Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Bestu kaupin í nýjum bíl á næsta ári, 2019, eru í nýjum Citroën Berlingo. Það er í það minnsta niðurstaða stofnunarinnar Autobest. Dómnefnd hennar, 31 bílablaðamaður frá jafnmörgum löndum, setti hann í fyrsta sæti en í lokalotunni stóð valið um sex bíla. Keppnin var býsna hörð en það sem heillaði dómnefndina öðru fremur var víðfeðmi inn- anrýmisins og nytsemi. Var það niðurstaða hennar að bíllinn væri ákjósanlegur til frí- stundaútivistar allrar fjölskyldunnar. Um er að ræða frumburð þriðju kynslóðar Berlingo. Þetta er í fyrsta sinn sem sami bíl- smiðurinn hreppir efsta sæti í stökum flokki hjá Autobest, en í flokknum „Best Buy Car of Eu- rope“ varð Citroën C3 Aircross smájeppinn hlutskarpastur í fyrra og Berlingo í ár. Er það eiginlega sami bíll og Peugeot Rifter og Vaux- hall Combo Life. Autobest viðurkenningarnar hafa verið veitt- ar árlega frá 2001. Við valið metur dómnefndin 13 atriði, þar á meðal hvort bíllinn sé pening- anna virði, hönnun, þægindi og tæknibúnað. agas@mbl.is Bestu kaupin í Citroën Berlingo Erlendir blaðamenn hafa mikið álit á Berlingo. Atvinnubíladeild Volkswagen hef- ur skellt sér út í verkefni í heil- brigðisþjónustunni sem gengur út á að þukla eistu karla í þeim tilgangi að kanna hvort þar geti leynst æxli. Hefur Volkswagen Crafter sendi- bíll verið útbúinn sérlega sem fær- anleg skoðunarstöð og mun hann heimsækja margar borgir og bæi út nóvembermánuð. Læknar „Balls to Cancer“ líknarsamtakanna munu þar athafna sig. Sendibílstjórum í Bretlandi býðst að gangast undir skoðun sem tekur ekki nema örskotsstund sé allt óað- finnanlegt. Er verkefninu sér- staklega beint til þeirra. Eistnakrabbi er vaxandi vanda- mál í Bretlandi. Árlega greinast um 2.500 ný tilfelli eistnakrabba eða sem svarar sex nýjum á degi hverj- um. Í um 98% tilfella mun hægt að lækna menn af meininu, finnist það nógu snemma. Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að menn láta skera hár sitt og snyrta oftar en þeir þukla eistun. Volkswagen hvetur og bíl- stjóra að þukla sjálfir eistun reglu- lega, rétt eins og þeir láta viðhalds- skoða bíla sína reglulega. Í nóvember á sér stað sérstakt átak á Bretlandseyjum sem snýr að því að vekja fólk til vitundar um heilbrigði karla. Er viðfangsefni VW og Balls to Cancer liður í því. agas@mbl.is Volkswagen Crafter hefur verið breytt í færanlega skoðunarstofu sem hjálpar við leitina að eistnakrabba. Skoðunin tekur enga stund. Sendibílstjórar láti skoða eistun Tölfræði setur hlutina oft í alveg nýtt ljós og menn fá nýja sýn á þá. Svo sem um hversu margir keyrðir kílómetrar eru eknir ár hvert Útreikningar af því tagi hafa verið stundaðir undanfarin ár í Bretlandi og samkvæmt opinber- um tölum sem út úr þeim hafa komið, ferðuðust Bretar samtals 523 milljarða kílómetra í fyrra, 2017. Er það meira en nokkru sinni áður, og aukning um 1,3% aukn- ing frá 2016. Þrátt fyrir það dró úr losun gróðurhúsalofts frá öku- tækjum. Frekari sundurliðun á akstr- inum leiðir í ljós, að af eknum kílómetrum lögðu fólksbílar 406 milljarða kílómetra að baki, sem er eins prósents aukning frá 2016, 82 milljarða óku sendibílar, sem er 3% aukning og 27 milljarða lögðu vöruflutningabílar að baki. Þá var mótorhjólum ekið fimm milljarða kílómetra í Bretlandi í fyrra eða jafn mikið og árið áður, og rútur óku samtals 3,2 millj- arða, sem er 3% fækkun. Þrátt fyrir að bílum hafi fjölgað um 22% frá árinu 1990 sýna upp- lýsingar frá samgönguráðuneytinu í London að losun gróðurhúsalofts frá bílum hefur lækkað um 3% á sama 27 ára tímabili. Segir ráðu- neytið það endurspegla meiri skil- virkni bílvéla í notkun eldsneytis. Akstur sendibíla jókst meira en annarra bíla frá 2006. Þá jókst akstur flutningabíla 2016 og 2017 en er enn þónokkuð undir því sem var á miðjum fyrsta áratugnum. Hraðbrautir eru aðeins um 1% vegakerfisins í Bretlandi en um þær fór þó 21% bílaumferðarinnar í fyrra. Tölur ráðneytisins sýna ennfremur, að 86% fólksbíla, 84% sendibíla og 75% vöruflutningabíla aka yfir hámarkshraða á vegum sem leyfilegt er að fara um að há- marki 30 km/klst hraða. Þar sem 50 km hámarkshraði ríkir brjóta 52% hraðareglur og 48% á hrað- brautum. agas@mbl.is Þökk sé betri tækni helst meiri akstur ekki í hendur við meiri mengun. Óku meira en menguðu minna Volkswagen hefur ákveðið að skella sér af fullum krafti í þróun og smíði rafbíla. Bíl- smiðjunni í Zwickau verður breytt fyrir smíði hreinna rafbíla með afkastagetu upp á 330.000 eintök á ári. Smíði rafbíla hefst í Zwickau á næsta ári, fyrst með framleiðslu litla rafbílsins ID. Sá fyrsti er væntanlegur af færibönd- unum í nóvember 2019. „Upphaf smíði ID.1 eftir 12 mánuði mun marka þáttaskil og nýjan kafla í sögu Volkswagen. Líkja má því við komu fyrstu Bjöllunnar og fyrsta Golfsins,“ segir Thomas Ulbrich, sem fer með málefni raf- rænna farartækja í framkvæmdastjórn VW. Volkswagen mun fjárfesta fyrir 1,2 milljarða í breytingunum á starfsemi bíl- smiðjunnar í Zwickau. Samkvæmt áætl- unum eiga afköst smiðjunnar að vera kom- in í 1.500 bíla á dag í ársbyrjun 2021. Markmið VW er að rafbílasmíði fyrirtæk- isins verði komin í milljón bíla á ári 2025. agas@mbl.is Skella sér á fullt í rafbílasmíði Nýsmíðaðir bílar á leið úr risastórri bílsmiðju Volkswagen í Zwickau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.