Framsókn : bændablað - samvinnublað - 23.01.1937, Side 3

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 23.01.1937, Side 3
FRAMSOKN G. Ól. var sá gæfumaður, að fullveldi landsins var viður- kennt i hans þingmennskutíð; mætti hann einn fyrir Hún- vetninga á sambandslagaþing- inu 1918. Ekki skal þvi þó hald- ið fram, að hann hafi átt for- göngu að þeirri langþráðu lausn fullveldisdeilunnar, sem þá fékst, en hitt er víst, að hann studdi af heilum hug þá, er að henni unni mest, og átti sinn þátt i henni. Þegar Guðm. kom á þing, höfðu bændurnir á þingi, flest- ir eða allir, haft félagssamtök í tvö ár, er þeir nefndu fyrst Alþýðuflokk, en síðar Bænda- flokk, til að bera sig saman um landbúnaðarmál. Þetta var þó ekki alger landsmálaflokkur, þvi að hver maður var jafn- framt í öðrum flokki, Heima- stjórnar eða Sjálfstæðisflokkn- um, og þau flokksböndin voru þá sterkari en Bændaflokkur- inn. Guðm. var i Sjálfstæðisfl., en gekk, óðara er á þing kom, jafnframt i þenna félagsskap bændanna. Reynslan sýndi, að þetta fyr- irkomulag, að skipta sér milli tveggja flokka, gat ekki þrif- ist. Flokkarnir toguðu í á víxl. Menn urðu þvi að ákveða, í hvorum flokknum þeir vildu vera, og segja skilið við hinn. Ni'ðurstaðan varð, að Heima- stjórnarbændurnir - fóru úr Bændaflokknum, en Sjálfstæð- isbændurnir fóru aftur úr þeim flokki, og skipuðu einir Bænda- flokkinn. Á þinginu 1915 var hinn nýi flokkur orðinn full- komlega óháður landsmálafl., er gaf út sérstaka stefnuskrá. Formaður Bændafl. var Ólaf- ur Briem, faðir sr. Þorstcins, form. núv. Bændafl. í flokkn- um voru 7 þingmenn. Yeturinn 1915—16 gekkst Gestur Einarsson á Hæli og Á- gúst í Birtingaholti o. fl., fyrir nýjum stjórnmálasamtökum bænda, er þeir nefndu „Óháða bændur“. Studdi Jónas Jónsson að þessum samtökum. Við kosningarnar 1916 komu óháð- ir bændur að 3 þm., en Bænda- flokkurinn 5 þm. Var Guðm. í Ási einn þeirra. Þessir flokkar sameinuðust Framh. II. Heppilegasti jarðvegur fyrir sykurrófur er næringarríkur og dálítið sendinn moldarjarð- vegur, eins og víða er i tún- um hér á landi. Betra er að jarðvegurinn sé fremur þurr, þvi þá er hann hlýrri og ekki súr. Garðurinn þarf að vera á sólrikum stað móti suðri eða suðvestri og helzt í góðu skjóli. Ekki dr nauðsynlegt að garð- inum lialli nema litið eitt, sízt ef vel er framræst. Áriðandi er að vinnsla garðsins fari svo snemma fram að vorinu, sem liægt er fyrir klaka. Það leng- svo, er á þing kom, og stofn- uðu Framsóknarflokkinn, sem var þvi samruni tveggja bændaflokka, og átti að helga starf sitt landbúnaðarmálum. Formaður flokksins varð Ólaf- ur Briem. Flokknum bættist brátt ötull liðsmaður, þar sem var Tryggvi Þórhallsson. Með þessu var mikið unnið fyrir landbúnaðinn, þar sem sérstakur flokkur var stofnað- ur til að beitast fyrir málum hans, enda sýndi það sig, að nú var þörfum hans sint meir en nokkuru sinni fyr af Al- þingi. Má þar margt til nefna, svo sem stóraukin framlög til Búnaðarfél. Islands, Jarðrækt- arlögin 1923, Búnaðarbankann og stórfeldar verklegar fram- kvæmdir i sveitum, sem þessi flokkssamtök bænda