Framsókn : bændablað - samvinnublað


Framsókn : bændablað - samvinnublað - 12.12.1936, Blaðsíða 2

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 12.12.1936, Blaðsíða 2
FRAMSOKN borga af því 10 aura verðjöfn- unargjaldið. Vera má, að menn hafi einhversstaðar fengið meira fyrir innanlandssöluna, af því að kostnaður heima fyr- ir er minni, því að kaupgjald o. fl. er hærra i Reykjavík en annarstaðar á landinu. Allt þar til í fyrra mun það hafa verið því nær undantekn- ingarlaus regla, að þeir, sem seldu kjötið á Reykjavíkur- markaðinum, fengu hærra verð fyrir það, en nokkrir aðrir bændur. Þess vegna sóttust bændur eftir að koma sauðfé sínu á þann markað, þess vegna voru menn farnir að reka fé norðan úr landi, til að slátra því hér. Ásóknin á Rvik- ur-markaðinn skapaði hættu á því, að menn færu að bjóða niður verðið hver fyrir öðrum, til að koma afurðunum sem fyrst út, og þess gerðust ýms dæmi. Þess vegna voru kjötlög- in sett. Þau áttu að halda uppi verðinu innanlands, tryggja bændum framleiðsluverð. Hvemig hefir svo þetta tek- ist? Það tókst, meðan Jón ívars- son var formaður kjötverðlags- nefndar, að tryggja bændum talsvert hærra verð á innlenda markaðinum en þeim erlenda, þó að verðið væri allt of lágt, sem ekki var hans sök. En nú eftir að hann er far- inn, tekst framkvæmdin svo- leiðis, að bændurnir, sem selja á Rvíkur-markaðinum fá stór- um lægra verð en hinir, sem flytja út. Það er með öðrum orðum fyrir forgöngu valdhafanna bú- ið að breyta bezta kjötmarkað- inum i þann versta. Verðbótin á útflutta kjötið. Menn segja nú líklega, að þetta stafi af þvi, að það sé tekið svo mikið af innlenda verðinu til að bæta upp það útlenda. Það er að visu tekið talsvert hátt gjald, eins og fyr segir, af innanlandssölunni, en það lítur út fyrir, að talsvert kurlist af þvi í kostnað við kjötverðlagsnefnd, síðan ríkis- stjórnin var svo hugulsöm við bændurna, að demba öllum kostnaði við nefndina á þá, i stað þess að upphaflega var hann greiddur úr ríkissjóði að miklu leyti. Eitt er víst, að þeir sem flytja út frosið kjöt, fá eina þrjá aura úr verðjöfnunarsjóði á kg. og það dregur þá ekki langt á götu. Fyrir meðalbónda, sem hafði 100 dilka til sölu, gerir þetta ca. 36 kr. og sannast þar, að smátt skamtar hún móðir mín smjörið. Tímamenn hafa gert mikið að því, að kalla einn búnaðar- þingsnefndarmanninn 40 aura Jón, en nú virðist svo, sem þeir mættu fara að tala um þriggja aura Pál og jafnvel þriggja aura Jón. Niðurlagsorð. Sem betur fór, hefir verð á kjötinu hækkað nokkuð er- lendis bæði 1935 og aftur nú í haust og greiðst nokkuð um sölu þess. Væri verðið allviðunanlegt, ef rikið tæki ekki bróðurhlut- ann af hækkuninni með hinni ranglátu gengisskráningu. — Verða bændur þvi að standa einhuga um kröfurnar um rétt- látt gengi. Nú hafa framleið- endur við sjóinn einróma tekið undir þá kröfu, svo þess er að vænta, að ríkisstjórnin fái ekki öllu lengur þverskallast við henni. , Aftur virðist árangur kjöt- laganna jafnvel hafa orðið nei- kvæður árið 1935. Uppbótin til þeirra, sem flytja út frosið kjöt — einir þrír aurar á kg. — er æði lítilf jörleg og jafnvel hneykslanleg, þegar litið er til þess að hún virðist eiga að vera sárabætur fyrir 30—40 aura, sem þeir eru ranglega sviftir. Hitt tekur svo út yfir allt, að verðið skuli vera enn lægra sem fæst á innlenda markaðin- um en þeim erlenda. Með öðrum orðum, að það skuli vera búið að