Samfylking - 11.04.1936, Qupperneq 3
SAMFYLKINGIN
3
Hvers vegna?
Eftir Sveinbjörn Guðlaugsson,
íormann Yörubílastöðvarinnar
,,Þróttur“.
Sameiniið atlþýHaii
vecðnr aH gdpa til bfargráða, sem duga,
til að afstýra Imigmiii aSdnuuvegaima.
Samfylkingin
og verklýðsfélögin.
Eftir ASalheiði S. Hólm, form.
starfstúlknafélagsins „Sókn“.
Eitthvert átakanlegasta dæm-
dð um sundrung og samtakaleysi
íslenzku alþýðunnar virðist mér
vera það, að á hátíðisdegi verka-
lýðsins (1. maí) skuli verkalýð-
urinn ganga í tveim hópum um
götur bæjarins. Stefna og til-
gangur beggja er að mestu leyti
hinn sami, en það, sem aðskil-
ur, eru smávægileg formsatriði,
sem foringjar verkalýðsflokk-
anna hafa ekki komið sér sam-
an um, og leitt hefir til þess,
að úr sameiginlegri baráttu hef-
ir ekki orðið; og stór hluti
verkamanna og verkalýðssinna
hefir staðið álengdar og ekki
tekið virkan þátt í frelsisbar-
áttu verkalýðsins, hvorki 1. maí
né við önnur tækifæri.
Hafa verkamenn efni á því að
láta mismunandi pólitískar skoð-
anir verða þess valdandi, að
þeir verða að heyja sína bar-
áttu sundraðir og með marg-
falt minni þátttöku en annars
mundi verða? Hvers vegna
myndar verkalýðurinn ekki alls-
herjar samfylkingu um öll at-
riði hagsmuna- og menningar-
baráttu, á sama hátt og tekizt
hefir á sviði neytendahreyfing-
arinnar, með stofnun og starf-
semi Pöntunarfélags Verka-
manna, sem samanstendur nú
af 12—1300 alþýðumönnum ? —
Vill nokkur halda því fram, að
allir þessir menn hafi eina og
sömu skoðun á þjóðmálum? Nei,
því fer mjög fjarri. I Pöntunar-
félagi Verkamanna eru menn af
öllum pólitískum flokkum, og í
stjórn þess eru menn með mjög
mismunandi pólitískar skoðanir.
Hvorki innan stjórnarinnar eða
annarsstaðar í starfsemi félags-
ins hefir komið fram minnsti
flokkadráttur og ekki verið
minnst á pólitík, enda væri þá
félagið lítils virði neytendum.
Hvernig hefði árangurinn af
kröfu félagsins um innflutnings-
leyfi í hlutfalli við meðlimatölu
orðið, ef kröfurnar hefðu verið
jafn margar og mislitar eins og
stjórnmálaskoðanir meðlim-
anna? Eða mundi félagið yfir-
leitt nokkru hafa áorkað, ef
pólitísk klíkustarfsemi hefði átt
sér stað í félaginu? Eg held
ekki. En hvers vegna hefir sam-
starfið þá verið svo gott innan
Pöntunarfélagsins? I fyrsta lagi
vegna þess, að stofnendur og
forgöngumenn þess gengu svo
frá lögum og reglum þess, að
fullkomins lýðræðis væri jafnan
gætt og engin sérstök pólitísk
afstaða kæmi þar til greina- Og
í öðru lagi vegna þess, að með-
limir félagsins, hvaða flokki sem
þeir hafa tilheyrt, hafa fljótt
komist að raun um, að með því
eina móti að leggja pólitísku
ágreiningsatriðin á hilluna, þá
væri hægt að vinna neytenda-
hreyfinguna upp úr því ó-
fremdarástandi, sem hún áður
var í. Og þetta hefir tekizt. Með
starfsemi Pöntunarfélags Verka-
manna hefir það verið sýnt og
sannað, að alþýðan getur starf-
að sameinuð að sínum hags-
Eftir llunólf Péfursson, formann „Ið|u“.
Runólfur Pétursson.
Nú, þegar verkalýðurinn býr
sig undir að ganga sameinaSúr
út á götuna 1. maí, verður
hann líka að gera sér það ljóst
hvað það er, sem hann verður
að berjast á móti, og hvað það
er, sem hann verður að samein-
ast um.
Þegar litið er yfir ástand at-
vinnuveganna í landinu, verð-
ur hver maður að játa, að það
er allt annað en bjart yfir. At-
vinnuleysið meðal hafnar-
verkamanna og sjómanna er
mjög mikið. Sala afurðanna
hefir gengið mjög treglega.
Innlendi iðnaðurinn, sem
margir hafa byggt miklar von-
ir á, að bætt gætu úr atvinnu-
leysinu, er mjög lamaður og
sumstaðar að stöðvast vegna
gjaldeyrisvandræða.
Vöruverð hækkar, vöruskort-
ur er yfirvofandi og verzlunar-
fólki er sagt upp í stórum stíl.
