Samfylking - 11.04.1936, Síða 4
'4
SAMFYLKINGIN
fyrst og fremst með tilstyrk
pólitísku félaganna.
Þó að svona hafi tiltekist á
þessum fundi, eru þó miklir og
sívaxandi möguleikar á því, að
hægt verði að koma á sameig-
inlegri kröfugöngu.
Eg hefi áður bent á sam-
þykktir verklýðsfélaganna og
það er áreiðanlegt að meðal
verkafólksins almennt fær það
meira og meira fylgi. En færi
nú svo, að það takist ekki, er
eg hrædd um, að kröfugöngurn-
ar 1. maí yrðu fámennari en
ella, og margt af því fólki, sem
annars hefði fylkt sér út á göt-
urnar, muni verða óánægt og
▼onsvikið og sitja heima.
Eg vil því enda orð mín á
þeirri áskorun til allra verk-
lýðsfélaga og alþýðufólks, að
vinna að því öllum árum, að
koma á sameigirilegri 1. maí
kröfugöngu. Aldrei hefir þörfin
verið jafn brýn og nú, þegar
afturhaldið reynir að þrengja
kjör okkar á allan hátt með
dýrtíð og vaxandi atvinnuleysi.
Við verðum að sýna Reykja-
víkur-íhaldinu, að við látum
ekki bjóða okkur allt og að við
erum nógu sterk, fjölmenn og
samtaka, til að brjóta svelti-
árásir þess á bak aftur. Við skul-
um öll hjálpast að því, að skapa
eina volduga kröfugöngu með
jafnrétti allra aðila 1. maí. Og
þá skulum við sjá hvort yfir-
stéttin hræðist ekki mátt sam-
taka okkar — hvort hæðnisglott
íhaldsburgeisanna á gangstétt-
inni getur ekki stirðnað.
Stéttarsystkin! Alþýðufólk,
vinnum öll saman, og þá mun
þetta takast.
Verkamenn
standið sameinaðir!
Eftir Friðgeir Sigurðsson,
Okkar dagur er 1. maí, — sá
dagur er okkur ætlaður til þess
að koma sameinaðir fram sem
heilsteypt fylking og gera kröf-
ur okkar opinberar fyrir þjóð-
inni. Þá eígum við að ganga
undir merki þess félagsskapar,
sem við erum félagar í, hvort
sem það er í „Dagsbrún“, sjó-
mannafélagi, iðnaðarmannafé-
lagi eða öðrum hagsmunasam-
tökum alþýðu innan Alþýðu-
sambands íslands. Hið sama
eiga þeir að gera, sem eru að-
eins í pólitísku félagi, sem jafn-
aðarmenn eða kommúnistar. Öll
alþýða á þannig að sameinast
1. maí. Alþýðan, sem stritar fyr-
ir sínum daglegu lífsnauðsynj-
um og berst að sama takmarki,
hefir um leið ákveðið orð að
segja um framtíðarmöguleika
sína. Hagsmunir allrar alþýðu
eru þeir sömu og fyrir þeim
verður hún að berjast samein-
uð. En það er nú vitanlégt, að
ágreiningur er okkar á milli um
það, hvort allur verkalýður geti
staðið sameinaður í kröfugöngu
n.k. 1. maí. Að mínum dómi er
engin réttlætanleg ástæða fyrir
því, að sameining geti ekki átt
sér stað, því að sameiginlegir
hagsmunir allrar alþýðu krefj-
Vorið kallar
Eflir Ilálfdán Bjarnason, deildarsfjóra í HDagsbrún“
Hálfdán Bjarnason.
Er á flótta vetrar-valdur,
vofa dauðableik;
allt úr dvala er að rísa
eftir grimman leik.
Laus við frosts og fanna kyngi
fölleit birtist jörð.
Vorið kallar, vindar hlýir
verma kalinn svörð.
Eins er nú á undanhaldi
auðs og valda stétt;
undirgefni öreiganna
eru takmörk sett.
Hlekkir bresta, í hjörtum ólgar
hamslaus frelsis þrá.
Vorið kallar, vorið kallar
vini sína á.
Sameinaðir sigra vinna,
svo mun verða enn,
stundar-Ián þó leggi að veði
iýðsins vökumenn.
Tökum á, — með sigri sýnum
samtakanna mátt,
þá mun orka þúsundanna
þola að stefna hátt.
