Framsókn : bændablað - samvinnublað - 10.12.1938, Blaðsíða 3

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 10.12.1938, Blaðsíða 3
FRAMSÓKN Hvað gerii* Frh, af 1. síðu. Sambandið ? kom upp fyrsta húsinu með að- sföð Sís. I Innanlands-verðlag. Eftir að höf. hefir sýnt hversu afurðaverðið hefir verið gagnvart erlendri vöru, snýr hann sér að því að rannsaka, hversu það liafi svarað til ann- ara útgjaldaliða bóndans, kaup- gjalds, • opinberra gjalda og skuldgreiðslna. Gerir hann svo samanburð á . hækkun kaupgjalds og opin- i berra gjalda annars vegar og í afurðaverðsins hinsvegar. Segir | höf. að samanburðurinn sé hyggður á rannsókn opinberra gjaldagreiðslna um allt tíma- bilið frá aldamótum og svo og um kaupgjald við landbúnað víðsvegar um land á sama tíma. Skýrslan liér á eftir sýnir þenna samanburð og er miðað við að hlutfallið sé rétt 1900— 1909. Hlutfallstölur Vísitölur Timabil Kaupgjald Opinb. gjöld Afurðaverð Kaudgjalda Opinb. gjalda 1900—’09 100 100 100 10,3 10,0 1910—’14 126 113 122 10,3 9,3 1915—’19 320 227 321 10,3 7,1 1920—’'23 490 417 263 18,6 15,8 1924—’29 490 417 275 18,0 15,1 1930—’'35 542 535 157 34,4 34,1 Vísitölumar sýna, hve marg- ar ærafurðir þurfti á hverju tímabili til greiðslu það mikill- ar vinnu, sem fékst á fyrsta tímabilinu fyrir 10 ærafurðir. Kemur þá glöggt í ljós, hve gífurlega hlutfallið milli vinnu og afurðaverðs hefir raskast, einkum á hinum síðustu árum, þar sem nú þarf afurðir 34—35 áa til að borga þá vinnu, sem 10 ærafurðir nægðu til áður. Opinberu gjöldin hafa og hækkað að sama skapi móts við afurðaverðið, svo að bóndi í svipuðum ástæðum þarf nú að verja 34 ærafurðum til greiðslu þeirra í stað 10 ærafurða áður. i Loks vikur höf. að því, að vaxtagreiðslur af skuldum séu orðinn fyrirferðamikill út- gjaldaliður í búrekstri flestra bænda. Skuldir séu að vísu ekki alltaf vottur um versnandi efna- hag, þegar þær hafi t. d. verið stofnaðar til arðbærra umbóta eða vélakaupa, sem létti bú- störfin, en vegna þess að nú þurfi að borga þær með hærri mynt, en þær voru stofnaðar með, þá geti einnig þessar skuldir verið bændum um megn. Þetta síðasta skýrist, ef litið er á skýrsluna um verzlunarár- ferðið; 1924—’29 gerði hver ær- afurð 25,50 kr., en eftir 1930 aðeins 14,67. Þetta þýðir sama fyrir bóndann, eins og hann verði að borga 1500 kr. lán, er hann tók á fyrra tímabilinu með 2600 kr. á þvi seinna. Ályktun höfundar. Að lokum fer höf. svofeldum orðum, meðal annars, um nið- ustöðuna af allri þessari rann- sókn sinni: „Niðurstaða þeirra atliugana, er hér hafa verið gerðar, er i sluttu mál sú, að viðskipti land- búnaðarins við útlönd (vöru- skiptin) hafa farið sihatnandi frá aldamótum, að fráteknu tímabilinu 1920—23 — en að sama skapi hefir kaupmáttur landbúnaðarafurðanna til ým- issa viðskipta innanlands farið þverrndi allan tímann og þó hraðast nú hin síðustu ár eða frá ÍOSO/'1) .... 1) Auðkennt hér. „Þessu hefir valdið óheilbrigt misvægi milli afurðaverðsins annarsvegar og almenns verð- lags að öðru leyti i landinu hinsvegar. Það verðlag komst upphaflega á, þegar verð allra framleiðsluafurðá i landinu var frá 50—100% hærra en verið hefir að meðaltali síðan 1930. Það miðaðist þá við greiðslu- getu framleiðslunnar, en i stað þess að laga sig eftir verðfalli liennar siðan, hefir verðlagið hækkað beinlínis í ýmsum greinum, eins og sýnd hafa ver- ið dæmi til. I reyndinni hefir þetta alveg sömu verkanir og ef gengi íslenzku krónunnar hefði verið felt í öllum viðskiptum öðrum en þeim, sem snerta verð framleiðslunnar2) til Iands og sjávar, en þar hefði' það um leið verið hækkað. —- Slikt ástand hefir ekki skapast eftir neinu sérstöku lagaboði, en þar sem útlit er fyrir, að viðskiptalifinu sjálfu ætli ekki að takast að koma hér eðlilegu jafnvægi á, rekur að því, að þjóðarheildin hefir óumflýjanlega þörf og skyldu að skapa það jafnvægi' með lagaboði eða öðrum ráð- stöfunum. Sú skylda fellur ekki á þjóðina vegna framleiðenda persónulega, heldur fyrst o,g fremst vegna viðhalds sjálfs framleiðslustarfsins, sem reynsl- an sýnir að er í stórri hættu af völdum þessa misvægis.