breyta bezta kjötmarkaðinum í þann versta, fyrir heigulskap og undirlægju- hátt ríkisstjórnarinnar. I Jón Jónasson, ! P bóndi að Bessastöðum. (qj Hinn 7. júlí síðastl. lézt úr hópi hinna eldri manna í bændastétt merkisbóndinn Jón Jónasson á Bessastöðum í Fljótsdal. — Til banameins síns hafÖi hann kennt þrjú missirin síðustu, en hafÖi þó lengst af fótavist viÖ mikiÖ óhag- ræði. Fjörið, áhuginn og harkan var svo mikið, að hann trúði því vart, að veikindin væru aðvörun um að starfsdagurinn væri áð kvöldi kominn. Jón Jónasson var fæddur að Víðivöllum hinum ytri í Fljótsdal io. júlí 1868. Foreldrar hans voru Jónas bóndi á Bessastöðum Jóns- son, bónda að Víðivöllum (Einars- sonar1), Vigfússonar prests Orms- sonar á Valþjófsstað), og kona hans Bergljót Þorsteinsdóttir, bónda i Brekkugerði Jónssonar vefara, Þorsteinssonar prests að Krossi i Landeyjum. Jón ólst upp í foreldrahúsum, á Víðivöllum fyrst, en síðar og lengst af á Bessastöðum, þar til hann ár- ið 1894 réðst á vist og til smiða- náms til Halldórs bónda Benedikts- sonar að Skriðuklaustri og var jafn- framt verkstjóri á búi hans. Var hann mjög hneigður til smiða, og nam af Halldóri bæði húsasmiði, trésmiði og járnsmíði, og varð á- gætur smiður, útsjónarsamur, hag- virkur og afkastamikill. Hinn 4. september 1897 kvæntist Jón eftirlifandi ekkju sinni Onnu Jóhannsdóttur (Frimanns) og konu hans Arnbjargar Andrésdóttur Kjerúlf, bónda á Melum,- Jörgens- sonar Kjerúlf læknis á Brekku. Vorið 1899 hófu þau hjón bú- skap að Bessastöðum og bjuggu þar síðan með miklum myndarskap og höfðingslund, gagnveitul og lið- 1) Jón á Víðivöllum var af al- þýðu talinn launsonur séra Stefáns Árnasonar á Valþjófsstað. sinnandi við hvern, sem að garði bar, en þeir voru margir; einkum leituðu margir aðstoðar Jóns um smíði, en auk þess eru Bessastaðir á . krossgötum og var allt látiS í té af húsbændum, sem umfarend- ur þurftu, eins og það væri til eig- in þarfa. •—• Varð þeim 19 barna auðið, eru 5 þeirra látin, öll á ung- um aldri, en 14 eru á lífi. Við út- för Jóns gat að líta viðhöfn, sem fágæt mun vera, er 8 mannvæn- legir synir hófu lík föðursins út af heimilinu, en móðir 19 barna fylgdi, ungleg og ernleg, í hópi 6 fríðra dætra. Jón Jónsson var búhöldur góð- ur, sem raun sér meðal annars á því afreki, sem þau hjón leystu af hendi í uppeldi svo margra barna og vera þó jafnan liðsinnandi og veitandi. Búið var stórt og umsvifa- samt, heimilisönnin óþrotleg, sem nærri má geta á svo fjölmennu heimili. Eigi að síður voru bústörf- in með hinni mestu reglu, um- gengni öll snyrtileg og heimilisbrag- urinn með frábærri spekt. Verkin og ummerkin lýstu þar látlaust, en fagurlega eiginleikum og samstarfi húsráðenda. Jón á Bessastöðum var um það bil meðalmaður á vöxt, svifléttur á fæti, hvikur og stæltur í hreyf- ingum og átökum, afreksmaður til allra verka. Studdist að um hið frá- bæra vinnuafkast sívakandi áhugi, stælt orka hugar og handar, fjör og hagvirkni. Hvert verk vann hann einnig svo vel og snyrtilega, að vart varð um bætt. — Með sömu einkennum var framkoma hans öll og viðmót. — Að skaplyndi var hann glaðvær og viðmótsþýður, — hvers manns hugljúfi í allri við- kynningu. í viðræðum var hann skýr og skemmtilegur, og góðlátlega kýminn oft í sinn hóp. Hann var hinn ákjósanlegasti einkafélagi, — einn þeirra manna, sem ávalt var gott að vera með og lærdómsríkt, kunni ráð við öllum vanda 0g stóð fyrir