Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Engar upptökur hér,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari karlalandsliðsins í handknatt- leik, og hló þegar hann hóf spjall sitt við gesti í Kaplakrika í hádeg- inu í gær þar sem hann ræddi um væntingar og markmið landsliðs- ins fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Það var gaman að hlýða á Gumma, sem að mínu mati og mjög margra er einn besti hand- boltaþjálfari í heimi. Það hefur hann sýnt og sannað, bæði sem þjálfari íslenska landsliðsins sem vann silfur á Ólympíuleikunum undir hans stjórn árið 2008 og brons á Evrópumótinu árið 2010 og þá unnu Danir sinn fyrsta ólympíumeistaratitil undir hans stjórn árið 2016. Þjálfaraferill Guðmundar spannar 30 ár og það er enn sami eldmóðurinn og metnaðurinn í honum. Hann segist fara í alla leiki til að vinna, hvort sem það eru vin- áttuleikir eða leikir á stórmótum, og hann vill að menn æfi sig í að vinna. Guðmundur segist vinna eftir þriggja ára áætlun og mark- mið hans er að koma íslenska landsliðinu í hóp átta bestu á þeim tíma. Hann segir að liðið sé ekki tilbúið að blanda sér í hóp þeirra átta bestu í dag enda sé landsliðið á tímamótum og hann segist ekki muna eftir öðrum eins breytingum á því í 30 ár. ,,Fyrsta markmið okkar á HM er að komast upp úr riðlinum,“ sagði Gummi en Ísland leikur í riðli með Spáni, ríkjandi heimsmeist- urum, Króatíu, Makedóníu, Barein og Japan. Riðillinn verður spilaður í Þýskalandi og þrjár efstu þjóð- irnar komast í milliriðil, sem leik- inn verður í Köln. Mikið er ég orð- inn spenntur og enn spenntari eftir að hafa hlustað á landsliðs- þjálfarann. BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is England Cardiff – Wolves ...................................... 2:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn og skoraði fyrra mark Cardiff. Staða neðstu liða: Cardiff 14 3 2 9 13:27 11 Huddersfield 13 2 4 7 8:22 10 Cr. Palace 13 2 3 8 8:17 9 Burnley 13 2 3 8 13:27 9 Southampton 13 1 5 7 10:24 8 Fulham 13 2 2 9 14:33 8 Holland Excelsior – Utrecht ................................. 3:3  Elías Már Ómarsson skoraði fyrsta mark Excelsior og lék allan leikinn en Mikael Anderson sat á bekknum allan tím- ann. Belgía Lokeren – Gent ........................................ 2:2  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Lokeren. Arnar Þór Viðarsson er aðstoð- arþjálfari liðsins. Frakkland St. Étienne – Nantes................................ 3:0  Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik- mannahópi Nantes. Pólland Jagiellonia – Arka Gdynia...................... 3:1  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia sem er í öðru sæti. Spánn Rayo Vallecano – Eibar ........................... 1:0 Þýskaland Fortuna Düsseldorf – Mainz ................... 0:1 KNATTSPYRNA Grill 66-deild karla HK – Valur U........................................ 20:25 FH U – Víkingur .................................. 28:18 Stjarnan U – Haukar U ....................... 23:34 ÍR U – ÍBV U........................................ 31:27 Staðan: Fjölnir 9 8 0 1 270:227 16 Haukar U 9 7 0 2 238:214 14 Valur U 9 6 1 2 272:220 13 HK 10 5 1 4 270:275 11 FH U 9 4 1 4 253:268 9 Víkingur 8 4 1 3 217:218 9 Þróttur 8 3 2 3 249:243 8 ÍR U 9 2 1 6 251:269 5 Stjarnan U 10 2 1 7 275:312 5 ÍBV U 9 0 0 9 237:286 0 EM kvenna í Frakklandi A-riðill: Serbía – Pólland.................................... 33:26 Danmörk – Svíþjóð............................... 30:29 B-riðill: Svartfjallaland – Slóvenía.................... 36:32 Undankeppni HM kvenna 1. riðill í Slóvakíu: Kósóvó – Ísrael ..................................... 25:28 Slóvakía – Úkraína ............................... 36:32 2. riðill í Sviss: Færeyjar – Finnland........................... 19:22  Ágúst Jóhannsson þjálfar lið Færeyja. Sviss – Litháen ..................................... 