Framsókn : bændablað - samvinnublað - 18.06.1938, Síða 2

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 18.06.1938, Síða 2
FRAMSÓKN Vikurhús. Eftir Jóhann Fp. Kristjánsson, Eg vil verða við beiðni Fram- sóknar um að láta i Ijós skoðun mína á veggjagerð ibúðarhúsa úr vikur-sementssteypu. Það er góð tilhugsun að eiga í vændum að geta gert sér góð liús úr eld- fjallaöskunni. Eldgosin eru ógnandi og eyðandi; þau hafa valdið hallæri og lagt i auðn byggðir og bú. — Væri þvi ekki nema sanngjarnt að vér fengjum einhver not af þeim. Það mætti ske ef vikur og brunahraun reyndust bygging- arefni öðrum betri, enda hvor- tveggja verið talsvert notað. Efni þessi eru létt og hlutfalls- lega traust og þola mæta vel áhrif lofts og lagar og eru í bezta lagi eldtraust, enda hafa þau staðist mikinn „hreinsunar- eld“ og eru því laus við öll rotn- unarefni. Erlendis hefir vikur verið not- að um langt skeið i veggi til skjóls og einangrunar fyrir hljóði. T. d. voru sements- steyptir vikursteinar fluttir frá Þýzkalandi til Osló árið 1912 til þess að hlaða úr skilrúm i fæð- ingarstofnun ríkisins sem þar var gerð sem sérdeild í ríkisspít- alanum. Ekki er mér kunnugt, hversu óliljóðbær skilrúm þessi hafa reynst. Og nú í seinni tíð kvað vera farið að gera tvílyft hús í Stokkhólmi hlaðin úr vik- ursteinum. Meira að segja eru notaðir vikursteinareitir iá milli járna i steinsteypt loft. Vér íslendingar erum því ekki upphafsmenn að vikurhúsagerð en vonandi er að vér verðum ins og batnandi hagur bænda, er af þvi kann að leiða, er á engan hátt að þakka aðgerðum rikis- valdsins eða stjórnarflokkanna. Það er aðeins að þakka hækk- andi verði erlendis. Það, að suin kaupfélögin kunna að hafa bætt nokkuð hag sinn við SÍS s. 1. ár, mun byggjast á þessu hækkaða verði og enn fremur á því, að bændur i þeim héruðum er mæðiveikin geysar í, hafa lógað óvenju mörgu af fé sínu, af ótta við veikina. En það kemur aftur fram á minnkandi fjárstofni og versnandi afkomu næstu ár. En þótt nú þetta eina ár kunni að hafa orðið bændum hagkvæm- ara en undanfarin ár, og þeir því getað staðið eitthvað betur í skilum, hvað verður þá á þessu ári? Nú er verð á ull og gærum stórfallandi, — mun þegar vera fallið um 30—50%. Verð á útlendum nauðsynja- vörum fer hækkandi, meðal annars fyrir nýjar tollaálögur hv. stjórnarflokka. Kaupgjald fer einnig hækkandi. Skuldug- ustu hændurnir og þá að jafn- aði þeir, sem erfiðast eiga eru sviptir vaxtastvrk af fasteigna- veðlánum, sem þeir hafa notið undanfarið. innan tiðar öðrum fremri i þeirri grein húsagerðar. Hér heima hefir mönnum fyrir löngu verið ljóst að vikur væri efni sem einangrar vel fyr- ir liita og kulda. Það fyrsta sem eg veit til að vikur hafi verið notað til liúsagerðar hér er það, að þegar íbúðarhúsið á Þor- valdseyri undir Eyjaf jöllum var gert árið 1916, var fíngerður vikur notaður að mínu ráði, sem tróð eða skjóllag milli tvöfaldra steinsteypuveggja. Tilraunin heppnaðist ekki vel, samanborið við mómylsnutróð. Næsta til- raunin með vikur sem bygging- arefni var gerð við byggingu gistihússins á Ásólfsstöðum i Þjórsárdal árið 1928. Útvegg- irnir voru gerðir