axarskaft þegar ég sló saman Önnu
Þyrí Halldórsdóttur, línumanninum
efnilega hjá KA/Þór, og Önnu Þyrí
Ólafsdóttur. Var sú síðarnefnda sögð
hafa skorað sigurmark KA/Þórs
gegn Fram í KA-heimilinu 30. októ-
ber. Það er rangt. Anna Þyrí Hall-
dórsdóttir skoraði markið dýrmæta
sem tryggði KA/Þór sigur í leiknum.
Nafna hennar Ólafsdóttir kom þar
hvergi nærri. Biðst ég afsökunar á
mistökunum.
Katrín Ósk fór mikinn er
Selfoss-liðið braut ísinn
Erfiðleikar Fram halda áfram en allt leikur í lyndi hjá liðum Vals og ÍBV
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öflug Gerður Arinbjarnar lék stórt hlutverk í liði Vals í stórsigri á KA/Þór.
Hér er hún í sókn og hefur svo gott sem snúið á Mörthu Hermannsdóttur.
8. umferð í Olís-deild kvenna 2018-2019
Markahæstir Lið umferðarinnar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 62
Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV 49
Martha Hermannsdóttir, KA/Þór 48
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi 45
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 44
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjörnunni 43
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram 42
Greta Kavaliuskaite, ÍBV 40
Lovísa Thompson, Val 40
Steinunn Björnsdóttir, Fram 39
Díana Kristín Sigmarsdóttir, HK 36
Berta Rut Harðardóttir, Haukum 35
Maria Ines Da Silva Pereira, Haukum 34
Ester Óskarsdóttir, ÍBV 33
Sólveig Lára Kristjánsdóttir, KA/Þór 33
Sigríður Hauksdóttir, HK 30
Katrín Vilhjálmsdóttir, KA/Þór 28
Sandra Erlingsdóttir, Val 26
Karen Helga Díönudóttir, Haukum 25
Turið Arge Samuelsen, Haukum 25
Katrín Ósk Magnúsdóttir
Selfossi
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
Val
Hrafnhildur Hanna
Þrastardóttir
Selfossi
Lovísa Thompson
Val
Ester Óskarsdóttir
ÍBV
Þórey Rósa
Stefánsdóttir
Fram
Turið Arge
Samuelsen
Haukum
Varamenn:
Íris Björk Símonardóttir, 5 Val
Gerður Arinbjarnar, Val
Kristrún Ósk Hlynsdóttir, ÍBV
Hildur Þorgeirsdóttir, Fram
Stefanía Theodórsdóttir, 2 Stjörnunni
Hversu oft leik -
maður hefur verið valinn
í lið umferðarinnar
2
3 2
4
4
3
Birgir Leifur Hafþórsson, úr Golf-
klúbbi Kópavogs og Garðabæjar,
þarf að vera á meðal tuttugu og
fimm efstu kylfinganna á lokaúr-
tökumótinu fyrir Evrópumótaröðina
í golfi. Mótið hefst í Tarragona í
Katalóníu á laugardaginn og venju
samkvæmt er leikið á tveimur völl-
um á lokastiginu.
Um er að ræða þriðja og síðasta
stig úrtökumótanna en um þúsund
kylfingar reyna fyrir sér á úrtöku-
mótunum. Tæplega 160 eiga keppn-
isrétt á lokamótinu. Birgir fór í
gegnum annað stigið á dögunum í
Madrid og lék þá 72 holur á samtals
á þrettán höggum undir pari.
Skor Birgis gefur væntingar um
að hann geti blandað sér í baráttuna
í Tarragona. Þó ber að hafa í huga að
lokamótið er andleg þolraun þar sem
kylfingarnir spila sex hringi, sex
daga í röð, eða 108 holur.
Allir kylfingarnir leika 72 holur á
tveimur völlum eða tvo hringi á
hvorum velli. Þegar því er lokið er
keppendafjöldi skorinn niður og um
það bil helmingur leikur tvo hringi
til viðbótar. Þeir sem eru á meðal
tuttugu og fimm efstu og jafnir kylf-
ingnum í 25. sæti fá keppnisrétt á
Evrópumótaröðinni á næsta ári.
Þeir kylfingar sem komast í gegnum
niðurskurðinn eftir fjóra daga en
komast ekki á Evrópumótaröðina
hafa þó styrkt stöðu sína. Þeir eiga
þá keppnisrétt á Áskorendamóta-
röðinni og eru á biðlista fyrir mót á
Evrópumótaröðinni. kris@mbl.is
25 efstu komast á mótaröðina
Ljósmynd/GSÍ
Reyndur Birgir Leifur þekkir loka-
úrtökumótið mæta vel.
Earwin Magic
Johnson og aðrir
forráðamenn Los
Angeles Lakers
halda áfram að
safna liði í NBA-
deildinni í körfu-
knattleik. Mið-
herjinn Tyson
Chandler er bú-
inn að skrifa
undir samning
við Lakers og kemur til félagsins
frá Phoenix Suns þar sem hann hef-
ur verið síðan 2015.
Chandler varð meistari með Dall-
as Mavericks árið 2011 og var hann
valinn varnarmaður ársins í deild-
inni árið 2012. Hann lék í Stjörnu-
leik NBA árið 2013. Chandler varð
ólympíumeistari með bandaríska
landsliðinu í London 2012 og heims-
meistari tveimur árum á undan í
Tyrklandi.
Ásamt Dallas hefur Chandler
spilað með Chicago Bulls, New Or-
leans, Charlotte og New York.
Chandler tók 9,1 frákast að með-
altali í leik og skoraði 8,6 stig á síð-
ustu leiktíð með Phoenix.
Chandler er orðinn 36 ára gamall
og spurning hversu vel og lengi
hann mun nýtast Lakers. Hann er
alinn upp í Kaliforníu og gekk þar í
háskóla. Er hann því aftur kominn í
sitt heimaríki.
LA Lakers
styrkir hópinn
enn frekar
Tyson
Chandler