Framsókn : bændablað - samvinnublað - 10.12.1938, Blaðsíða 2

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 10.12.1938, Blaðsíða 2
FRAMSÖKN MORGUNN. XIX. árg. 1. og 2. hefti. — Rvík 1938. Nú er nýkomið út síðara hefti „Morguns“ þ. á„ og eru þá kom- in út alls 19 árgangar af þessu merka tímariti. Yar Einar H. Kvaran rithöfundur ritstjóri þess allt frá byrjun og þar til hann andaðist á s.l. vori. Hafði hann þá að nokkru gengið frá fyrra hefti þ. á. undir prentun. Um síðara heftið önnuðust þeir sira Kristinn Danielsson og Snæhjörn Jónsson, og er það að mestu helgað minningu Einars H. Kvarans. Fjrra heftið er fjölskrúðugt að efni. Hefst það með ræðum eftir þá prestana, sira Jón Auð- uns og sira Svein Viking. Þá er þar mjög merkileg ritgerð eftir E. H. K. er liann nefnir „Mikilvægi sálarrannsóknanna“ Er það erindi, sem hann flutti á fundi í Stúdentafélagi Rvikur, og líklega siðasta erindið, sem hann flutti. Þarf ekki að taka það fram, að erindið allt, að efni og framsetningu ber sama snilldarbragðið og einkennir ,allt annað frá hendi þessa höf- öndar, og ber þess í engu vott, að höfundurinn var þá háaldr- aður og farinn að heilsu. — Þá flytur heftið ritgerð um drauma eftir Guðmund Friðjónsson, er- indi — Andahyggja — eftir Guðmund Einarsson í Hergils- ey, Dulsýnir eftir Hafstein Björnsson og mjög athyglis- verða grein eftir Snæhjörn Jónsson, er liann nefnir: „Per- sónuleiki mannsins“. — Þá eru margar merkilegar ritgerðir eft- ir erlenda höfunda, sem þeir hafa þýtt, E. H. K. og sii’a K. D. Siðara heftið er að mestu helgað minningu E. H. K. Það hefst með þrem ræðum, sem voru fluttar við útför hans, eftir þá sira Kristinn Daníelsson, sira Árna Sigurðsson og sha Jón Auðuns, þá eru ræður flutt- ar á minningarhátíð i S. R. F. í. eftir þá sira Kristinn Daniels- son, Isleif Jónsson, Einar Lofts- son og sira Jón Auðuns og skyggnifrásagnh eftir Hafstein Björnsson og ísleif Jónsson, og segja þeir þar frá því er fyrir þá bar við andlát E. H. K. og við útför hans. Þá skrifar Páll Steingrímsson, fyrrum ritstjóri, um E. H. K. og loks er erindi eftir sira K. D., er hann flutti á fyrsta fundi i S. R. F. í. er haldinn var eftir andlát E. H. K. og höfundur nefnir: „Hvar stöndum vér“. — Allt eru þetta meira og minna snjöll erindi, og margt er þar prýðilega sagt, en það sem mest gætir þar, er ástin og traustið á leiðsögu- manninum, sem þeir eru að kveðja, og má af því marka hvi- lík ítök E. H. K. átti í vinum sínum í S. R. F. í. og hve á- lirifarikur leiðtogi hann var A þessu sviði. — Getur ekki betra eftirmæli en það, að vera þess meira virtur og þvi meira unn- að, sem viðkynningin var nán- ari og persónuáhrifa hans gætti meira. Loks eru nokkrar smágrein- ar, þýddar og frumsamdar, og kvæði, allt læsilegt og sumt mjög athyglisvert. Tvennt af því skal eg aðeins nefna. — Hið fyrra er grein eftir Einar Lofts- son, er hann nefnir: „Ensk blöð og tímarit um spíritisma.