úr járnbentri steinsteypu eins og nú tíðkast mest í Reykjavík, 13 sm. að þykkt. Innan við þá var svo gerður annar veggur steyptur samtímis á þann hátt, að járn- plata skildi á milli, og var dreg- in upp jafnóðum og liækkaði i steypumótunum. I þessum innri vegg var eingöngu vikurmöl blönduð lítils háttar vikursandi og svo sementi. Heildarblönd- unin var að mig minnir 1 : 9. Þess ber að gæta að vikursand- urinn sem notaður var, var dá- lítið blandinn hraunsandi eða svörtum vikri sem að vísu er traustari en vafalaust lakari til hitaeinangrunar. Vikurinn var þarna til á byggingarstaðnum. Efnið þurfti ekki að spara og voru því inniveggir gerðir 15 sm. að þykkt. Húsið er notað sem sumargistihús og er þvi erfitt að segja ákveðið um skjól- gæði þess. Þó var búið í því einn vetur við litla upphitun og reyndist allvel, og rakalaust hef- ir það verið. Húsbóndinn, Páll Stefánsson álítur, að það sé að skjólgæðum til álíka gott og steinhús sem þiljað hefir verið innan og pappi lagður á grind milli þils og veggjar þannig, að loftrúm myndist. Hús þetta varð freniur ódýrt, enda var ekki um neinn kostnað á vikrinu að ræða. Reynslan í þessu húsi þótti mér ekki gefa svo góða raun samanborið við tvöfalda stein- veggi með tróði, að eg teldi ástæðu til að hvetja til vikur- húsagerðar almennt. Næsta sporið í vikurhúsa- gerð var það, að íbúðarhús er gert að Arnarnesi í Kelduhverfi, að eindreginni ósk bæ'ndanna þar og að tilhlutun Sveinbjörns Jónssonar byggingarmeistara. Þar var eins ástatt og á Ásólfs- stöðumð að vikurinn var við túngarðinn. Húsið er í stærra lagi eftir þvi sem í sveitum tíðkast, enda áttu tvær fjöl- skyldur að búa í því. Byggingar- og landnámssjóður veitti bygg- ingarlán og hafði eg því góða aðstöðu að fylgjast með smíði hússins, en uppdráttinn að því gerði Sveinhjörn Jónsson. Allir útveggir eru gerðir úr vikur- steypu 25 sm. á þykkt. Utan á þeim er 2 sm. þykk sements- húðun. Medúsa-þéttiefni var hlandað í sementið og hefir húðin reynst vatnsþétt, og mér vitanlega hefir hún ekki sprung- ið svo að sök hafi komið. Hús þetta var vel smíðað utan og innan og þannig frá gengið, að það átti að geta orðið vel hlýtt, og hitað er það upp að staðaldri út frá miðstöðvareldavél. Um skjólgæði þess er erfitt að dæma þar sem engin mæling á hita hefir átt sér stað. Aðeins er hægt að segja þetta. Það var dá- lítill raki i þvi fyrsta árið, síðan ekki; og mönnum þar norður frá ber saman um að það muni vera kaldara en steinhús með tvöföldum veggjum og mó- eða torf-tróði. Um kostnaðinn við þessa veggjagerð get eg lítið sagt. Húsið varð dýrt vegna bygging- arstílsins og eigendurnir munu hafa orðið fyrir vonbrigðum i ýmsu tilliti. Nú síðari árin hafa vikurplöt- ur talsvert verið notaðar til hita-einangi’unar innan á stein- steypuveggi einkum i Reykja- vík, og færist i vöxt, enda sjálf- sagt að nota fremur vikurplöt- ur, en útlent þiljuefni, kork eða froðusteypu. Yerður aðeins að gæta þess, að hafa vikurlagið nokkuð þykkt og festa það þannig, innan á útveggi að hil sé á milli. Nýung má það teljast, að hlaða hús úr vikurholsteinum og gera þak af vikurplötum, eins og Pípugerð Reykjavikur