Framsókn : bændablað - samvinnublað - 22.08.1936, Blaðsíða 3
FRAMSÓKN
Sigupgeir Björxisson
Orpastödum.
--o--
Byggðin í kringum Svínavatn
í Húnavatnssýslu hefir goldið
mikið afhroð á þessu vori í láti
þriggja bænda, er allir áttu það
sameiginlegt að vera inikil prýði
stéttar sinnar, drengir góðir,
miklir trúnaðarmenn byggðar-
innar og dugandi bændur, sem
Sigurgeir Björnsson.
eru mjög harmdauði öllum
sveitarbúum.,
Var eins þeirra, Jóns á Ásum,
minst lítillega hér í blaðinu ný-
lega, en nú er hinna getið að
nokkru.
Nýlátinn er Sigurgeir Björns-
son á Orrastöðum (á Ásum) í
Torfalækjarhreppi. Var hann
fæddur 1885 í Forsæludal í
Vatnsdal, sonur Björns Ey-
steinssonar (Jónssonar á Orra-
stöðum) og konu hans, Helgu
Sigurgeirsdóttur.
Er Björn Eysteinsson enn lífs,
hátt á níræðisaldri, hjá syni sín-
um, Lárusi í Grimstungum,
hinum dugmesta bónda.
Bjöm Eysteinsson var greind-
ur maður og fróður um margt
og annálaður fyrir kjark og á-
ræði. Hefir hann búið í mörg-
um stöðum og við misjafnan
hag. Bjó hann um tíma á Réttar-
hóli fram í óbyggðum, suðaust-
ur af Vatnsdal og lenti í margs-
konar raun, en bilaði aldrei
kjark. Síðar varð hann einn
Verð heysins var gert
samkv. fyrri áætlun — 20592
Verður þá afgangsfyr-
ir fóðurbæti ........... 608
þúsund krónur. Mun það vera
of lítið, en hvort það er á verði
heýsins eða magni og verði af-
urðanna, sem meira skakkar,
getur verið álitamál. Munurinn
er þó ekki meiri en það, að álíta
má, að áætlunin um verðmæti
heysins fyrir framleiðandann sé
ekki all fjarri lagi.
Segja má að heyið eitt gefi
ekki af sér allar afurðir búf jár-
ins, þar komi til einnig beitin,
sumar og vetur. Rétt er það að
visu, en aðeins með lieyaflanum
(auk kjarnfóðursins) er unnt að
gera beitina verðmæta, og má
þannig til sanns vegar færa, að
afurðir búfjárins séu borgun
fyrir hið aflaða fóður.
Eins og um var getið, er á-
ætlunin miðuð við fjárhagslegt
efnaðasti maður héraðsins, átti
margar jarðir og hjó í Gríms-
tungum og Orrastöðum.
Móðir Sigurgeirs þótti mikil
gæðakona.
Sigurgeir Björnsson var þegar
á unga aldri mjög fróðleiks-
fús, en var mjög lialdið til
vinnu, sem þeim systkinum
öðrum.
Hann kom sér þó i bænda-
skólann á Hólum í Hjaltadal
og var þar frá 1908—’IO. Féll
eldlegur umbótaáhugi Sigurðar
skólastjóra (síðar búnaðarmála-
stjóra) í góðan jarðveg þar sem
S. B. var. Bætti Sigurgeir mjög
við menntun sína síðar, með
allskonar lestri, keypti margt
bóka margvíslegs efnis, eftir
þvi sem hjá bændum gerist,
hafði hóksölu langa hríð, hélt
uppi lestrarfélagi i sveitinni af
miklum áhuga o. fl.