áttu mik- inn þátt i öllu saman. Þetta var allt að skapi Guð- mundar i Ási. Hitt var ekki að skapi hans, að ýmsir áhrifamenn flokksins fóru hin seinni þingár hans meira að gefa sig að Reykja- víkur-málum, og láta ýmislegt annað marka afstöðu sína fullt svo mikið sem landbúnaðar- mál, og er meiri hluti flokksins gekk öðrum flokki á hönd, haustið 1933, sagði Guðm. skil- ið við hann með öllu og gekk i Bændaflokkinn nýja. Hann gat með fyllsta rétti sagt með Tr. Þ.: „Eg get ekki átt annarstaðar heima en í bændaflokki.“ Guðm. var vitanlega framar öllu þingmaður héraðsins. í kosningahriðunum hér heima, var þvi þó á stundum lætt út, að hann beittist ekki svo fyrir málum þess, sem þörf væri á og væri ekki nógu atkvæða- mikill. Er nú bezt, a<5 láta reynsluna skera úr um það, hvað gert hafi verið í Austurliúnavatns- sýslu að framkvæmdum fyrir ríkisfé i þingmennskutíð hans. Þegar G. Ól. varð þm. var akbrautin frá Blönduósi kom- in fram fyrir Giljá. Auk þess var vagnfært upp Langadal að Geitaskarði, eða svo, en veg- urinn mjög úr sér genginn. Þá ir vaxtartímann. Oft er liægt að j>æla eða plægja garðinn fyrstu dagana í maí, ef góð er tið. Sé um lítinn garð að ræða, mætti auðvitað sá fyrst í vermi- reit og planta svo út, eins og gert er með gulrófur. Þessi að- ferð lengir vaxtartímann all- verulega, en hún er of seinleg og vinnufrek þar, sem um ræktun í stórum stíl er að ræða. Plönturnar eru þá sett- ar i raðir þannig, að um 47 cm. mil sé á milli raða, og um 24 cm. bil á milli plantna í röð- unum. Þetta er nauðsynlegt til þess, að plantan geti breitt nægilega úr blöðunum, þá voru aðeins brýr á Blöndu og Laxá á Húnvetningabraut. Sími lá aðeins þvert yfir hér- aðið, með tveim símastöðvum. 'Njú eru komnar brýr á Hnausakvísl, Auðólfsstaðaá, Svartá, Laxá ytri og Laxá hjá Svínavatni, auk ýmsra smá- brúa. Þjóðvegurinn fram í Vatns- dalshóla og fram að Bólstaðar- lilíð hefir verið fullgerður, og vagnfærir sýsluvegir eru fram i Vatnsdalsbotn, fram í Svína- dal og Blöndudal vestan Blöndu og austan, lengst fram í Svartárdal og norður alla Skagaströndina að Króksbjargi. Sýsluvegirnir frá Blönduósi út i Skagastrandarkauptún og fram að Svínavatni og fram að Undirfelli eru orðnir að þjóðvegum. Landssímalínur hafa verið lagðar frá Blönduósi til Kálfs- hamarsvíkur, fram Langadal að Bólstaðarlilið og vestur um Svinavatnshepp og fram um Vatnsdal. Auk þess var ákveð- in landsímalína fram Svartár- dal lögð sem einkasími, og einkasími fremst fram i Blöndudal og um Vhtnsdal. I stað 2 símastöðva, eru nú 22 í héraðinu og einkasími á 50 bæjum. Auk þessa hafa verið lögákveðnar linur að Reykjum, Kirkjuskarði og Höfnum, og brýr á Blöndu hjá Löngumýri og Vatnsdalsá á Hornfljóti. Þá var bryggjan norðan við Blönduós lengd stórkostlega og gerð upp og sett lög um hafn- argerð á Skagaströnd. Þetta, sem nú hefir verið tal- ið, eru ekki smáræðisfram- kvæmdir á tæpum 20 árum, í einu litlu héraði með rúmlega 2000 íbúa, og þó er ótalin hin stórfelda ræktun og húsagerð, sem framkvæmd hefir verið á þessu tímabili, og rót sín á að rekja til jarðræktarlaganna, sem