Strætin fyllast, fánar blakta
fjöldans kröfudag;
voldug fylking 1. maí
fyrir bættum hag.
Allir saman, eining ríki,
eflum sannleiks-rök.
Vorið kallar, lyftast látum
lífsins Grettistök.
ast þess nú meir en nokkru
sinni fyrr, að jafnaðarmenn,
kommúnistar og allir frjálslynd-
ir íslendingar gangi saman til
baráttu fyrir nýjum sigrum.
„Sameinaðir stöndum vér,
sundraðir föllum vér“, segir
máltækið. Minnumst þess öll 1.
maí og alltaf endranær, þegar
mikið liggur við, og gerum allt,
sem við getum, til þess að
sundrung víki, en sameining og
samhugur ríki í samtökum vor-.
um. Flýjum ekki táknmerki
verkalýðsins, hvorki hamar og
sigð eða þrjár örvar. Látum
ekki ómerkilegar þrætur um
flokksmerki sundra baráttu-
sveitum vorum.
Friðgeir Sigurðsson.
Stöndum saman
Eftir Stefán Ó. Thordersen,
fulltr. Bakarasveinafél. Rvíkur
í Fulltrúaráði verkalýðsfél.
Á síðustu tímum hefir mikið
verið rætt um það, að verkalýð-
urinn færi í sameiginlega kröfu-
göngu 1. maí og myndaði með
því eina volduga fylkingu hins
vinnandi fólks, svo volduga, að
slík fylking hefði aldrei fyrr
sést ganga um götur bæjarins.
En þótt margt góðra alþýðu-
manna hafi barist dyggilega fyr-
ir þessari sameiningu, þá hefir
hún því miður enn þá nokkurri
mótspyrnu að mæta, þrátt fyrir
það, að engum dylst sú nauðsyn,
sem ber til þess að hægt sé að
sameina alla alþýðu í landinu,
en sú sameining má ekki byggj-
ast upp á pólitískum grundvelli,
heldur verður hún að grund-
vallast á sameiginlegum hags-
munum hins vinnandi fólks í
landinu, og því skyldi þetta ekki
geta látið sig gera, þar sem allt
hið vinnandi fólk hefir sameig-
inlegra hagsmuna að gæta. Nú
vitum við, að það eru tveir
flokkar, Alþýðuflokkurinn og
Kommúnistaflokkurinn, sem
báðir segjast vera forystuflokkar
hins íslenzka verkalýðs, og við
vitum, að báðir þessir flokkar
eru bornir uppi af verkalýðn-
um. En nú mega ekki þessir
flokkar eða þeirra ráðamenn
láta pólitískt þras og gamlar
erjur standa í veginum fyrir
því, að sameining megi takast,
en á því virðist hafa borið nokk-
uð nú undanfarið- Þeir verða
báðir að vinna af alhug að því,
að þetta nauðsynjamál nái fram
að ganga, og vonandi bera þeir
gæfu til þess að öll alþýða
Reykjavíkur gangi sameinuð út
á göturnar 1. maí n.k. undir
merki bræðralags og hugsjóna-
frelsis og mætti sú fylking hald-
ast sameinuð í framtíðinni.
Stefán Ó. Thordersen.
, sem dugar.
Eftir Kristfán Vilhfálmssoi
foriti. Blikftsntíðalélafslns.
Það, sem mest er um rætt, nú
s.em stendur af verkalýð og
öðrum andfasistum, er það,
hvort verkalýðurinn eigi að
ganga í einni fylkingu út á.
göturnar 1. maí, eða tvístraður.
Allir þeir, sem vilja hag verk-
lýðsstéttarinnar hljóta að vera
sammála um að fylkingin eigi
að vera ein og aðeins ein, með
öðrum orðum, að samfylking
eigi að takast 1. maí. En hvað
er samfylking, og af hverjum
er henni haldið uppi? Sumir
hafa haldið því fram, að hún
væri ekkert annað en tilbúning-
ur kommúnista og að hún fyndi
engan hljómgrunn í hugum
verkamanna. Að vísu skal það
játað, að kommúnistar voru
fyrstir til að koma fram með
samfylkingarhugmyndina. Því
hefir hinsvegar verið haldið
fram, að þessi samfylking kom-
múnistanna væri ekkert annað
en að þykjast. Læt eg hvern
einn um að álykta um það, eftir
þeim rökum, sem honum finst
sjálfum fyrir liggja í þessu efni.