Sigurgeir vann hjá föður sín-
um fram undir þrítugs aldur, en
tók við jörðinni og reisti bú á
Orrastöðum 1914, og kvæntist
tveim árum síðar Torfhildi dótt-
ur Þorsteins Péturssonar bónda
íAusturhlið i Blöndudal og konu
hansÖnnuJóhannsdóttur, hrepp-
stjóra í Mjóvadal. Er Torfhildur
mikil myndar ko'na. Áttu þau
fjóra efnilega sonu; er sá elsti,
Þorbjörn að nafni, i Mennta-
skólanum á Akureyri, frábær
námsmaður.
SigurgeirBj örnsson var áhuga-
maður mikill um hverskonar
framkvæmdir og vís stuðnings-
máður allra framfaramála hér-
aðsins.
Hann keypti jörðina og jók
stórlega ræktun, eða um 4—5
hektara — þ. e. úr 3 ha. í 7—8
ha. — lagði 1 km. langan vagn-
veg heim fná sýsluvegi, kom upp
snotrum blómgarði við bæinn
o. fl. Búféð vildi hann og bæta
og meðferð þess, gekkst fyrir
félagsskap um það i sveitinni.
Eins og áður segir, lagði S.
B. mikinn hug á menningarmál.
Til þess má rekja, að hann beitt-
gildi jarðargróðans fyrir fram-
leiðandann. Fyrir þjóðarbúskap-
inn í heild er verðmæti hans
þeim mun meira, sem nemur
allri framfærzlu á verði afurða
búfjárins fyrir dreyfingar- og
sölukostnaði innanlands ogfyrir
því, sem lagt er fram innan-
Iands til að framleiða iðnaðar-
vörur úr afurðum búfjórins. —
Hversu þetta nemur miklu, skal
hér ekki gerð sundurliðuð á-
ætlun um, en að því öllu með-
töldu má ætla, að verðgildi bú-
fjárafurðanna fyrir þjóðarheild-
ina nálgist að fylla þriðja mil-
jónatuginn.
Að síðustu skal á það bent,
að þessi áætlun tekur ekki til
allra afurða landbúnaðarins.
Ótalið er afurðir af fuglarækt,
svínarækt, loðdýrarækt, garð-
rækt að nokkru og þau hlunn-
indi, sem með landbúnaði mega
teljast. »
H. St.
ist mjög fyrir ungmennafélags-
skap í héraðinu og var löngum
í sambandsstjórn hans og átti
mikinn þátt í að gera upp sund-
laugina á Reykjum á Reykja-
braut og halda uppi sundkenslu
fyrir héraðsbúa.
Yið sveitarstörf öll í Torfa-
lækjarhreppi var hann mjög
riðinn; löngum í hreppsnefnd,
formaður búnaðarfélags o. fl. og
gekk að öllu með elju og fórn-
fýsi.
Þá eru ótalin öll hin marg-
víslegu störf, er hann innti af
liöndum fyrir fjölda einstakra
manna, því að hann var góð-
viljaður maður og greiðvikinn
og vildi hvers manns vandræði
leysa. Hneygðist hugur hans
mjög að ýmsum félagsmálum
og hafði hann þvi frekar óhægð
í búnaði, þrátt fyrir allstórt bú.
S. B. hafði mikinn áhuga á
landsmálum, var frjálslyndur i
skoðunum og þráði umbætur,
en vildi unna öllum sannmælis,
hvers fokks sem væri og var þvi
enginn flokksofstækismaður.
Drengur var S. B. ágætur og
hvers manns hugljúfi. Var alltaf
hressing að hitta hann að máli.
því að hann bauð við fyrstu sýn
af sér góðan þokka, var mjög
hugsandi maður, drengilegur í
tali, glaður og gamansamur.
Er því enginn sá, er þekkti til,
að ekki harmi hið sviplega frá-
fall Sigurgeirs á Orrastöðum.
Jón í Stóradal.
Spánski flotinn.
Það hefir mörgum komið
undarlega fyrir sjónir, hvernig
floti Spánverja hefir hagað sér
í borgarastyrjöldinni. Það er
eins og stjórnin hafi flotann
ýmist á valdi sínu eða hann sé á
móti henni. Er því ástæða til
þess að gefa stutt yfirlit yfir
spánska flotann og stöðvar
hans.