hefir látið framkvæma. Tilraun- in er virðingarverð, en hvort þetta byggingarlag á framtíð fyrir sér verður reynslan að skera úr. Það er ekki full rann- sakað að holrúm í vikurveggj- um hafi þýðingu. Þakgerðin óttast eg að verði nokkuð dýr og að erfitt reynist að fá það nægilega skjólgott með fram útveg’gjum. Hvað veggjagerð snertir úr vikri, þá lýst mér best á aðferð þá sem Jón Lofts- son lyyggingarvöt'iikaupmaður hefir auglýst og sýnt á smá- vörusýningu hér í bænum. Hann vill hlaða veggina tvöfalda úr vikursteinum eða vikurplötum þannig, að innri veggur sé ætíð hlaðinn lítið eitt á undan út- vegg, og veggirnir límdir saman með vatnsheldri múrhúðun. Yið þetta vinnst það tvennt, að vatnsþétting verður öruggari með tveimur þettilögum en einu, þvi vitanlega þarf einnig vatnshelt múrlag utan á vegg- ina, og meiri styrkur fæst í veggina vegna þess að múr- samskeyti standast hvergi á. Það virðist líka felast meiri ör- yggi i innra múrþéttilaginu, en þvi ytra, þar sem það verður fyrir minni hitabreytingu og ætti þvi siður að springa. Jóhann Fr. Kristjánsson. Hvaða veggjaefni er hlýjast? Allir vita að hin ýmsu bygg- ingarefni leiða hita misjafnlega vel eða misört, eru mishlý sem kallað er. Hitt er almenningi ó- ljósara hversu miklu munar. Hitaleiðslumunur, eða hita- gildi, sem, kalla mætti, hinna einstöku byggingarefna (veggja- Spánn. Á Spáni geysar stríðið nú með fullum krapti. Hersveitir Franc- os sækja fram umhverfis Teru- el og hafa þar verið stórkost- legar orustur. Hefir þjóðernis- sinnum veitt hetur, en þó er enginn fullnaðarsigur unninn. Stríðið hefur mjög breytt blæ upp á siðkastið; nú hefur ekki verið teflt fram stórum her- sveitum, heldur fyrst og fremst verið barist með vélum, bæði á sjó og landi og í lopti. Hefur hér komið á daginn, sem áður liefur verið spáð hér í blaðinu, að i hernaði nútimans er það tæknin, sem ræður úrslitum, en ekki liðsfjöldinn. Aðalorusturnar hafa verið liáðar i loftinu, og þar hafa efna) hefir verið fundinn með tilraunum og er táknaður með tölum er sýna hlutfallið á milli byggingarefnanna innbyrðis. —' Eftir sænskum tilraunum og útreikningum (frá 1933) er hlý- leikagildi hinna einstöku bygg- ingarefna (táknað með tölum) þannig: Byggingarefni: Hitaleiðslutölur: Steinsteypa ... 1 (til 1.5) Rúðugler Timbur (furaog 0.6 (- 0.7) greni) á langv. 0.3 (- 0.4) Gjallsteypa ... 0.3 . (- 0.7) Froðusteypa .. 0.2 Vikursteypa . . Timbur 0.11 (á þverveg ) 0.1 (- 0.15) Korkplötur . . . 0.04 (- 0.05) Torfplötur .... Masonit 0.04 (- 0.05) (mjúkt) 0.04 Insolit 0.04 Sellotex 0.04 Hæsta talan táknar kaldasta veggjaefnið, lægsta talan það hlýjasta. Köldust er steinsteyp- an, þriðjungi kaldari en gler. Mun mörgum koma það á óvart. Þess er þó að gæta, að steypu- veggurinn er margfallt þykkri en glerið og veitir því meiri hitaleiðslumótstöðu en rúðan. — Vikursteypa er nífallt til tí- fallt hlýrri en steinsteypan og líkt er um timbur á þverveg- inn. Torfplötur, korkplötur, insolit, masonit og sellotex er allt álíka treg hitaleiðsluefni og nærfellt 25 sinnum hlýrra veggjaefni en steinsteypa. Það er eftirtektavert, að torf- plötur jafngilda korki