“ Bendir höfundurinn þar á, að íslenzkir spiritistar haldi elvki úti neinu blaði, og sé þess þó mikil þörf, en meðan að svo sé, þá verðum við að lesa erlend hlöð um þetta efni, ef að við eigum að fylgjast með því, sem gerist i umheiminum. I þessu skyni bendir hann á nokkur þekktustu blöð Englendinga, sem öllum er stjórnað af mjög merkum og þekktum spiritist- um, er njóta allstaðar fyllstu viðurkenningar. — Hitt er smá- greinaflokkur eftir Snæbjörn Jónsson, er hann nefnir Haga- lagða. Kemur hann þar viða við og skrifar af hita, sannfæringu og áliuga. Vikur hann þar að mörgum merkilegum hlutum, en mesta áherzlu leggur hann þó á, að efla beri þekkingu manna á spíritismanum, sem flestir mestu andans menn heimsins viðurkenna nú að er þýðingarmesta viðfangsefni mannsandans. —- Þekking manna á þeim efnum, viðhorf þeirra við eilífðarmálunum, er það sem á að móta hugarfar manna og þjóða, og alla hugs- un þeirra og framkomu. Hlutverk spíritismans er fyrst og fremst að leggja traustan |>ekk i nga rgrun dvö 11 að skoðun- um manna á eilífðarmálunum, svo fjöldanum verði ljóst, að okkar beztu fjársjóðir eru mildi og trúmennska, og þó stundum skorti á fulla viðurkenningu annara, fyrir vel unnið verk, þá áð vera þess ætið minnugur, að „gerir liver fyrir sig“, og að verkið er eins gott, þó ekki beri allir gæfu til að meta það rétt. Það er ekki nema að vonum, að erfitt verði að fylla sæti E. II. K. sem ritstjóra Morguns, en því meiri þörf er á, að sem flest- ir menn, og af sem flestum s'téttum leggist á eitt um það mikla nauðsynjamál, að gera Morgun svo úr garði, að hann geti fullnægt Tómasareðli okk- ar íslendinga, sannfært okkur um það, sem við höfum lengi þráð og vonað, en ýmsir ekki þorað að treysta til fullnustu. Th. A. Framsókn erblad óbáðra, frjáls- huga bænda. fOMSÉII Hafnarstræti 18, selur með sértöku tæki- færisverði ný og notuð hús- gögn og lítið not- aða karlm.fatnaði. )) __________ ___________ Gyðingar. Hinar miklu Gyðingaofsóknir i Þýzkalandi hafa verið aðal- umtalsefni lieimsins síðustu dagana. Morð von Rath sendi- svéitarritara var hin beina or- sök til þeirra, en í raun og veru má segja, að þær hafi lengi leg- ið í loftinu, og lilutu að koma fyr eða síðar. Sú stjórnarstefna, sem nú ríkir i Þýzkalandi, getur6ekki þolað sterka þjóðernisminni- hluta innan ríkisins, því hún vill steypa alla þjóðina i sama móti, og alveg sérstaklega er hún andstæð Gyðingum, vegna auðæfa Jæirra og valda i þjóð- félaginu, ög ekki síst vegna þess, að þeir halda ávalt sínu þjóð- erni, og samlagast ekki þeim þjóðum, er þeir búa með. Gyðingahatrið á Þýzkalandi er ævagamalt, en um hríð bar lítið á því. Meðal annars vegna þess, að Vilhjálmur II. keisari hafði nána vináttu við ýmsa helztu auðmenn Gyðinga, t. d. Ballin. Þegar allt komst á ringulreið i Þýzkalandi við byltinguna 1918, kunnu Gyðingarnir að nota sér ástandið. Þeir rökuðu saman of fjár og fengu mikil völd á sviði stjórnmálanna, en þá fór hatrið á þeim að loga upp að nýju. Hinar nýju Gyðingaofsóknir mega teljast eins dæmi i sög- unni. Þeir eru að visu ekki depnir eins og oft átti sér stað á Rússlandi, en