Framsókn : bændablað - samvinnublað - 23.01.1937, Síða 1
Chtdmundiu* Ölaisson i Asi
13. okt. 1867 — ÍO. des. 1936.
GUÐMUNDUR í Ási var
fæddur aS GuðrúnarstöS-
um í Vatnsdal 13. okt. 1867.
Bjuggu þar þá foreldrar hans
hjónin:
Ólafur Ólafsson [b. á EiSsstöS-
um í Blöndudal, Jónssonar
b. að Steiná, Jónssonar b.
í Arnarnesi við Eyjafjörð.
Kona Ólafs á Eiðsstöðum
var Sigurbjörg Tómasdótt-
ir b. á Eiðsstöðum, Tómas-
sonar b. á Ásbj arnarst.,
Vatnsnesi. Kona Jóns á
Steiná var Margrét Bj arna-
dóttir b. á Steiná, Jónsson-
ar. Kona Tómasar á Eiðs-
st. var Ingiríður Jónsdóttir
b. á Eldjárnsstöðum, Jóns-
sonar], og kona hans.
Guðrún Guðmundsdóttir [b. og
alþm. á Guðlaugsstöðum í
Blöndudal, Arnljótssonar
hreppstjóra s. st., Illuga-
sonar b.s. st., Jóhannesson-
ar. Kona Guðm. á Guð-
laugsstöðum var Elín Arn-
ljótsdóttir hreppstj. Gunn-
steinsst. í Langadal, Árna-
sonar b. s. st., Sigurðsson-
ar b. s. st., Þodákssonar b.
í Ásgeirsbrekku. KonaArn-
ljóts á Guðlaugsst. var
Rannveig Jónsdóttir b. í
Hvammi í Vatnsdal, Páls-
sonar. Kona Arnljóts á
Gunnsteinsst. var Guðrún
Guðmundsdóttir b. í Stóra-
dal, Jónssonar b. á Skegg-
stöðum].
Guðm. í Ási ólst upp hjá for-
eldrum sínum, þar til hann
misti föður sinn, en eftir það
hjá móður sinni, unz hann fór
í Flensborgarskólann. Þaðan
útskrifaðist hann 1889. Eftir
það fór hann að Ási og kvænt-
ist 1893 Sigurlaugu Guðmunds-
dóttur bónda í Ási, Jónasson-
ar b. s. st. og k. h. Ingibjargar
Markúsdóttur. Þau voru fjór-
menningar.
Sigurlaug í Ási er hin mesta
dugnaðarkona, greind vel, ráð-
deildarsöm og búsýslukona í
bezta lagi.
Þau Guðmundur og Sigur-
laug reistu þegar bú í Ási og
bjuggu þar síðan. Eignuðust
þau þrjú börn, en misstu öll
ung. Aftur hafa þau alið upp
sjö börn að meira eða minna
leyti. Meðal þeirra eru frú
Anna Benediktsdóttir, kona
Friðriks Lúdvigs, Vesturgötu
11, Rvík; frú Ólína Benedikts-
dóttir, kona séra
Þorsteins Gíslason-
ar í Steinnesi, syst-
dóttir Guðmundar;
séra Guðmundur á
Barðji, systursonur
hans; Ásgrímur
Kristinsson bóndi í
Ási, og Valdís
V aldimarsdóttir á
Undirfelli.
Guðmundur lézt
10 des. síðastliðinn
eftir tveggja daga
legu í lungnabólgu
og fékk hægt and-
lát.
Hér á eftir fer
húskveðjan, sem
flutt var við jarð-
arför Guðmundar
af sóknarpresti
bans, sr. Þorsteini
í Steinnesi og enn-
fremur minningar-
greinar, ritaðar af
2 sýslungum Guð-
mundar og sam-
starfsmönnum um margra ára
skeið.
ylÐ, sem búum hér á landi
og annarsstaðar, þar sem
fjölbreytnin í veðráttufarinu er
jafn mikil, þekkjum hinn
milda mismun, sem er á hin-
um ýmsu tímum og einstöku
dögum í því tilliti. Sumir eru
blíðir og mddir, eins og hlýir
og bjartir sólskinsdagar vors-
ins. Þeir laða okkur út í nátt-
úruna, og hinn fjölbreytilegi
gróandi hennar og þýður vind-
blærinn syngur indæl Ijóð í
eyru okkar um dýrð guðs og
gæzku, um fegurð lífsins og
gleði þess. En svona dagar eru
ekki nema tiltölulega fáir. Aðr-
ir eru þeim næsta ólíkir, eins
og hinir dimmu skammdegis-
dagar vetrarins. Kuldinn og
frostið herða þá tökin, og hregg
og hríðar þrengja þá oft að okk-
ur á ýmsa vegu. Náttúran sjálf
stynur þá öll í klakaviðjum
þessarar köldu árstíðar. Hvílík-
ur munur er á þessum dögum
og á indælu vordögunum, og
hversu miklu erfiðara finnst
ekki mörgum þá, að greina
merki guðs máttar, gæzku og
vísdóms í náttúrunni. En þó er
það vafasamt, hvort nokkur
árstími getur kennt okkur
meira um guð en veturinn. Hin
heiðríku kvöld hans með tindr-
andi stjarnamergðinni, með
hinum bragandi norðurljósum
og fjarlægum vetrarbrautum
sýna okkur ef td vill betur en
nokkuS annað tign guðs, mátt
hans og óendanleik. Og margir
hafa orðið hrifnir og fullir
lotningar gagnvart honum á
slíkum stundum. Sannleikur-
inn er sá, að hver árstíminn,
hver dagurinn með sínum mis-
munandi blæbrigðum, vitnar
kröftuglega, hver á sinn hátt,
um dýrð guðs.