Spánverjar eiga tvö gömul
vígskip (semi Dreadnoughts) c.
16 þús. smál. með 8.30 centim.
fallbyssum. Annað þeirra, Esp-
ana, sem áður var flaggskip
flotans, er nú í höndum upp-
reisnarmanna. Um hitt, Jaime
I. hefir ekkert heyrst, en telja
má liklegt að það fylgi sljórn-
inni. Þá eru ennfremur í flotan-
um tvö lítil beitiskip og þrjú 8
þús. smál. nýtisku beitiskip. Um
eitt þeirra, Almiraante Cervera,
er það vitað, að það er í hönd-
um uppreistnarmanna.
Þá mun nú vera nýlokið smíði
á tveimur 10 þús. smál. beiti-
skipum, með 20 cm. fallbyssum.
Eru þau smiðuð af Englending-
um og af fullkomnustu gerð og
munu þáu geta ráðið úrslitum
á sjönum. Þá eiga Spánverjar
einnig ca. 20 tundurspilla og 14
kafbáta af mismunandi aldri og
gerð.
Nú virðist langmestur hluti
flotans vera í höndum stjórnar-
innar, og er því undarlegt, að
hún skuli ekki hafa beitt her-
skipunum meira en raun hefir
á orðið. En hér kemur til greina
Til Búðardals og Stúrholts
eru fastar bílferðir alla fimtudaga frá Reykjavík, alla föstu*
daga frá Stórholti og Tjaldanesi, með viðkomustöðum sem
hér segir:
Frá Reykjavík kl. 8 Frá Stórholti kl. 7 f.h.
— Ferstiklu kl. 12.30 — Ásgarði kl. 8.30
— Svignaskarði kl. 15 — Búðardal kl. 9.30
— Hreðavatni kl. 15.20 — Brautarholti kl. 10.15
— Dalsmynni kl. 15.30 — Sauðafelli kl. 11
— Breiðabólstað kl. 16.30 — Skalllióli kl. 11.15
— Skallhóli kl. 17 — Breiðabólstað ld. 11.30
— Sauðafelli kl. 17.15 — Dalsmynni kl. 12.30
— Brautarholti kl. 18 — Hreðavatni kl. 13.30
— Búðardal kl. 18.30 — Svignaskarði kl. 14
— Ásgarði kl. 19.15 — Ferstiklu kl. 16.30
í Stórholti kl. 21 í Reykjavík kl. 20.30
Þeir, sem ekki komast að Tjaldanesi á fimtudögum vegna
veöurs, eru beönir aö snúa sér til Magnúsar Ingimundarsonar í
Bæ, þvi hann leiðbeinir fólki og gefur allar upplýsingar i sam-
bandi við bílferðirnar.
Bifreiðastöðin „HEKLA“.
Sími 1515. Lækjargötu 4. Sími 1515.
Munið að jgeyma auglýsinguna.
landslag Spánar. Strandlengjan j
er afar mikil. Fyrst og fremst
meðfram Miðjarðarhafi, og svo
að norðan, út að Biskayaflóa,
en Portúgal liggur á milli og
skiptir strandlengju Spánar í
tvennt. !
Af aðalherskipastöðvunum er
Cadiz á suðvesturströndinni í
höndum uppreisnarmanna, en
Ferrol ó norðvesturhorni lands-
ins ó valdi stjórnarinnar. Aðal-
deild flotans var í Miðjarðarhaf-
inu, en kernst ekki norður fyrir
landið, enda er sú flotadeild, ;
sem þar var fyrir, gengin i lið ;
með uppreisnarmönnum.
Á norðurströndinni eru engar ,
eiginlegar herskipahafnir, og
eru því herskip uppreisnar- i
manna i miklum vanda stödd.
t
Þessvegna hafa þau hafið hinar !