sett vóru á þessum árum. Vitanlega dettur engum í hug að eigna Guðm. i Ási einum þessar framkvæmdir, þvi fer fjarri. Skal alls ekki dregið úr þátttöku samþingismanna hans meðan sýslan öll var eitt kjör- dæmi. Þá skal og játað, að um sýsluvegina hefir sýslunefndin haft aðalforgöngu, en hæði er njóta þau betur sólarinnar, en sólarljósið er frumskilyrði fyr- ir því, að rófan geti unnið kol- sýruna úr loftinu og breytt henni í sykur. Sé um stóran sykurrófnaakur að ræða, er bezt að sá fræinu i raðir út í akurinn svo snemma sem mögulegt er að vorinu. Er þá haft 47 cm. bil á milli raða, sem áður er sagt. Síðar eru svo plönturnar grisjaðar, þann- ig, að um 24 cm. bil verði milli plantna í röðunum. Óhætt er að sá fræinu, þótt jörð sé ekki alveg klakalaus, ef orðið er djúpt á honum, svo að hann kæli ekki yfirborð moldarinnar til muna (t. d. 30 cm. djúpt eða meira), einkum ef jarðvegurinn er þur. Ekki er mjög hætt við að næturfrost drepi plönturnar, þótt snemma sé sáð, þvi bæði er það, að þær koma ekki upp fyrr en eftir það, að G. Ól. átti sæti i henni og studdi manna bezt fyrstu vegina, og svo hitt, að með breyting á sýsluvegasjóðslögun- um, er hann kom á 1927, komst fyrst verulegur skriður á sýslu- vegina. Sama er að segja um einkasímana; með lögum um þá er G. Ól. var flutningsm. að, var þeim hrundið af stað. Því verður ekki neitað, að G. Ól. hefir, beint og óbeint, ver- ið riðinn við allar þessar fram- kvæmdir, og barizt fyrir þeim sem þingmaður. Guðm. í Ási vann sér traust og vinsældir á Alþingi, bæði flokksmanna og andstæðinga. Hann átti alltaf sæti i Efri deild og a‘ð jafnaði í landbún- aðarnefnd, oftast líka i fjár- veitinganefnd eða fjárhags- nefnd, auk ýmsra annara nefnda. í fullveldisnefndinni 1918 átti liann og sæti, og í stjórnarskránefnd. Forseti efri deildar var hann frá 1928—33 og var því einn af þrem þing- forsetum á Þúsund ára hátíð Alþingis 1930, og flutti þar ræðu fyrir þingsins hönd. Er hann fyrsti bóndi, sem kosinn hefir verið forseti í Efri deild, en í Neðri deild og Sameinuðu þingi höfðu bæði Jón á Gaut- löndum og Ólafur Briem ver- ið forsetar áður fyrr. Guðm. í Ási var enginn mál- rófsmaður og var ekki lagið að óytja langar ræður, en gat verið mjög gagnorður og bein- skeyttur. Fyndni hans var og alkunn. Hann var mjög frið- samur og óáleitinn maður. Heima í héraði slapp hann því undravel við harðar deil- ur, og milli hans og aðalkeppi- nauts hans um þingsæti, var jafnan besti kunningsskapur. G. Ól. lét sveitamál og sveita- stjórnar til sín taka; átti frum- kvæði að leynilegri atkvæða- greiðslu til sveitastjórna, tók milcinn þátt í útsvarslöggjöf- inni o. fl. Hann var landbún- aðarmaður í húð og hár, og studdi mál landbúnaðarins af fremsta megni. Fyrir sitt hér- að var hann farsæll þingmað- ur, svo sem áður er sýnt. Hann var mjög laginn að koma fram málum á Alþingi. Kom hann 10—15 daga frá sáningu, og svo þola þær frost mun 'betur en t. d. kartöflur. Hæfilegt mun að liafa um 1 cm. mold- arlag ofan á fræinu þegar sáð er. •—- Sá kostur er við það, að sá í raðir, að þá er hægra að út- rýma illgresinu