það er lagt kapp á að lama þá fjárhagslega, and- lega og siðferðislega, svo þeim verði ekki líft í landinu, nema að þeir verði að liálfgierðum þrælum. Árið 1935 var talið, að rúm hálf milljón Gyðinga væri í Þýzkalandi, og eitthvað lítið eitt hefir bætzt við frá Austur- ríki. Fyrst voru gefin út lög, sem skylduðu Gyðinga til þess að greiða stjórninni skaðabætur fyrir morðið á von Rath. Skyldi sú upphæð nema allt að 1800 millj. króna, og á að ná henni inn með þvi að leggja 20% skatt á eignir Gyðinga. Á greiðslu að verða lokið fyrir ágúst næsta ár. Jafnframt þessu hafa verið gerðar ótal ráðstafanir til þess að eyðileggja atvinnu Gyðinga. Sumpart með lagaboðum og sumpart með þvi að fólkið hef- ir útilokað þá frá öllum við- skiptum. Sömuleiðis hefir því óspart verið haldið fram, að þeir væru á lægra stigi, en væru á öllum sviðum fjandsamlegir Þjóðverjum. Þá hefir Gyðingum verið gert því nær ómöguglegt, að afla sér vísindalegrar menntunar með því að útiloka þá frá skólum ríkisins. Er þetta þeim mun þyngra, sem mikill fjöldi Gyð- inga gekk menntaveginn, eink- um eru þeir frægir sem lækn- ar og lögfræðingar. Eins og vænta má reyna Gyð- ingar nú mjög að komast burt Úr Þýzkalandi, enda hafa þeir almenna samúð hjá öðrum þjóðum, en hér er ekki gott að- gerðar. Engin þjóð óskar í rauninni eftir því, að fá til sin marga Gyðinga. Helzt hefir ver- ið talað um að útvega þeim bú- stað i nýlendum Norðurálfu- þjóða i Suðurlöndum. Hefir hér einkum verið talað um Tanga- nika i Austur-Afríku. Þar eru stór svæði, sem hafa loftslag og landgæði, sem vel liæfa hvítum mönnum, en eru nú næsta strjálbyggð. Þetta land var áður eign Þjóðverja, en Englending- ar tóku það i heimsstyrjöldinni. Er Þjóðverjum afar illa við þessa ráðagerð, eins og við er að búast. Annars má segja, að enn er engin lausn fengin á þessum vandræðamálum Gyð- inga. Frakkland. Ástandið á Frakklandi er mjög iskyggilegt nú sem stend- ur. Daladier forsætisráðherra hefur heimtað stórkostlegar lagabreytingar til þess að rétta við fjárhag ríkisins. Til dæmis vill hann láta lengja vinnutím- ann í versmiðjum og afnema 40 stunda vinnuvikuna, sem Leon Blum lögleiddi. Þetta hef- ur mætt afarharðri mótspyrnu frá verkamönnuin, og verkföll hafa víða verið hafin í mót- mælaskyni. Mikið hefur verið gert til þess að tryggja vináttusamband Frakklands og Englands, og i því skyni fóru þeir Chamber- lain forsætisráðherra Englands og Halifax lávarður utanríkis- ráðherra i opinbera heimsókn til Parísar. Var þeim auðvitað lekið með miklum virktum, en þó bar á því, er þeir óku í gegn um götur borgarinnar, að hróp- uð voru til þeirra fjandsamleg orð, svo sem niður með Múnch- ensáttmálann. Stjórnin á mjög i vök að verjast þinginu. Meiri hluti hennar fer stöðugt mink- andi og má sennilegast búast við því, að'hún verði ekki lang- líf úr þessu. Hvað sem þá tekur við. Spánarmálin eru viðkvæmt atriði, því stjórnmálamenn vinstri flokkanna eru eindregnir andstæðingar Francos, en Dala- dier er bundinn við að sýna full- komið hlutleysi. Ekki