áköfu árásir á hafnarborgirnar I
Santander og San Sebastian, því
þau verða að komast í höfn, þar
sem þau geta fengið kol, olíu og
vistir.
Það er ekki hlaupið að því
fyrir stjórnina, að senda mönn-
um sínum á norður Spáni styrk
sjóleiðis, því sjóleiðin frá Bar-
celona til San Sebastian er yfir
2000 kilómetra.
Af þessu leiðir hinn einkenni-
legi glundroði, sem verið hefir í
sjóhernaðinum. Telja má vist,
að báða málsaðila skorti vopn,
því Spánverjar hafa keypt mest-
an herbúnað sinn af Frökkum
og Englendingum. Einu vopna-
verksmiðjur á Spáni, sem eru
vel útbúnar eru frönsk eign, í
borginni Oviedo á Norður-
Spáni. Hefir hún verið í hönd-
um uppreisnarmanna, en stjórn-
'in hefir eins og von er, lagt af-
armikið kapp ó að vinna borg-
ina. Má búast við því að liún
verði tekin næstu daga, en jafn-
framt má telja liklegt að upp-
reisnarmenn eyðileggi vopna-
smiðjurnar, áður en þeir gefast
upp, eða yfirgefa borgina.
Styrjöldin á landi.
Merkasti viðburðurinn í
borgarastyrjöldinni þessa viku,
er að uppreisnarmenn hafa tek-
ið borgina Badajos, sem liggur
suðvestantil í landinu, rétt við
landmæri Portúgals. Þetta kom
mjög á óvart, því til skamms
tima hefir ekki heyrst um or-
ustur á þeim slóðum. Borgin er
kastalabær með um 40 þús.
íbúa, og er talin að hafa mikla
hernaðarlega þýðingu.
Stríðið virðist mjög hafa
liarðnað upp á síðkastið, og er
nú háð með þeirri grimmd, sem
jafnan hefir tiðkast á Spáni. En
vel má vera, að fréttir þær, sem
hingað berast, um grimmdar-
verk beggja flokkanna, séu
mjög orðum auknar.
Stjórnin hefir sent her til
eyjarinanr Mallorca og virðist
hafa lagt hana undir sig að
mestu. Miklir bardagar hafa átt
sér stað á Norður-Spáni, og
þykjast báðir málsaðilar hafa
unnið sigur. Sennilega hefir
stjórninni gengið þar betur, en
fullnaðarsigur er þar ekki unn-
inn ennþá.
Síðustu fréttir.
Uppreisnarmenn tilkvnna að
þeir hafi hafið gagnsókn á eyj-
unni Mallorka, og imnið algerð-
an sigur yfir stjórnarhemum.
Vestantil geysa mxklar omstur,
og reynir norðurherinn, undir
forustu Molla, að sameinast
suðurher uppreisnarmanna und-
jr Franco. Ef þetta tekst, er
Madrid í mikilli hættu. Úrslit
em enn ekki komin í þessum
hardögum, en þeirra getur varla
orðið langt að bíða.
Verkamenn í Madrid hafa al-
mennt fengið vopn í hendur,
og hlýtur stjómin að hafa
feikna liðsfjölda á að skipa.
Enda er sagt, að hún hafi tekið
gömul vopn úr fomgripasöfn-
um til þess að fá almenningi!
Meðan þessu lieldur áfranx á
Spáni, ræða stórveldin stöðugt
um málið. Englendingar hafa.
hannað algerlega alla vopna-
flutninga til Spánar, en Frakk-
land, Italía og Þýzkaland, hafa
enn ekki komið sér sarnan.
Rikin þykjast öll vera fylgjandi
hlutleysi, en þau greinir á um
ýms atriði og á meðan selja þau
vopn og flugvélar til Spánar.
Einkum er stuðningur Frakk-
lands við spönsku stjórnina
mjög áberandi. Smáriki álfunn-
ai hafa flest Iýst yfir hlutleysi