Framsókn : bændablað - samvinnublað - 03.04.1937, Blaðsíða 1

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 03.04.1937, Blaðsíða 1
Samvinnulögm. Einar Árnason flytur frv. uni breytingu á samvinnulögunum. Aðalbreytingin er sú að feld er niður sameiginlega ábyrgðin lijá kaupfélöjgunum. Það er með öðrum orðum ekki lengur skylda, ef frv. nær fram að ganga, að félagsmennirnir séu í ötakmarkaðri samábyrgð fyrir öllum skuldbindingum félags- iíis til þess að það njóti hlunn- inda þeirra er samvinnulögin veita. Það er jafnvel eftir frv. ciiki skylda að vera í nokkuni samábyrgð, heldur á hver fé- lagsmaður að ábyrgjast allt að ákveðinni fjárhæð fyrir félagið, hver fyrir sig. Um það segir svo í 2. gr. frv.: „Ábyrgð hvers félagsmanns í félögum, sem ræðir um í 2. gr. J. tölulið (kaupfélög), má ekki vera minni en 300 kr., auk inn- stæðu hans í stofnsjóði. Þó má í félögum, sem eingöngu selja gegn staðgreiðslu, takmarka á- byrgð félagsmanns við stofn- sjóðsinnstæðu hans, enda skal þá leggja helming af úthlutuð- um tekjuafgangi við stofn- sjóðsinnstæðu hans, umfram stofnsjóðstillag skv. 26. gr., unz innstæðan nemur 300 kr.“ I frv. eru nokkur fleiri smærri ákvæði svo sem um sameiningu tveggja félaga í eitt félagaslit o. fl. Ótakmarkaða samábyrgðin i kaupfélögunum hefir verið injög mikið ágreiningsefni í fé- lögunum og dregið úr þroska þeirra og er óneitanlega hættu- leg á þessum viðsjálu tímum. Það er því mjög gleðilegt að þetta frv. er komið fram og er sennilega ætlað að ná samþykki þar sem einn virðulegasti mað- ur stjórnarliðsins er flutnings- maður. Frumvarpið er nýr vottur þess að góð og rétt mál hljóta alltaf að sigra um síðir, ef þeirti er haldið fram með fullri festu og réttum rökum. Frumvarpið er ný sönnun þess, hvílíkt gagn hændum landsins má vera að því að eiga á þingi sinn eigin óháða flokk þó lítill sé, eins og Bændaflokk- urínn, ef hann aðeins reynir af fylsta trúnaði og festu að þoka áfram málum landbúnaðarins, þó að við ofurefli sé að etja, skilningsleysi og hatur stjórnar- valdanna, sem setja öllu ofar að leyna að berja niður og drepa hinn liíla vísi að flokkssamtök- um bændanna íslenzku. Frumvarp líks efnis hefir Ilannes Jónsson flutt tvisvar á undanförnum þingum, en stjórnarliðið hefir ekki virt það viðlits. Frjálslyndið, á nú ekki meira en það upp á pallborðið hjá stjórnarliðinu, að hvað gott mál, sem andstæðingarnir flytja, þá drepa þeir það kalt og rólega, einkum ráðamenn Tímamanna. Þeir drápu nýbýlafrv. Bænda- flokksins 1934, en urðu svo sjálfir á næsta þingi á eftir að koma með nýbýlafrv. Þeir drápu 1934 till. Bænda- fiokksmanna um framlag til- kjötverðjöfnunarsjóðs, en urðu svo sjálfir að flytja sömu tillögu 3 mánuðum síðar. Þeir drápu þing eftir þing til- lögur Bændaflokksins um aukin framlög til safngryfja, votheys- tófta, framræslu o. s. frv., en urðu svo sjálfir síðar að koma með tillögur um það sama, en höfðu þær svo óverulegar, að að litlu gagni koma. Þeir hafa ár eftir ár þagað í bel frv. Bændaflokksins um i éttláta gengisskráningu,. en bafa nú orðið á flokksþingi sínu að lýsa yfir, framan í sínu fólki, að gengi peninganna eigi að skrá á sama hátt og frv. lagði til. . . Þeir hafa undanfarið fellt frv. Bændaflokksins um