síst eft- ir að Mussolini með sinn al- kunnu gætni hefur dregið sig út úr leiknum. Gyðingaofsóknir Þjóðverja hafa vakið mikla gremju i Par- ís, sem ekki er að undra, þar sem auðmenn af Gyðingakyni ráða miklu í stjórnarflokkun- um. Samt mun ekki vera þess nein von, að Frakkar fari i stríð víð Þjóðverja út af Gyðinga- málunum. í nýlendum Frakka er yfir- leitt góður friður, og standa þeir að því leyti betur að vigi en Englendingar, sem eiga við sí- feldan ófrið að etja i Austur- löndum. Síðan þetta var skrifað hefir verið hafið allsherjarverkfall, sem enn er ekki lokið. Þó virð- ist að það muni misliepnast. BðntJ)ar|i!ngskosii' ingin anstanfjals. Kosningunni til húnaðarþings á svæði Búnaðarsambands Suð- urlands er nýlokið. Urðu úrslitin þessi: Framsóknarmenn . . 474 atkv. Sjálfstæðismenn .. . 301 — Bændaflokksmenn . 123 — Samt. greidd 898 — Af um 1400 voru á kjörskrá. Samkv. þessu fengu Fram- sóknarmenn 3 fulltrúa og Sjálf- stæðismenn 2, en Bændaflokk- urinn engan. Þessi kosningaúrslit eru því miður lítill sómi fyrir sunn- lenska hændur. Flestir óhlut- drægir menn verða að viður- kemia, að listi Bændaflokksins var prýðilega mönnum skipað- ur. Efsti maðurinn á listanum, Klemens Kristjánsson tilrauna- stjóri á Sámsstöðum, er maður á léttasta skeiði, mikill dugnað- armaður og einstakur áhuga- maður um sína fræðigrein, og er þegar þjóðkunnur fyrir störf sín i þágu landbúnaðar og vis- indamennsku sína á því sviði. Það er því hinn mesti skaði, að hann komst ekki á búnaðar- þingið. Bændaflokkurinn hefir þó heiður af því, að hans listi var hetur mönnum skipaður en hinna flokkanna. Hitt má segja, að hann liafi því miður ekki fylgt kosningunni nógu fast eft- ir. Hann hefir verið of sann- færður um sinn góða málstað og að liann væri öruggur að sigra. En flokksofstækin er orð- in svo rótgróin hjá stóru flokk- unum, að reynslan sýnir, að hún ræður meir en heill héraðs og lands og áróðurinn frá klikun- um hér að sunnan er svo mikill, að enginn þeirra maður fær að kjósa öðruísi en flokkslega, hvað sem áliti á frambjóðönd- um líður. Á þessu hafa ýmsir Bænda- flokksmenn ekki varað sig, og þvi verið tómlátþri um kjöír- sókn en skyldi. Þrátt fyrir allt sýnir þó kosn- ingin, að fylgi Bændaflokksins er talsvert mikið á Suðurlandi þar sem hann fær sjöunda hlut- ann af gréiddum atkvæðum, enda þótt hann standi mikln vera að vígi en hinir flokkarnir, sem hafa ráðna starfsmenn i hverri sveit og öflugar mið- stjórnir hér i bænum. Dálítið gætti þess við kosning- una, að sumir vildu frekar hlynna að kosningu manns úr sinni sýslu og færðu til á lista í þvi skyni. Er slíkt mannlegt, en á þó helst ekki að vera, þeg- ar samið er um ákveðna röð. Bændaflokkurinn þakkar frambjóðöndum sínum og þá sérstaklega Klemenz Kristjáns- syni þann sóma, sem þeir veittu flkknum með því að vera á lista hans. Sömuleiðis þakkar hann öllum, er unnu fyrir list- ann, en flokksmönnum, er heima sátu, ættu úrslitin að vera þörf áminning.

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.