En ef svo er, þá finst mér ekki
rétt af okkur að snúast gegn
henni og láta sérstakan póli-
tískan flokk, græða á henni,
heldur eigum við að gera þessa
öldu, sem vakin er, svo öfluga,
að hún sameini allan verkalýð
án flokkspólitískra skoðana í
eina fylkingu, gera hana með
öðrum orðum svo stóra, að eng-
um sé mörgulegt að stöðva
hana.
Að öllu athuguðu, get eg
líka alls ekki séð, að samfylk-
ing verkalýðsins í eina órjúf-
andi fylkingu, ætti að geta orð-
ið Alþýðuflokknum til skaða,
þar sem hann óneitanlega yrði
langstærsti flokkurinn í fylk-
ingunni, og hefði því bezt skil-
yrði til að ráða stefnu hennar,
enda álít eg að þessi samfylk-
ingaralda hafi þegar hrifið svo
marga með sér, að engum detti
í hug að telja þá alla með kom-
múnistum. Að þetta eru ekki
staðlausir stafir, sýna bezt und-
irtektir þær, sem samfylkingin
hefir hlotið í verklýðsfélögun-
um.
Að þessu athuguðu tel eg
því beinlínis óhyggilegt af Al-
þýðuflokknum að snúast á
móti henni.
En svo að maður sleppi því,
hvaða pólitískur flokkur hefði
mestan hagnað af þessu, þá
er hér um aðra ástæðu að ræða,
sem mælir með samfylkingu, en
það er hin sívaxandi fasista-
hætta hér, en hún mun beinast
hér, sem annarstaðar gegn
verkalýðnum og þó sérstaklega
hinum róttækari hluta hans.
Látum okkur að kenningu
verða afleiðingar sundrungar-
innar í Þýzkalandi, en förum
að ráði franska og spanska
verkalýðsins, sem þegar hefir
myndað öfluga samfylkingu,
enda eru verkalýðsfélögin í
þessum löndum langt á undan
okkur hvað félagslega þróun
snertir og spá þessi úrslit þar
nokkru um hvert stefnir hér.
Þessu skulum við ekki gleyma,
því annars ristum við dauða-
rúnir verkalýðssamtakanna á
enni okkar. Göngum því sam-
StafaknippiO.
í sambandi við kröfugönguna.
1. maí, leyfi eg mér að minna
alþýðumenn og konur á söguna
um Stafaknippið. Hún er enn í
fullu gildi. Séu einstaklingarnir
Haraldur S. Norðdahl.
tvístraðir og einstæðir megna
þeir lítið. Hver spík er tekin
af annari og andstæðingarnir
brjóta hana yfir þvert á kné
sér. En aftur á móti séu spík-
urnar allar bundnar saman þétt
og trútt, þá er sama þó á þær
sé reynt, enginn fær brotið þann
stofn, það tré um þvert. Þetta
er vert að muna á þessum tím-
um, þegar svo mikil nauðsyn er
á að hefja og treysta samein-
inguna.
Heiðruðu konur og menn al-
þýðunnar, metið og skiljið styrk
einingarinnar. Myndið 1. maí
eitt straumþungt fljót sameigin-
legrar fylkingar; fylkingar sem
kann að verða upphaf að tíma-
bili sigra og betra lífs, hins
mannmarga umkomulausa
fjölda, alþýðu þessa lands.
Har. S. Norðdahl.
Samfylkingin
er kjörorð dagsins.
Hagsmunir Alþýðuflokksins
eru þeir sömu og alls hins
■vinnandi fólks. — Hagsmunir
alþýðunnar í sveitum og bæjum
á íslandi krefjast sameiningar
í baráttu og starfi fyrir social-
isma og frelsi. Þess vegna á Al-
þýðuflokkurinn að brjóta leið-
ina fyrir fullkominni samvinnu
vinstri flokkanna gegn fasisma
og afturhaldi.
einaðir út á göturnar 1. maí,
og höfum í huga, að sameinaðir
stöndum vér, sundraðir föllum
vér, þ. e. að ráðið, sem dugar
er samfylking.
Samfylkingin kemur bráð-
lega út aftur. I næsta blaði
birtist grein eftir H. K. Laxness
o. fl.
Útgefendur:
Nokkrir Alþýðuflokksmenn.
ísafoldarprentsmiðja h.f.