Morgunblaðið - 18.12.2018, Side 9

Morgunblaðið - 18.12.2018, Side 9
aða trú á því að það stæðist þá verður að segjast að drægnin lækkaði almennt í nokkuð beinu hlutfalli við ekna kílómetra, og það þrátt fyrir að bíllinn hafi í ferðinni sjaldnast verið stilltur á annað en sport mode, orkufrekustu still- inguna. Ólíkt bensínbræðrum sín- um eyða rafmagnsbílar minna inn- anbæjar þegar þeir geta endurheimt hluta orkunnar, og í slíkum akstri er uppgefin drægni Niro allt að 615 kílómetrar. Það er því hæpið að fólk lendi mikið í því að keyra um með lífið í lúkunum og fimm kílómetra eftir á mælinum í leit að næstu hleðslustöð. Gerist það hinsvegar er hægt að hlaða Niro upp í 80% á um fimmtíu mín- útum í hraðhleðslustöð, svona sirka einu hamborgarastoppi í næstu vegasjoppu. Innandyra er Niro afskaplega rúmgóður, og ætti auðveldlega að geta farið vel um fjóra fullorðna og allt þeirra hafurtask í langferðum. Sökum þess hvar rafhlaðan er staðsett situr ökumaður eilítið hærra í raf-Niro en tvinnútgáfum bílsins, sem veitir gott útsýni yfir veginn. Bíllinn er, verandi rafknú- inn, hljóðlátur og veghljóð, sem oft vill verða ærandi þegar ekkert er vélarhljóðið til að skyggja á það, er merkilega lítið. Niro er líka ríku- lega útbúinn af öryggiskerfum og hinni ýmsu aðstoð við ökumann. Skynjarar nema til dæmis akreina- merkingar og hægt er að stilla bíl- inn þannig að hann leiðrétti stefnu sjálfkrafa sé hann að fara út af ak- rein án þess að stefnuljós hafi ver- ið gefið. Þá er hann búinn svoköll- uðu ,,smart cruise control“ sem heldur fyrirfram ákveðinni fjar- lægð frá næsta bíl og bremsar eftir þörfum án aðstoðar ökumanns. Það viðurkennist að mér leið alls ekki vel þegar bæði þessi kerfi voru prófuð í einu á 130 kílómetra hraða á franskri hraðbraut. Hvort tveggja virkaði hinsvegar prýðisvel og bíllinn sveigði þegar þurfti og hægði á eða gaf í eftir þörfum. Þetta þýðir þó ekki að ökumaður geti ráðið krossgátur í langferðum, því bíllinn minnir á sig sleppi mað- ur stýrinu of lengi. Öryggiskerfi bílsins nemur líka athygli öku- manns, og bendir honum á að taka sér kaffipásu þyki hún vera orðin takmörkuð. Niro ætti að vera fullkomlega raunhæfur kostur sem fyrsti bíll á heimili, með næga drægni, gott pláss fyrir farþega og farangur og fínustu aksturseiginleika. Ég kvaddi Niro og hlykkjóttu fjallveg- ina sem við höfðum spænt gegnum saman að minnsta kosti með tölu- verðum söknuði. Enda ekki á hverjum degi sem maður hittir bíl sem er hægt að keyra eins og baví- ani, með góðri samvisku, og án þess að hafa áhyggjur af því að enda rafmagnslaus úti í móa. milisbíll Drægi bílsins er sýnt skýrt og greinilega í leiðsögukerfinu. Ökumaður situr örlítið hærra en í sprengihreyfilsútgáfunum. Upplýsingagjöf til ökumanns er góð og margt sem hjálpar við aksturinn. Snyrtilegt hólf fyrir hleðslusnúruna, svo hún flækist ekki fyrir. Rafvæddur Niro kemst n.v. eins langt á hleðslunni og hann segir. Skottið er mjög rúmgott og hægt að fella aftursætin niður. E-Niro sýnir vel þær miklu framfarir sem orðið hafa í smíði rafmagnsbíla á undanförnum árum. Réði e-Niro vel við franska fjallavegi. MORGUNBLAÐIÐ | 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.