framan um úrlausnina. Eg, sem þessar linur rita, var ná- granni, —■ svo að kalla sambýlis- maður —■ Jóns á Be'ssastöðum í 12 ár. Mér finnst, að eg hafi, a'ð öllu samtöldu, engum hugþekkari manni vandalausum kynnst um æf- ina. Hann var um öll persónuleg kynni ágætismaður og göfugmenni. —■ Þannig veit eg, að mynd hans lifir og i huga og endurminningu allra þeirra, sem höfðu náin kynni af honum. H. St. ---— ■«—BIW— ------------ Skáksamband íslands hefir fengið hingað þýskan skáksnilling, L. Engels, til að æfa télagsmenn og leiöbeina þeim. — 6. þ. m. tefldi hann fjöltefli við 28 I. og II. flokks skákmenn. Úr- slit urSu þau, aö Engels vann 13, skákir geröi 10 jafntefli en tap- aði 5. Vann hann því rúmlega 63% og er það mun minna heldur en hann hefir unnið í Þýskalandi, því þar er meðaltal vinninga hans í fjöltefli 83%. VÍSSÍSOSÍÖOOíSOeíXKiOÖOÍSOCtSOÍÍÍS! H a H AFGREIÐSLA FRAMSÓKNAR | ÍJ B | er í Mjólkurfélagshúsinu, 2. ÍJ J hæð, herbergi nr. 19. — Inn- Sj gangur frá Hafnarstræti og j; jj Tryggvagötu. — Sími 280 0. Í5 « Í SO!SOOOOO!SOOO!SOOO!SOOOÍ300;S«; írðsin ð Sveio. Árásarskrif Jónasar Jónssonar á hendur Sveini á Egilsstöðum, er hófust s. 1. vetur rneð hinni marg- umtöluðu þvælulopagrein í Tíman- um, „Lystigarður og barlóms- bumba“, munu vera ein hin ó- drengilegustu stjórnmálaskrif, er sést hafa í íslenskum blöSum. — Og síðan, í nærri ár, hefir J. J. haldið þeim árásum svo ákaft á- fram, að varla hefir allan þann tíma komið svo út tölubl. af Tím- anum, að ekki hafi hann þar helt úr skálum reiði sinnar og illyrða yfir Svein á Egilsstöðum eða beimili hans. Það er vitanlegt að tilefnið til þessara ofsókna er það, að Sveinn á Egilsstöðum er ákveðinn Bænda- flokksmiaður og hefir afdráttar- og hispurslaust haldið fram rétt- mætum kröfum bændanna í and- stöðu við, núverandi foringja Framsóknarflokksins. En x stað þess að sækja að Sveini á vett- vangi stjórnmálanna og reyna með frambærilegum rökum að hrekja þær skoðanir, er hann flytur, þá ræðst J. J. á heimili hans, í þeim tilgangi að reyna með dylgjum og svívirðingum að rífa stoðirnar undan því áliti og þeirri virðingu sem hið myndarlega heimili þeirra Egilsstaðahjóna hefir áunnið sér. Slík bardagaaÖferð er með eins- dæmum af stjórnmálaforingja, því bæði sýnir hún algerða upp- gjöf í rökræðum um hin pólitísku viðfangsefni og auk þess er hún fáheyrð að ódrengskap. Hjá öll- um sómasamlegum stjórnmála- mönnum er það talið sjálfsagt að heimili andstæðinganna séu frið- helg fyrir pólitískum árásum. J. J. hefir í þessum ofsóknum á Egils- staÖaheimiliS sýnt, atS hann þekkir ekki þessa algildu drengskapar- reglu. í þesssum skrifum sínum hefir J. J. hnoðað saman því fári af ill- yrðum um Svein á Egilsstöðum að undimm sætir. „Ættarskömm“, „verfeðrungur“, svikari“ o. fl. o. fl. eru þau málblóm er mest hefir á borið í þessum jurtagarði. Og mörgum orðum og mikilli svertu hefir verið til þess eytt að aug- lýsa heimsku Sveins og fáfræði. Það er bæði átakanlegt og skemmtilegt að lesa allan þennan illyrðavaðal. Það er átakanlegt af því að það lýsir svo takmarka- lausu lággengi stjórnmálalegs þroska, að annar stærsti flokkur landsins skuli hafa fyrir foringja þann mann er eigi hefir annað fram að bera gegn andstæðingum sínum en slíkar svívirðingar. ■— En þessar reiðirollur eru brosleg- ar aflestrar fyrir það, hve mjög J. J. fatast þar sóknin, svo að vopnin snúast í höndum hans. Hinn rauði þráÖur, sem gengur í gegnum öll þessi skrif og sá til- gangur sem þeim er ætlað að ná, er að sannfæra allan landslýð um lítilmennsku og áhrifaleysi Sveins á Fgilsstöðum. En svo ferleg eru þessi umbrot J. J. gegn Sveini og svo þungt er hann haldinn af of- sóknarsýkinni, að hann kann sér ekki hóf og augu hans lokast fyrir því, að einmitt með þessurn látlausu árásum sínum afsannar hann sj.