Alþýðan sér fram á vaxandi
neyð og atvinnuleysi, ef ekki
muna- og menningarmálum, án
nokkurs áreksturs vegna mis-
munandi stjórnmálaskoðana. Og
það liggur í augum uppi, að
enginn verulegur árangur get-
ur orðið af baráttu verkalýðs-
ins, meðan stjórnmálaflokkar
þeir, sem hyggjast að vinna að
velferðarmálum verkalýðsins,
geta ekki komið sér saman um
tilhögun og baráttuaðferðir, •—
ekki einu sinni á hátíðisdegi
verkalýðsins um allan heim, 1.
maí.
Það verður að vera krafa
allra verkamanna og verkalýðs-
sinna, að þeir, sem standa í
vegi fyrir fullkominni samfylk-
ingu og lýðræði fyrir alla aðila
1. maí, hætti allri klíkustarf-
semi og viðurkenni rétt beggja
flokka og allra verkalýðsfélaga
til þátttöku í hátíðahöldum
verkalýðsins þennan dag.
Verkamenn og verkalýðssinn-
ar! Kynnið ykkur samfylking-
una í Pöntunarfélagi Verka-
manna og athugið, hvort ekki
er tími til kominn að mynda
álíka samfylkingu á öðrum svið-
um.
Sveinbj. Gúðlaugsson.
verður tekið í taumana.
Um þetta munu flestallir
vera sammála. En það er ekki
nóg að lýsa ástandinu með svört-
ustu litum, og hafa opin augu
fyrir hruninu, sem fram undan
er, ef haldið er svona áfram.
Alþýðan má ekki undir nokkr-
um kringumstæðum örvænta og
vantreysta kröftum sínum til að
ráða fram úr þessu.
Landið okkar er nógu ríkt,
möguleikarnir til velmegunar
vinnandi stéttanna nægir, svo
'alþýðan þyrfti ekki að hungra
í þessu landi eða ganga atvinnu-
laus, og biðja um að fá að leysa
óleystu verkefnin og fá það
ekki.
Fyrir hvern Alþýðuflokks-
mann er það augljóst, að auð-
valdsskipulagið er orsök þessa
ástands, en hins vegar þurfum
við að athuga nánar í næsta
blaði, hvað það er í íslenzka atið-
valdsskipulaginu, sem sérstak-
lega veldur núverandi hruni í
atvinnulífinu. Við erum þess
fullvissir, að íslenzka alþýðan
býr yfir nægum ráðum til að
leysa úr yfirstandandi vandræð-
um, og inn á þau ráð verður
líka nánar komið í næsta blaði.
En ráðin verða ekki það erf-
iðasta.
Aðalatriðið er krafturinn til
að framkvæma þau.
Og meðan vinstri flokkarnir
í landinu hnakkrífast sín á milli
um, hvað gera skuli, standa þeir
máttvana gagnvart hruninu í ís-
lenzku atvinnulífi, sem auðvald-
ið veldur og íhaldið hælist
.um af.
Þessi sundrung vinstri flokk-
anna verður að hverfa, og þeir
verða að samstilla alla sína
krafta um sameiginleg, róttæk
bjargráð fyrir íslenzku þjóðina.
Það dugar ekki að láta neinn
flokkaríg sitja í fyrirrúmi fyrir
sameiginlegum hagsmunum allr-
ar íslenzkrar alþýðu og sameig-
inlegum áhugamálum vinstri
flokkanna.
Þegar líf og framtíð íslenzku
vinnandi stéttanna er í veði, þá
dugar ekki að láta sameiningu
alþýðunnar um stórmálin
stranda á neinum smáatriðum.
Látum 1. maí verða upphafið
að sameiningu alþýðunnar á Is-
landi um róttækar ráðstafanir
landi og lýð til bjargar.
amfylkina er rððið
til þe§s að brfóta alþýðunni lcið til §igur§
úf úr þrengingum aivinnuícysisins.
Eftir Þorbjörn Sigurðsson, deildarstj. í „Dagsbrún,,
Eg get trauðla látið hjá líða
að minnast á þær hörmungar,
sem nú ríkja í atvinnulífi
Reykjavíkur. Fólkið gengur
hér nú atvinnulaust svo hundr-
uðum og jafnvel þúsundum
skiptir og fjöldi annara bæjar-
búa hefir mjög takmarkaða
vinnu. Allir geta gert sér i
hugarlund, hvernig lífskjör
þessa atvinnulausa fólks muni
vera. Þegar verkalýðsfélögin
krefjast úrræða af yfirvöldum
bæjarins, til þess að draga úr
atvinnuleysinu og firra fólkið
sárustu neyð, þá er svar þeirra
ætíð hið sama: Engir peningar
til. Kröfur verkalýðsfélaganna
(t. d. í vetur) um atvinnu, er þó
svo í hóf stillt, að þær svara
ekki til hálfs þeim atvinnufyrir-
heitum, sem yfirráðaflokkur
bæjarins gefur fólkinu fyrir
allar kosningar. Miklu fúsara er
íhaldið að veita úrlausn úr bæj-
arsjóði og gera þá að styrkþeg-
um sínum. Eru slíkar aðgerðir
yfirvaldanna ærið torskildar
þeim, sem í alvöru hugsa um
hagsmuni fólksins og framtíð
atvinnuveganna. En hvernig
verður þessu ástandi breytt?