“ Eitt er að tala — annað að gera. Á framleiðslunni veltur öll afkoma og velferð þjóðarinnar, en nú er framleiðslustarfið í hættu. Þess vegna er það mikil- vægasta þjóðmálið, að gera sér Ijósa þessa hættu, og hvernig úr henni verði dregið. Jón Gauti Pétursson hefir ineð ritgerð sinni lagt drjúgan skerf til að varpa ljósi yfir þetta mál. Einstök atriði ritgerðar innar geta ef til vill orkað tví- mælis, en aðalatriðin munu standast gagnrýni og lokaálykt- unin, að þjóðinni beri óumflýj- anleg þörf og skylda til að koma á jafnvægi í innanlandsverðlag- ið til að forða því, að framleiðsl- an dragist saman, verður vart hrakin. Bæði höfundur og Samband- 2) Auðkennt af höf. ið, sem géfur ritgérðiria út, eiga beztu þakkir skilið. Orðin liggja til alls fyrst — en framkvæmdir verða að fylgja á eftir, ef duga skal. Nú vill svo vel til, að Sam- bandið hefir betri aðstöðu en flestir aðrir til að beitast fyrir að bót verði ráðin á þvi misvægi verðlagsins, sem höf. telur fram- leiðslunni stafa svo mikla hættu af. Enginn hefir ríkari skyldu en Sambandið til að rétta hlut landbúnaðarins á viðskifpjta- sviðinu — það eru bændurnir, sem hafa stofnað það og borið það uppi til að bæta og tryggja fjárhagsaðstöðu sína. Útgáfa ritsins bendir ótvi- rætt til, að nú sé Sambandinu orðið Ijóst, að hér sé ekki um eintóman barlóm að ræða, held- ur mikla þjóðarnauðsyn, sem verði að fullnægja. Ella væri útgáfa ritsins ástæðulaus. Þar sem ætla má að Sam- bandið hafi bæði máttinn, skylduna og viljann er þess að vænta, að ekki liði langt um, að það geri sitt til að fullnægja margnefndri þjóðarnauðsyn, með lagaboði eða öðrum ráð- stöfunum. Helgi Jósson bóndi á Þurs- stöðum i Borgarhreppi í Mýra- sýslu andaðist að heimili sínu 6. þ. m. Hann var maður á sjötugs aldri, góður bóndi og gegn; verður e. t. v. getið nánar síðar. Öheilindiii í Fram- sóknarflokkoum | Nú nýlega hefir varaformað- ur Alþfl. frá ’34 sagt í blaða- grein frá því, hversu stjórnar- myndunin gekk til og varpað ljósi yfir ástæðuna fyrir því, að J. J. var sparkað. Honum farast svo orð: ? „Það var tryggt, að Jónas yrði ekki kosinn ráðherra af Fram- sókn, þó að Alþýðuflokkurinn setti ekki upp, að annar færi i ráðherrastólinn, en Framsókn- armenn vildu í lengstu lög lilíf- ast við að ganga framan að Jón- asi og óskuðu þess, af okkur Alþýðuflokksmönnum, að skil- yrðið um að hann yrði ekki ráð- herra kæmi einmitt frá Alþýðu- flokknum. — Að þvi fengnu kusu þeir Jónas með glöðu geði, þó að 3 undanteknum, — og hurfu frá því aftur með jafn- glöðu geði, þegar neitunin barst frá Alþýðuflokknum, en til- nefndu þá Eystein og Her- mann“. Greinarhöf. lætur þess getið, að .1. J. hafi ekki vitað um þessa tvöfeldni flokks síns og viti sennilega fyrst er liann lesi greinina. í Þessi litla frásögn af fram- komu Tímamanna bak við tjöldin varpar Ijósi yfir ástand- íKlÐAFÓLKI GeySÍF, FATADEILDIN. FYRIRLIGGJ ANOI: ® Skíðabuxur, Skíðablússur,. Skíðahúfur, Skíðasokkar, Skíðavetlingar, Bakpokar, Hliðartöskur, Anorakar, Svefnpokar, Nærfatnaður, ulf, Ullarteppi, Vattteppi. Reykjavík. Sími: 1249. Niðursuðuverksmiðja. Reykhús. Símnefni: Sláturfék®, Bjúgnagerð. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kj®i» og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á broafk mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosi® allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútisaa kröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddax na> allt land. xsxissíícöísíiíiöísoooíxsoooííssooöoííceísoíiíioooöooooooooooooíscoe Nýjar bækor! Læknirinn Eftir Victor Heiser. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Þessi bók hefir vakið alheims athygli. Höfundur hennar hefir starfað með ótal þjóðum og kynnst mönnum af öllum stéttum og stigum og segir í bókinni frá því sem fyrir augu hans og eyru bar. Aldrei hefir bók hlotið betri dóma og það að verð- leikum. | Björn á Reyðárfelli Ný ljóðabók efth’ Jón Magnússon skálcL ÍSLAND Ljósmyndir af landi og þjóð. ÞETTA ERU JÓLABÆKURNAR í árl Eást i bókaverzlunum heftar og innbundnar. Bókarerzlun fsafoIdarprentsmiðjH. sbcoooooooooooooooooooocooooooeoeoooooooooooooooeocKscs Annast kanp og sfllu VeddeildaFbFéfa KFeppulánasfóðsbFéfa Gardar Þorsteinsson. Vonarstræti 10. Sími 4400. (Heima 3442>»

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.