21:20 4. riðill í Makedóníu: Makedónía – Aserbaídsjan.................. 41:22 Ísland – Tyrkland................................. 36:23 Þýskaland B-deild: Essen – Balingen ................................. 34:36  Oddur Gretarsson skoraði átta mörk fyr- ir Balingen. Hagen – Hamburg............................... 21:26  Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í marki Hamburg, þar af tvö vítaköst. Spánn Huesca – Alcobendas .......................... 26:22  Stefán Darri Þórsson skoraði ekki fyrir Alcobendas. HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Kaplakriki: FH – KA .............................. S16 Austurberg: ÍR – Akureyri .................... S16 Varmá: Afturelding – Grótta ................. S17 Hleðsluhöllin: Selfoss – Stjarnan .......... S20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Stjarnan....... S15 1. deild kvenna: Hveragerði: Hamar – Tindastóll...... L16.30 Hveragerði: Hamar – Tindastóll ........... S14 SKAUTAR Íslandsmót Skautasambands Íslands fer fram í Egilshöll um helgina. Keppt er í stuttu prógrammi í dag frá 15-17 og í frjálsu prógrammi á morgun frá 12.15-15. ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Björninn................... L16.30 UM HELGINA! Í SKOPJE Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Þetta gekk mjög vel,“ sagði Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ís- lenska landsliðsins, eftir 13 marka sigur á Tyrkjum, 36:23, í fyrsta leik ís- lenska landsliðsins í undankeppni HM í handknattleik í Skopje í gærkvöldi. Jenny átti frábæran leik eins og fleiri í liðinu. Hún skellti í lás á kafla í síðari hálfleik og varði alls 16 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst. „Ég átti fínan dag að ég held, ekki síst í síðari hálfleik þegar það tókst að þétta vel vörnina. Þá kom meira af langskotum sem auðveldara var að eiga við. Þá er um að gera að lesa vel andstæðinginn og loka,“ sagði Jenny sem sagði sigurinn hafa verið sam- kvæmt áætlun liðsins þótt e.t.v. hafi munurinn verið meiri en reiknað var með. „Það var mikilvægt að við héldum haus til leiksloka, slökuðum ekkert á þótt munurinn væri orðinn níu eða tíu mörk. Hvert mark verður talið þegar upp er staðið ef lið verða jöfn að stig- um og þess vegna var mikilvægt að ná eins stórum sigri og kostur var,“ sagði Jenny sem er með báða fætur á jörð- inni þrátt fyrir góðan sigur. „Þetta var samkvæmt plani. Við tókum eitt skref í kvöld, tvö skref eru eftir. Fram undan er allt öðruvísi og erfiðari leikur gegn öðruvísi andstæð- ingi en við vorum að eiga við að þessu sinni. Leikmenn Makedóníu er stærri og sterkari líkamlega en hins vegar að sama skapi með lið sem við eigum líka að geta unnið. Við eigum tvo úrslita- leiki eftir, en við erum komnar af stað með einn sigur,“ sagði Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins. Stórsigur skipti máli „Þetta var gott þótt ekki hafi öll markmið okkar náðst að þessu sinni. Við náðum að ljúka leiknum með tals- verðum mun og það er fyrir öllu,“ sagði Thea Imani Sturludóttir, lands- liðskona í handknattleik, eftir sig- urinn í gær en hún skoraði fimm mörk og átti margar stoðsendingar á sam- herja sína sem skiluðu mörkum. Thea byrjaði leikinn af krafti og skoraði tvö af þremur fyrstu mörkum íslenska liðsins. Hún sagði að það hefði létt af sér álaginu að hafa náð að byrja vel. „Þegar maður nær að byrja svona vel verður eftirleikurinn auð- veldari. Ég er mjög ánægð með minn leik. Mér fannst við leysa leikinn afar vel að þessu sinni. Sýndum yfirvegun og slökuðum ekkert á þegar kom fram í síðari hálfleik og forskotið var orðið töluvert. Við erum afar ánægðar með þessa byrjun,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. „Ég hef alltaf jafn gaman af þessu hlutverki mínu og enn meira þegar svona vel gengur,“ sagði Ester Ósk- arsdóttir sem lék afar vel einu sinni sem oftar sem fremsti varnarmaður íslenska liðsins í 