En lífið sjálft á líka sinn
fjölbreytileik, ekki síður en
veðráttan hjá okkur og hinar
ólíku árstíðir. Þar skiptast líka
svo oft á gleði og sorg, með-
læti og þungbær reynsla. Yið
fáum að njóta margra gleði-
stunda í samvistum við ástvini
okkar, og þær stundir líkjast
indælu vordögunum, þegar
bjart er yfir og fagurt um að
litast. En svo komu skuggarn-
ir, þeir tímar, þeg-
ar sorgirnar og á-
hyg'gjurnar knýja á
dyrnar hjá okkur.
Þær sorgir finnast
okkur þyngstar og
sárastar, þegar við
verðum að sjá á
balc þeim, sem eru
okkur nátengdastir
og kærastir og
kveðja þá í dauð-
mum. Ef til vill
má segja, að sökn-
uður okkar og
harmur sé oft og
einatt þyngri fyrir
það, alð við litum
þetta ekki í fylli-
lega réttu Ijósi, en
þó trú okkar og
vissa sé örugg um
það, að látinn lifir
og að þeim, sem
vandað hafa líf sitt
bíði sælla og dýrð-
legra hlutskipti, þá
er samt aldrei
nema eðlilegt, að
við söknum þeirra sárt og
hörmum burtför þeirra, sem
hafa verið okkur svo mikils
virði með lífi sínu og samvist-
um. —■
Við komum hingað í þetta
sinn, vinir mínir, í mesta
skammdeginu, þegar sólin er
lægst á lofti og þegar harð-
viðri vetrarins spenna greipar
sínar um allt í náttúrunni um-
hverfis okkur. Þessar ytri að-
stæður setja sinn svip á þenn-
an dag og valda því meðal
annars, að hér eru nú staddir
æði mildu færri menn en ann-
ars mundi verið hafa. En þó
er það annað, sem orkar meiru
í þá átt, að gera dimmt og dap-
urlegt í hugum okkar nú. Við
komum ekki hingað í þetta
sinn til þess að gleðjast, eins
og svo oft áður, heldur til þess
að kveðja einn hinn merkasta
mann þessa byggðarlags fyrir
flestra hluta sakir og einn hinn
bezta vin margra, bæði fjær og
nær. Hin hlýja vinarhönd hans
er nú kólnuð, hið trygglynda
hjarta hans hætt að slá og hans
hreina göfuga sál horfin að
sýnilegri návist. Þetta veldur
okkur, sem hann hafði gert
svo mikið og margvíslegt fyrir
og sem þekktum bezt grand-
varleik hans og göfuglyndi,
það veldur okkur harms og
saknaðar. Og ég veit fyrir vísf,
að það hafa verið margir fleiri
en vandamenn Guðmundar í
Ási, sem fundu til þessa
sama, er þeir fregnuðu hið
óvænta lát hans. Með sinni al-
veg óvenjulega prúðu og góð-
mannlegu framkomu í hverju
sem var, eignaðist hann áreið-
anlega mikið rúm í hjörtum
flestra þeirra, sem kynntust
honum eittlivað. Hann var
nú orðinn hniginn að aldri
og langur og farsæll starfs-
dagur var að baki, en okk-
ur virtist þó ekld aldurinn
ná neinum verulegum tökum á
honum, og við vonuSum að
honum yrði lengra lífs auðið
og við mættum enn um hríð
gleðjast af návist hans. Þess
vegna finnst okkur nú svo mik-
ið skarð fyrir skildi við fráfall
hans. Þessvegna finnst okkur
nú svo tómlegt hér á heimil-
inu hans, þar sem hann hafði
með ágætum skipað sæti und-
anfarna áratugi. Og þess vegna
finnst okkur, að þessi fallega
sveit hafi misst nokkuð af svip
sínum, þegar Guðmundur í Ási
er ekki lengur til þess að gera
garðinn frægan.
Við vinir Guðmundar höfum
margs að minnast við kistu
lians hér á þessu heimili. Hing-
að hafði hann komið ungur
maður, rúmlega tvítugur, og
hér hafði hann verið alla tíð
síðan. Einungis nokkuð á
þriðja ár vantaði til þess, að
hann hefði verið hér hálfa öld.
Og lengst af þessum tíma, eða
í full 42 ár liafði hann búið
hér því raunsar- og myndar-
búi, sem við öll þekkjum.
Búskapur hans stóð jafnan
föstum fótum og var grund-
vallaSur á fyrirhyggju og dugn-