takmörkun sameiginlegu ábyrgðarinnar hjá kaupfélögunum, en hafa nú sjálfir orðið að flytja frv. sem afnemur hana með öllu. Vonandi fer það svona um öll mál Bændaflokksins eins og þetta, að þau sigra um síðir. En tónninn hjá stjórnarliðinu sem lýsir sér i þessari fram- komu, að drepa allt fyrir and- stæðingunum, á ekki að þolast. íslenzka þjóðin verður að hrista af sér slíka karla. Þá hugsun má ekki festa í þjóðfélaginu, að andstæðingar valdhafanna séu réttlausir og að hér sé hættulegt að hugsa, að frjáls hugsun eigi ekki rétt á sér. Slíkt lilýtur að leiða af sér spilling og er jafnvel farið að örla á slíku. Fjöldi manna þorir ekki að halda á lofti skoðunum, sem fara í bága við vilja vald- hafanna, af ótta við að verða eitthvað fyrir barðinu á þeim, beint eða óbeint. Tímamenn hafa á þessu kjör- tímabili fátt gert sér til ágætis, þeir hafa verið algerlega háðir öðrum flokki, sem hefir allt önnur áhugamál en umbjóðend- ur Tímamanna, bændurnir. Þeir hafa þó gert allra flokka mest til að drepa niður frjálsa hugs- un í landinu. Hið skársta, sem þeir hafa gert, er þegar þeir fyrir þunga almenningsálitsins hafa hnupl- að máluin Bændaflokksins eftir að hann hefir rutt'þeim braut, og reynt að eigna sér þau og koma þeim fram, oftast þó eitt- livað skemmdum. Þetta er tvímælalaust skársta verk Tímamanna. En hve lengi lifir sá flokkur, sem hefir það helzt sér til á- gætis, að stela málum frá öðr- um flokki? Bókarfregn. Grettis saga Ásmundarsonar, Bandamanna saga, Odds þáttr . Ófeigssonar. Guðni Jónsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag. Reykjavik. 1936. Bók þessi kom út í haust. Er hún VII. bindi „íslenzkra forn- rita“. Allur búningur þessarar bókar er með sama hætti og þeirra bóka, er félagið hefir áð- ur gefið út. Frágangur er einkar snyrtilegur, letur stórt og greini- legt, lesmálið tekið eftir sem beztum heimildum handrita, skýringargreinir rækilegar neð- anmáls um torugæt orð, er fyrir koma, örnefni og menn, og jafnan skírskotað til, hvar hvers manns sé annars staðar getið; ennfremur eru skýringar um forna háttu, trú og venjur, samanburður við aðrar sögur, forn lög, um tímatal og hvað annað, er menn vilja getuin að leiða og sem gerst vita. — Þessi háttur útgáfunnar hentar mjög vel, er hagkvæmur og skemmti- legur og til ins mesta fróðleiks, þeim er bækurnar lesa. Er hann mjög inn samí sem sá,er hafður hefir verið á inum góðfrægu út- gáfum íslenzkra fornrita, sem kenndar eru við Ilalle í Þýzka- landi, þar sem þær bækur hafa verið prentaðar og um hafa fjallað margir af kunnustu vís- indamönnum þesskonar fræða í germönskum löndum. Formálar eru langir og skil- merkilegir fyrir öllum þessum bókum. Er þar dreginn saman mjög mikill fróðleikur um hverja sögu að þvi er við kemur uppruna hennar, einkennum, handritum og samanburði við aðrar sögur, svo og um fyrri út- gáfur og margt fleira. Það, sem hér er á drepið, á allt við um þessa útgáfu Grettis sögu og rita þeirra, er henni fylgja. Útgefandinn Guðni Jóns- son magister hefir séð um úí- gáfu ýmissa fornrita, samið og prenta látið allstóra ættartölu- bók: Bergsætt, einkarvandlega samda og snoturlega frágengna, og auk þess ritað fjölda rit- gerða, mest um íslenzk fræði, í blöð og timarit. Einna