Morgunblaðið - 18.12.2018, Page 10

Morgunblaðið - 18.12.2018, Page 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Þ að er ekki að ástæðulausu sem bílagagnrýnendur hafa gripið til þeirrar lýs- ingar að það sé líkast því að fara um á töfrateppi að aka nýjustu kynslóð Range Rover. Reyndar er sú lýsing nokkuð málum blandin, enda ljóst að enginn þeirra sem grípa til líkingamálsins hefur nokkru sinni ferðast um á teppi einu saman. En ef maður ætti að gera sér slíkt ferðalag í hugarlund þá er vel þess virði að setj- ast upp í Range Rover PHEV og leggja í hann. Og það er það sem við Moggamenn gerðum á dögunum þegar við litum við hjá sölumönnum BL á Hesthálsi. Fyrir valinu varð Autobiography út- gáfa af bílnum en sérkenni hennar drógu ekki úr upplifuninni við akst- urinn. Stór og virðulegur að vanda Range Rover hefur í áratugi haft sérstaka stöðu meðal annarra bíla- framleiðanda. Því ræður bæði sá lúx- us sem framleiðandinn hefur lagt áherslu á en þá hefur útlit bílsins alla tíð verið með þeim hætti að hann virkar óvenju stór og jafnvel þung- lamalegur, sem aftur veldur því að hann er „virðulegri“ en aðrir bílar í sama stærðarflokki. Stórar vélar, einkum í seinni tíð, hafa hins vegar tryggt að viðbragð bílsins og aksturs- eiginleikar eru allt aðrir en virðist við fyrstu sýn. Og nú hefur Land Rover kynnt til sögunnar fyrstu kynslóðina af Range Rover með tengiltvinnvél (e. plug-in hybrid). Nú þegar er búið að koma þeirri tækni fyrir í hinum klassíska og stóra Range Rover en einnig litla bróður hans, Sport. Að þessu sinni var reynsluakstur tekinn á stórabróð- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fáguð hönnun með augljósa skírskotun til fyrsta Range Rover bílsins sem kom á markað árið 1970. Bíllinn vekur eftirtekt hvar sem hann fer og það ekki að ástæðulausu sem hann gerir það. Sagður töfrateppi á fjórum hjólum Þótt lög um hámarkshraða valdi því að sjaldnast sé þörf fyrir hestöflin 404 þá gerir það upplifunina meiri að skynja kraftinn undir húddinu. Það er sérstök tilfinning að sitja við stýrið á þessum bíl. Stjórnkerfið er ekki aðeins aðgengilegt heldur undirstrikar einnig sérstöðu bílsins. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Tímamót? Á tímamótum er gott að skipta um tímakeðju og tímareim Afsláttur í desember 20% afsláttur af tímareimasettum og tímakeðjusettum 10% afsláttur af vinnu við tímareima- og keðjuskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.