5/1-varnarleiknum. Ákveðinn leikur hennar sló leikmenn tyrkneska landsliðsins út af laginu snemma og segja má að þeir hafi aldr- ei náð vopnum sínum á nýjan leik. „Tyrkir léku nokkuð eins og við vorum að vonast eftir en þeir náðu að- eins að leysa varnarleik okkar er á leið síðari hálfleik. Síðari hálfleikur var framúrskarandi af okkar hálfu. Þá gekk flestallt upp enda unnum við síð- ari síðari hálfleik með níu marka mun. Þetta var draumabyrjun,“ sagði Ester Óskarsdóttir, landsliðskona í hand- knattleik, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Samkvæmt plani  Guðný Jenny segir sigur á Tyrkjum góðan fyrir framhaldið í undankeppni HM  Draumabyrjun, segir Ester Óskarsdóttir Ljósmynd/Robert Spasovski Fimm Thea Imani Sturludóttir ógnar tyrknesku vörninni í leiknum í Skopje í gærkvöld en hún skoraði fimm mörk og átti margar stoðsendingar. BERLÍN Kristján Jónsson kris@mbl.is Fjöldinn allur af íslensku íþróttafólki keppir með liðum í boltagreinum á meginlandi Evrópu. Íslendingar sem búa erlendis og Íslendingar á ferða- lagi geta hitt þannig á að eiga þess kost að sjá samlanda sína spila. Greinarhöfundur var staddur í Berlín í Þýskalandi í byrjun nóvember. Fjölmargir Íslendingar spila í Þýska- landi og í Berlín eru til dæmis tveir Íslendingar staðsettir. Greinarhöf- undur fór að sjá þá Bjarka Má El- ísson, landsliðsmann í handknattleik, og Martin Hermannsson, landsliðs- mann í körfuknattleik, spila með fé- lagsliðum sínum Füchse Berlin og Alba Berlin. Berlínarborg er nokkuð sérstök hvað það varðar að fjögur nokkuð stór lið í efstu deildum fá þar pláss. Í knattspyrnu, handknattleik, körfu- knattleik og íshokkí. Hand- knattleikurinn er til dæmis vinsælli á landsbyggðinni en í stórborgum eins og München og Bonn. En íþróttin lífir ágætu lífi í Berlín en Dagur Sigurðsson átti sinn þátt í uppgangi Füchse þegar hann þjálfaði liðið fyrir nokkrum árum. Fara á völlinn til að skemmta sér Greinarhöfundur sótti deildaleik Füchse Berlin og Stuttgart á fimmtudags- kvöldi ásamt íslensku náms- fólki í Berlín. Þau höfðu ekki leitt hugann að því fyrr að fara á handboltaleik í borginni en skemmtu sér geysilega vel. Füchse Berlin leikur í Max-Schmeling- Halle sem var opnuð árið 1996 og heitir í höfuðið á hnefaleikakappa sem varð heimsmeistari í þungavigt á millistríðsárunum. Höllin tekur um 8.500 manns á leikjum Füchse en um 12 þúsund manns var komið þar fyrir þegar Þjóð- verjar héldu HM í handknattleik árið 2007. Mannvirkið hentar mjög vel fyrir leiki Füchse og þetta kvöld- ið voru ekki mörg sæti auð. Áhorfendur sitja nokkuð nálægt vellinum og allan hringinn í kring um völlinn. Stemningin var af- skaplega góð. Þegar komið var inn í höllina hljómuðu ýmis lög sem gjarnan eru spiluð á íþrótta- viðburðum. Fjölmargir sölubásar allan hringinn seldu, popp, snakk, gos og bjór. Ekki var annað að sjá en að þau viðskipti væru í blóma fyrir leik og í hálfleik. Þjóðverjar virðast mæta á handboltaleiki til þess að skemmta sér og virðast ekki hafa lært þann íslenska sið að fara á handboltaleiki til að leið- beina dómurum leiksins. Reykvélarnar keyrðar Leikmenn heimaliðsins eru kynntir til sögunnar með nokkrum tilþrifum í Þýskalandi. Líklega er fyrirmyndin komin frá Bandaríkjunum þegar ljós- in eru slökkt og reykvélarnar keyrð- ar eins og á U2 tónleikum. Leikmenn koma inn á völlinn úr horni hall- arinnar og þar var blásinn upp helj- arinnar refur. Því var eins og leik- menn heimaliðsins kæmu út úr kjafti skepnunnar. Nokkuð frumlegt og skemmtilegt. Refir sjást víst af og til í borginni og er refurinn til að mynda í nafni (Füchse = refir) og merki fé- lagsins. Þá er lukkudýrið einnig ref-  Morgunblaðið fór á völlinn og sá Íslendinga spila í Berlín Ljósmynd/Olla Reyndur Bjarki Már Elísson hefur spilað lengi í Þýskalandi. Íslenskir kappar, refur og albatross Trefillinn Er nú veggja- skraut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.