álfur það, sem hann er að reyn^. að berja inn í aðra um ókosti lítilmennsku og áhrifaleysi Sveins á Egilsstöðum. Því hversvegna eru þessar of- sóknir hafnar? Og hví eru þær sóttar af því ofurkappi, sem raun ber vitni um? Sé Sveinn á Egils- stöðum ekki annað en „áhrifalaus verfeðrungur og ættarskömm", sýnist ástæðulaust að leggja svo mikið kapp á að ofsækja hann og úthrópa. Hér sjá allir heilvita menn hvar fiskur liggur undir steini. — Það er eþki af ástæðu- lausu, að J. J. hefir svo að segja gleymt að skamma íhaldið, síðan hann hóf herferðir sínar á Svein á Lgilsstöðum! Það er ekki af því, að Egilsstaðabóndinn sé „verfeðr- ungur“, að J. J. hefir nú í nærri hedt ár helgað honum tvöfalt meira rúm í dálkum blaða sinna en Ólaf.i Thors og öllu Kveldúlfs- liðinu, sem hingað til hefir þó verið stærsti þyrnirinn í augum J- J- — Nei, það er af öðru 0g ineira tilefni, að þessi leikur er leikinn. —• Formanni Framsókn- arílokksins er það orðið ljóst, að mjög hefur nú upp á síðkastið orðið skarð fyrir skildi í hinum pólitíska liðskosti hans. Þegar hann lítur yfir flokk sinn, fer hon- uni eins og Kol Egilssyni í Njáls- sógu, að hann sér: „að af er fót- urinn“. — Og honum dylst það ekki, að það er Bændaflokkurinn, sem fótinn ihefir tekið undan Framsóknarflokknum. — Og hann sér það þá líka, að í hópi Bændaflokksins stendur Sveinn á Egilsstöðum mjög fram- arlega að áhrifum og dugnaði. — Honum hefir orðið það ljóst, for- manni Framsóknarflokksins, að Sveinn hefir trúlega barist fyrir málefnum stéttarbræðra sinna og iyrir þá sök dregið til fylgis við ilokk-sinn álitlegan hóp af þeim mönnum, er áður trúðu á J. J. —- Og þess vegna hefir hinn grái leik- ur verið leikinn gegn Egilsstaða- heimilinu þetta ár. •—• En sá leikur he.fir þannig- tekist, að í stað þess, sem leggja átti Svein bónda að vclli í einu vetfangi, hefur barátt- an gegn honum snúist til sigurs og vaxandi álits fyrir hann. — Því þeir lesendur „Tímans“, er áður þektu Svein á Egilsstöðum aðeins sem mikilvirkan og framtakssam- an bónda, þekkja hann nú líka sem áhrifamikinn og áhugasaman stjórnmálamann. Því þeir vita það vei, l'esendur Tímans, að formaður þeirra hefur þess vegna eytt á hann svo miklu bleki og rúmi, að hann finnur að þar er á ferð andstæðing- ur, sem ástæða er að óttast, en tkki nein „ættarskömm“. Þannig hafa vopn J. J. snúist gegn honum sjálfum. Hin vaxandi áhrif Bændaflokksins og hinn mikli áhugi og dugnaður Sveins á Egilsstöðum í málefnabaráttu bændanna, hefir hlaupið svo í geðs- ínuni Jónasar og sturlað svö dóm- greind hans, að hann sér ekki það sem allir geta séð, að hin ákafa ofsókn hans er hin besta „agitati- cn“ fyrir Svein; hún sannar það, að Jónas sjálfur finnur einmitt manna gerzt, að frá Sveini má hann vænta þeirra stórviðra, er verða mun hinni fúnu stjórnmálafleytu Tímaliðsins að grandi. Jónas Jónsson og menn hans hafa oft skemmt sér við að tala og skrifa um það, að Jóni Þor- lákssyni hafi eitt sinn skeikað í

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.