og öðr- um hinum hlýustu byggingar- efnum. Er þá augljóst hversu mikilsvert og sjálfsagt er að hafa tróðlag úr celtu torfi í steinsteypuveggi, einkum til sveita, þar sem torfengið er nægt eldsneyti til upphitunar. Vikursteypa myndi vart reynast nægilega hlý til sveita nema holrúmin væri tróðfylt t. d. með mómylsnu. Verður þó ekki um það fullyrt fyr en reynsla sker úr. H. St. þjóðernissinnar verið yfirsterk- ari. Flugvélar Francos hafa varpað sprengjum yfir Valenc- ia, Barcelona og fleiri borgir, og valdið þar miklu manntjóni. — Eins og vant er, þegar loftárásir tru gerðar á stórborgir, er það fyrst og fremst almenningur, sem verður fyrir tjóninu, en ekki hermennirnir. Þessar árás- ir liafa mælst mjög illa fyrir víða um heim. En svo kom hér annað til greina, sem virðist ætla að hafa miklar afleiðingar. í hafnarbæj- um eins og Barcelona og Val- encia er jafnan fjöldi skipa, og urðu þau mjög fyrir sprengju- kastinu. Voru það einkum ensk skip, sem fyrir þeim urðu. Hafa Englendingar sent Franco hörð mótmæli, en ekki hafst frekara að. Þó hefur komið til mála, að þeir láti herskip fylgja kaup- skipum sinum. Stjórnin hefur sætt allmiklum árásum fyrir það, að hún væri Franco of hlið- holl, enda verður ekki annað séð, en að hún hafi fremur dregið taum hans. Verkamanna- flokkurinn enski og frjálsljmdi flokkurinn hafa gert harðar á- rásir á stjórnina út af þessu. í hlutleysisnefndinni er alltaf sam þófið. Rússar hafa gert á- kveðnar kröfur til Þjóðahanda- lagsins, um að það beitti sér gegn Franco, en ekki hefir það komist í framkvæmd. Þó mun eitthvað af útléndum sjálfboða- liðum hafa verið flutt burt af Spáni og búist við að burtflutn- ingnum verði nú hraðað. ítalir hafa tekið fremur þung- lega undir kröfur Englendinga um burtflutning ítalskra her- manna af Spáni. Lítur út fyrir, að innan skamms muni sverfa til stáls milli Itala og Breta. — Þrátt fyrir samningana er það vist, að Italir eru fastráðnir í þvi, að bola Englendingum sem mest burtu frá Miðjarðarhafi, en búast má við, að sú baíátta verði bæði löng og hörð. Um stund leit svo út, sem Frakkar væru að fjarlægjast Englendinga á stjórnmálasvið- inu, en nú hefur orðið breyting á þessu og virðist vinfengi þjóðanna vera eins gott og áð- ur. Mjög er það áberandi, hve Hitler leitar eptir vináttu Eng- lendinga. IJafa sum blöð haldið þvi fram, að áður en löngu liði. rnuni Þýskaland gera einskonar bandalag við Englandog Frakk- land. Þetta virðist nú reyndar frernur ósennilegt, en það er víst, að bandalag Itala, og Þjóð- verja hefur orðið báðum von- brigði. Valda því bæði Austur- ríkismálin og afstaðan til Tyrol- búa. Þarf enginn að búast við því, að þeir Hitler og Mussolini láti pei-sónulega vináttu sína ráða miklu, er hagsmunir þjóða þeirra rekast á. Síðustu fregnir herma, að nú verði enskum herskipum mjög fjölgað við Spánarstrendur. Má því búast við, að Bretar ætli að stöova árásirnar á vopnlaus kaupskip. Það er heldur ekki að undra, þó svo fari, þvi á fáum dögum hefur 10 enskum skip- um verið sökt og Bretar hafa opt reiðst þá minna hafi verið til saka unnið.

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.