Því verður aðeins breytt með
því að öll alþýða standi saman
og einbeiti kröftum sínum að
bættum lífskjörum, fyrir auk-
inni atvinnu og yfirleitt fyrir
vellíðan þjóðarinnar allrar. Með
slíkri sameiningu getum við
bætt úr ástandinu, tryggt okkur
lífvænlega afkomu í landinu.
Sameinuð alþýða um réttmætar
kröfur sínar, sem hún sjálf mót-
ar og setur fram, er það afl, sem
andstæðingar okkar verða að
beygja sig fyrir. í hvert skipti,
sem við göngum að kjörborðinu,
kjósum við okkur fulltrúa til
þess að knýja kröfur okkar
fram á opinberum stöðum. Við
ætlumst til þess, að þeir fram-
fylgi þeim eftir ósk okkar og
ákvörðun. Sameining okkar um
kröfurnar er trygging fyrir því,
að af þeim verði ekki slegið og
úrbætur verði á því böli, sem nú
þjakar okkur öllum. En standi
verkalýðurinn tvískiptur um
málefni sín, gildir það aðeins
velferð auðvaldsins í Reykjavík
og allsstaðar á Islandi, en sömu
hörmungarnar og vaxandi neyð
meðal verkalýðsins á öllum svið-
um.
Þess vegna er samfylking alls
verkalýðs nauðsynleg.
Þorbjörn Sigurðsson.
Við vitum öll hverskonar
ástand við eigum að búa við.
Atvinnuleysið er svo almennt,
að sjaldan hefir verið svo fyrr
og dýrtíðin og önnur ókjör
þrengja meira kosti okkar
verkafólksins. Togararnir hafa
ekki farið á veiðar fyrr en löngu
síðar en venjulega, þannig, að
engin vinna hefir verið við þá
mestallan vertíðartímann, og
ekkert útlit er fyrir, að þau
hundruð verkakvenna, sem van-
ar eru að vinna við fiskþvott,
fái handtak að gera. Svo loks
þegar þeir eru að fara út, þá
ætlar íhaldsmeirihlutinn í bæj-
arstjórn að afnema atvinnubóta-
vinnuna, þó að atvinnuleysingj-
arnir séu í hundraðatali, eða
jafnvel meira.
Þegar svona er komið, finnst
okkur að eitthvað þurfi að gera,
að verkalýðurinn megi ekki
lengur dauða hungra í sinni
brýnustu lífsbaráttu, heldur
verði að standa saman til varn-
ar lífskjörum sínum. Við höfum
líka séð hvernig samfylkingar-
hreyfingin hefir farið dagvax-
andi innan verkalýðs og fagfé-
laganna, sérstaklega með tilliti
til 1. maí. Hvert félagið af öðru
hefir samþykkt, að berjast fyrir
sameiginlegri kröfugöngu verk-
lýðsfélaganna, og hinna tveggja
verklýðsflokka, Alþýðuflokksins
og Kommúnistaflokksins. —
Verkamannafélagið Dagsbrún,
V. K. F. Framsókn, Iðja, félag
verksmiðjufólks, Járniðnaðar-
mannafélagið, Verzlunarfélagið
— hafa öll gert samþykkt um
sameiginlega kröfugöngu 1.
maí, og þessar samþykktir hafa
þau gefið fulltrúum sínum í
1. maí nefnd verklýðsfélag-
anna, sem grundvöll til að vinna
á. Það virðist því, sem ekki ætti
að vera mörg vandkvæði á að
koma á sameiginlegri kröfu-
göngu þessara þriggja aðila.
En samt hefir sá róður sókst
erfiðlega, þó sárt sé frá að
segja.
Á fyrsta sameiginlegum fundi
1. maí nefnda verkalýðs og póli-
tísku félaganna innan Alþýðu-
sambandsins, fór það svo, að til-
laga um að kjósa nefnd, til að
athuga möguleikana um sam-
fylkingu 1. maí, var felld með
23 atkv.gegn 20. Að slíkt skyldi
takast, stafar meðal annars af
því, að fulltrúar sumra félag-
anna gengu fram hjá samþykkt-
um félags síns um sameiginlega
kröfugöngu 1. maí og greiddu
atkv. gegn öllum samfylkingar-
tilraunum, og finnst mér mjög
vítavert, að bregðast þanníg
trausti félagsmanna sinna, og
þeim lýðræðisreglum, sem mér
finnst eiga að ríkja innan fé-
laganna. Auk þess greiddu pólí-
tísku félögin atkvæði gegn þvl,
að hefja umleitun um samfylking
una 1. maí. Mér finnst það því
mjög rangt þegar sagt er, að það
séu eingöngu verklýðsfélögin, er
ráði um tilhögun og innihald
1. maí, því að á þessum fundi
var samfylkingartillagan felld,