með arfaplógi (raðhreinsara). Það er mjög áríðandi, að verja akurinn fyr- ir öllu illgresi, frá því að sáð er og þar til blöð sykurrófn- anna hylja alveg moldina, en eftir það þrífst ekki illgresið til skaða. Bezt er að nota arfa- plóg á stórum ökrum, en arfa- sköfu þar, sem sáð er í litla garða. Um áburðarþörf sykurrófna er það að segja, að þær þurfa alhliða áburð (þ. e. áburð með köfnunarefni, kalí og fosfór- sýru), en sérstaklega þurfa þær mikið af kalí, eins og allar RÆKTUN NYTJAPLANTNA. Eftir Jón N. Jónasson kennara. viðsíöðulitið fram flestum mál- um, sem hann beittist fyrir. Ollu þvi fyrst og fremst vin- sældir hans, og svo hitt, að hann bar aldrei fram annað en góð og heilbrigð mál. Mér virtist blátt áfram öll- um samdeildarmönnum þykja vænt um GuSmund, vegna mannkosta hans og góðgirni. Guðm. í Ási var ákveðinn flokksmaður, en vildi þó jafn- an ráða sér sjálfur. Hann sýndi það oft, að hann hafði fullt þrek og nógan drengskap, til að greiða atkvæði með málum andstæðinga, ef hann taldi þau hafa rétt á sér. Hann snerist og gegn fiokksmönnum, er honum þótti nauðsyn til. Eg heyrði mjög rómaða fram komu lians, eitt sinn, er ráðrik- ur flokksmaður heimtaði af honum skilyrðislaust fylgi við mál, er hann lagði árum sam- an ofurkapp á að koma fram, en Guðm. var andstætt. Rak svo langt, að haft var í hótun- um, en Guðjm. stóð þá upp, kvaðst ekkert upp á manninn kominn, en nú sæi hann fyrst, live málið væri illt, er slíku þyrfli að beita, og' að hann kysi ekki lengri setu á þingi, en þrek entist til að greiða atkv. eftir eigin sannfæring. — Með þessu var þvi tali lokið. Guðm. í Ási var sannur og myndarlegur húnvetnskur hóndi, eins og þeir gerast bezt, og gott sýnishorn af þeim. Hann var friður maður sýn- um, snyrtimaður i klæðaburði, búhöldur í bezta lagi, en þó laus við alla aurahyggju, unni öllum sanngirni, andstæðing- um sem fylgismönnum, mann- kostamaður og' trölltryggur, með fölskvalausa löngun til að vinna þjóð sinni gagn, og þó einkum landbúnaðinum og héraði sínu. Eg vil svo ljúka þessum minningarorðum með þeirri ósk, að Húnvetningar ættu alt- af sem flesta bændur, er líkt- ust Guðm. í Ási að drengskap og búsýslu, og aldrei færi með umboð þeirra maður með minni hyggindum, er i hag koma né verri hvötum en hann. Jón í Stóradal. píöntur, sem vinna mikla kol- sýru úr loftinu. Sauðatað er bezti búpenings- áburðurinn fyrir þær; það er bæði auðleystur áburður, rík- ur af kalí og' fremur hlýr. Kúa- mykja er ekki eins góð. Hún er bæði torleystari og kaldari áburður. Hrossatað er að vísu bæði lilýr áburður, auðleystur og efnaríkur, og að því leyti góður, en með þvi flyzt oft milc- ill arfi i garða og er það stór galli. Af tilbúnum áburði er kalíáburður nauðsynlegur og eins nitrophoska. Um áburðar- magnið er ekki svo gott að gefa algildar reglur. Áburðarþörfin fer svo mikið eftir ástandi jarðvegsins á hverjum stað. Það eitt er víst, að bezt er að nota bæði búfjárábnrð og til- búinn áburð samhliða. Reyn- andi væri að hafa áburðar- magnið eitthvað á þessa leið,

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.