minnis- stæðust mun mörgum ritsmíð hans um Gauk Trandilsson, þar sem fram er dregið allt það, er menn vitu um fornhetju þessa, og sett saman með skarpskyggni og skáldlegri íþrótt. Enn hefir hann samið mikla ritgerð um Landnúmabók; er sú ritsmíð ger af mikilli rannsókn og athug- un. Má af þessu vita, að enginn viðvaningur liefir tekizt á hend- ur að ganga frá Grettis sögu til prentunar, enda ber útgáfan því öruggt vitni. Bókin hefst með miklum for- mála á þá leið, sem fyrr var getið, og mætti hann sérstakur vera heil bók fyrir sig; er hann nær hundrað blaðsíður. Þar er fyrst rannsökuð sú spurning: „Er Grettis saga ein lieild ,‘ — Utgefandi er eindregið þeirrar skoðunar, að svo sé. Sagan sé eins manns verlc frá uppliafi til enda að meðtöldum Spesar- þætti, sem allmiklir grunir hafa verið á dregnir að vera mundi „síðari tíma viðbót“. — í öðr- um kafla rannsakar útg'., að hverju leyti sagan styðjist við ritaðar heimildir. Eru nokkurar sögur nefndar í sögunni sjálfri, sem höfundur hennar skírskot- ar til, en þó liefir hann lang- mest stuðst við Landnámabók og eru leidd óræk rök að þvi, að það er Sturlubók (Landnárna- bók Sturlu lögmanns Þórðar- sonar), sem böfundurinn hefir verið næsta kunnugur, en alls eigi hók Styrmis fróða, sem Haulcur lögmaður liafði til lilið- Frh. á 3. síðu. Neyðaróp Eysíeins. Y‘ið útvarpsumræðurnar um Kveldúlfsmálið vakti það mikla athygli, þegar Eysteinn fjár- málaráðherra fór í síðustu ræð- um sínum að bera upp kvein- síafi sína fyrir alþjóð út af hin- um alvarlegu kosningahorfum stjórnarliðsins. Fórust honum svo orð: að engar líkur væru (þvi miður) til að Socialistarnir fengju ein- ii meiri hluta, það væri þvert a móti alveg útilokað. Þeir mættu því ekki slíta samstarfi við Tímamenn. Eina vonin væri, að þeir gætu haldið sömu sveitakjördæmum og nú. Við síðustu kosningar hefði það staðið afar tæpt, að þeir næðu þeim og enn væri það eins, að það mætti engu muna, að Tíma- menn gætu haldið kjördæmun- um. Stór hætta væri á að Bændaflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn ynni eitthvað af þeim, og þá væri úti um stjórn- ina. Socialistarnir mættu því ekki með nokkuru móti shta samstarfinu við Tímamenn um kosningarnar. Þetta neyðaróp rak ráðherr- ann upp hvað eftir annað. Sýnir þetta meir en ráðherr- ann vildi. Fyrst það, að hann er hræddur við kosningamar. Hann þorir ekki að flokkur lians berjist einn og óháður, heldur grátbiður Sócialistana um samstarf og þá um leið Kommúnista, sem komnir eru í samflot með Sósunum, síðan þeir tóku upp þeirra starfsskrá. Neyðarópið sýnir meira. Það sýnir að hann er ekki hræddur við, að Sjálfstæðismenn fái ein- ir meirihluta, enda er það alveg útilokað. Það er úrslitavald Bændaflokksins, sem hann ótt- ast mest af öllu. Það skaust þarna upp hjá Ey- steini í angist hans, að hann veit að Bændaflokkurinn er, eins og einn samherji lians, Jón i Deild- artungu, sagði á Búnaðarþingi, „vaxandi flokkur. sem á fram- tíðina“. Stingur þetta nokliuð í stúf við það, sem J. J. er alltaf að reyna að berja inn í sína menn, að Bændafl. sé fylgislaus, eða búinn að vera. Á alvörustund- unum finst Tímamönnum ann- að. Þá finna þeir sannleiksþung-

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.