Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 4
K okka er ein af þessum verslunum þar sem allir virðast geta fundið eitt- hvað sem þá langar í. Hafa margir það fyrir sið í desember að líta inn í Kokku á Laugavegi, bæði til að kaupa fallegar gjafir en ekki síður til að kaupa ýmislegt smálegt og ómissandi fyrir eldhúsið. Guðrún Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Kokku og segir hún m.a. þurfa að gæta þess að nóg sé til af laufabrauðsjárnum þegar tekur að styttast í aðventuna. „Það er ótrúlegt hve mikið selst af þeim og sama hvað við reynum að tryggja gott framboð; laufabrauðsjárnin seljast alltaf upp. Að skera og steikja laufabrauð virðist vera afskaplega sterk hefð hjá landsmönnum og í huga margra markar það upphafið að jólagleð- inni í desember að eiga notalega samverustund með fjölskyldunni við laufabrauðsgerð.“ Ætti heldur ekki að koma á óvart að út- stunguform fyrir smákökubaksturinn seljast vel í mánuðinum en í verslun Guðrúnar má finna hér um bil öll þau form sem hugsast getur svo að ekkert þarf að standa í vegi fyrir tilþrifunum við piparkökubaksturinn. „Svo er einfaldlega al- gengt að fólk sem kemur í búðina í leit að gjöf rekist á eitthvað sem það vantar eða þarf að endurnýja, s.s. föt, pönnur og áhöld ýmiskonar til að elda jólamatinn.“ Eitthvað sem nýtist og endist Flestir ættu að geta fyllt langan óskalista með vörum frá Kokku, en þar með er ekki sagt að hvaða vara sem er henti í jólapakkann. Fólk vantar ólíka hluti í eldhúsið og hefur líka ólíkan smekk. Guðrún bendir á að vitaskuld sé auðsótt að fá að skipta gjöfum en skemmtilegast sé samt ef tekst að gefa strax í fyrstu tilraun gjöf sem kemur í góðar þarfir og nýtist þiggjandum – jafnvel í mörg ár og áratugi. Lumar Guðrún á nokkrum góðum tillögum: „Sjálf er ég gjörn á að gefa fólki hluti sem mig langar sjálfa í, og er það á vissan hátt heiðarleg- asta gjöfin,“ segir Guðrún glettin og bætir við að leita ætti að gjöf sem hafi sem mest notagildi og komi í góðar þarfir daglega frekar en bara á tyllidögum. „Góð pottjárnspanna gæti t.d. verið sniðugur kostur enda gagnlegt áhald sem – ef valin er vönduð vara – ætti að endast lengi. Ég man t.d. að ég fékk pottjárnspott í brúðargjöf fyrir lif- andis löngu og í hvert skipti sem ég nota pottinn verður mér hugsað til manneskjunnar sem gaf mér hann – og þessi pottur er oft tekinn fram,“ segir Guðrún. „Og þegar ég flutti ung að heiman tók ég traustataki litla pottjárnspönnu sem móðir mín erfði frá móður sinni árið 1968. Ef vel er hugsað um pottjárnsáhöldin geta þau enst í nokkrar kynslóðir ef því er að skipta.“ Guðrún bætir við að pottjárnspönnur og -pottar njóti vaxandi vinsælda í dag enda með ýmsa jákvæða eiginleika sem létta matseldina. „Hér áður fyrr elduðu allir með pottjárni, en svo kom álið til sögunnar og þótti afskaplega snið- ugt þar til í ljós kom að það væri ekki endilega gott fyrir heilsuna að elda allan mat í snertingu við ál. Þá kom teflonið, en það reyndist hafa þann ókost að vera skammlíft, og er pottjárnið núna aftur komið í fyrsta sæti. Þurfa pott- járnsvörur ekki að vera dýrar og má t.d. fá hér í versluninni litla pönnu, svipaða þeirri sem amma átti, á um það bil 6.000 kr.“ Skandinavísk nytjalist Guðrún mælir líka með því að gefa barvörur. Landsmenn hafi tekið kokkteilamenning- unni opnum örmum og blandi sér drykki við alls kyns tækifæri, og selur Kokka úrval af vörum til kokkteilgerðar og -drykkju. „Skandinavíska hönnunarvaran á líka upp á pallborðið um þess- ar mundir. Allir vita hvað Íslendingar eru veikir fyrir norrænni hönnun en ný og áhugaverð merki hafa bæst við eins og Spring Copen- hagen frá Danmörku. Mætti kalla vörurnar frá Spring Copenhagen nytjalist því þær eru virkilega fallegar og til prýði þar sem þeim er fundinn staður, en gegna líka hlutverki við matseld og framreiðslu.“ Laufabrauðsjárnin rjúka út Guðrún í Kokku á það til að ein- falda gjafavalið með því að gefa fólki hluti sem hana langar sjálfa í. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Svo virðist sem allir geti fundið eitthvað í Kokku sem þá langar í. Guðrún velur í búðina það besta sem finna má hjá fram- leiðendum um allan heim. Krúttlegir salt- og piparstaukar frá Spring Copenhagen. Spring Copenhagen-vörurnar eru fallegar en hafa líka mikið notagildi. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Hjá þessu fólki eru skúffurnar í eldhúsinu ekki troðfullar af áhöldum og ílátum heldur geyma bara það sem þarf og það sem er notað. Stóra spurningin er þá þessi: Hvað á að gefa mínimalistanum? Guðrún fer létt með að finna svarið. „Það sem mínimalistar vilja eru áhöld sem þjóna mörgum hlutverkum. Micro- plane-rifjárnin eru einmitt þeim eiginleika gædd og getur t.d. eitt slíkt rifjárn komið í staðinn fyrir hvítlaukspressu, múskat- rifjárn, möndlukvörn og piparkvörn.“ Að sögn Guðrúnar eru rifjárnin frá Microplane í algjörum sérflokki og miklu beittari en gengur og gerist, sem gefur þeim aukið notagildi. „Þau fást með hnotuskafti, sem þykir fallegt, eða með gúmmískafti sem fer vel í hendi. Þá er óvitlaust að láta fylgja með fingurhlíf sem hlífir puttunum við hárbeittum blöð- unum.“ Er meira að segja hægt að fá agnar- smátt prufu-rifjárn sem var upphaflega framleitt svo að fólk gæti fengið að sann- færast um eiginleika Microplane- varanna áður en fjárfest væri í rifjárni í fullri stærð. „Ég á eitt þannig prufurifjárn og tek það með mér upp í sumarbústað til að geta t.d. rifið súkkulaðispæni út á kakóið mitt,“ segir Guðrún en mælir ekki endilega með því að rifjárn í prufustærð sé notað í almenna matseld – ekki einu sinni á naumhyggjuheimilum. Rifjárn fyrir mínimalistana Laufabrauðsgerð er greinilega ríkur hluti af jólahefðum Íslendinga. Maður getur alltaf á sig skálum bætt. Guðrún segir skemmtilegt að gefa hluti sem viðtakandinn notar oft og lengi. Kokka býður upp á gjafaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir og eru starfsmenn verslunarinnar boðnir og búnir að bæði aðstoða við gjafavalið og eins við inn- pökkun. Guðrún segir sniðuga lausn fyr- ir vinnustaði að velja fjölbreyttar gjafir á svipuðu verðbili, og jafnvel hægt að hafa það þannig að engir tveir pakkar séu eins. „Það kemur starfsfólkinu skemmti- lega á óvart að uppgötva að pakkarnir eru allir ólíkir og tilviljun sem ræður því hver fær hvaða gjöf.“ Engir tveir fái sömu gjöfina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.