Framsókn : bændablað - samvinnublað - 31.12.1941, Blaðsíða 2

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 31.12.1941, Blaðsíða 2
F R A M S O K N boðinu, og gerðist þannig á ó- beinan hátt samsekur um það, að fyrir stjórnarfarsleg afglöp þyrfti ekki að taka afleiðingun- um eftir venjulegum þing- stjórnarvenjum. Viðreist sjávarútvegsins. Fyrsta verk hinnar „hættu“ ríkisstjórnar (það er í rauninni óljóst, hvort þetta var ný stjórn eða aðeins ,,hætt“) var það, að stíga fyrstu sporin til varnar fullkomnu hruni atvinnulífsins. Viðurkenndur var réttur og nauðsyn sjávarútvegsins til fjár- hagslega sjálfbjarga reksturs og gjörðar ráðstafanir til, að svo mætti verða. Þó að af styrjaldarástandinu leiddi það, litlu síðar, að þessara ráðstafana — (gengisfellingin) hefði ekki þurft með, þá verður ríkisstjórnin ekki um sökuð, þótt hún sæi það ekki fyrir frem- ur en aðrir. (En það eru þá lika ónýt þau „rök“ Frsfl., sem liann hefur revnt að bera fram til að dylja hinar réttu ástæður, að „neyðarkallið“ liafi verið gjört af stríðsótta). Og eftir að stríðið skall á, nægðu afleiðingar þess til fjár- hagsviðreistarinnar á flestum sviðum. Viðreist landbúnaðarins. Gengisbreytingin miðaði einn- ig að viðreist landbúnaðarins, en varð sem áhrifalaus af völdum stríðsins, eins og fyrir sjávarút- veginn, enda hækkaði þá og brátt verð á þeim landbúnaðar- vörum, sem út fengust fluttar, af stríðsástæðum, beinum og ó- beinum. Aftur voru verðlagsnefndir þær, er „Stjórn hinna vinnandi stétta,, hafði sett yfir þjóðnýt- ingu verzlunarinnar með land- búnaðarvörum innanlands, látn- ar lialda áfram að halda verði á mjólk og kjöti hlutfallslega miklu lægra, en annað verðlag varð innanlands. Af því verða bændur nú að „súpa seyðið“ i verðlagsdeilunni Skattakúgunin. Til þess að geta haft sem. mest fé handa á milli til að seðja með hina botnlausu hít til opinberra útgjalda, sem hagkerfi social- ismans er byggt á, hafði „Stjórn hinna vinnandi stétta“ beitt skattkúgun, sem livergi átti sinn líka um viða veröld i lýðfrjálsu landi, og átti einnig sinn þátt í þeirri örtröð á sviði almenns fjárhags, sem olli uppgjöf stjórnarinnar. Á þessu sviði hefur „þjóð- stjórnin“ gjört nokkra tilslök- un, enda þótt hin opinberu út- gjöld hafi vaxið áfram vegna verðbólgunnar. Með batnandi liag atvinnuveganna og þar af leiðandi, og einnig af völdum hernámsins, batnandi almenn- ingshag, eru hinar opinberu á- lögur nú orðnar mikið léttbær- ari — i bráð. Með framansögðu er að mestu talið það, sem „þjóðstjórnin“ gerði, eða hugðist að gera, til viðreistar fjárhagsástandi lands- ins, þegar styrjöldin brauzt út og ruglaði alla reikninga. Það sem ógjört var látið. Auk gengisþvingunarinnar og skattakúgunarinnar voru. tvö önnur úrræði, sem „stjórn hinna vinnandi stétta“ hugðist að nota — og notaði — til að reyna að þvinga náttúrleg við- skiptalögmál inn á liagkerfis- brautir socialismans, en þau voru gjaldeyrisþvingun og inn- flutningshöft. Hvorttveggja er hægt að nota að vissu marki, til að hafa áhrif á gang mála, en ekki til að um- turna lögmálum þjóðarhagsins. Og beiting þeirra verður að fylgja skilningur á því, hvenær á og má beita þeim og hvenær ekki. Gjaldeyrishömlurnar. 1 gjaldeyrisþvingunina liélt „þjóðstjórnin" dauðahaldi eftir að augljóst var orðið, ekki að- eins að hún var orðin óþörf, heldur og' eftir það, að augljóst var, að beiting hennar var orðin fjármálum landsins stórhættu- leg. I þessari ráðstöfun var saman komið fjármálavit viðskipta- málaráðherra „þjóðstjórnar- innar“ og fjármálastjórnar þjóðbankans. Afleiðing þessarar ráðstöfun- ar var sú, að bankarnir voru „áður en þeir vissu af“ (hefir einhver sagt) búnir að safna svo mörgum tugmilljónum króna inneignum erlendis (í stað skulda áður), að reiknings- jöfnuður þeirra þoldi ekki, að hækkað væri gengi íslenzkrar krónu, eins og rétt hefði verið og ýmsar ástæður kröfðu, eftir að útflutningsverð fiskafurð- anna var orðið langt umfram þarfir, til að svara til fyllsta framl.kostnaðar innanlands, að með töldum ríflegum tillögum til endurnýjunar- og tryggingar- sjóða. Ef krónan hefði verið hækkuð, þá hefði reiknings- jöfnuður bankanna orðið „nei- kvæður", þ. e. þeir liefðu ekki átt fyrir skuldum. Þetta er eitt átakanlegasta dæmi, sem hugsast getur, um það, hversu ofstjórn og staur- blind „forsjá“ getur hatram- lega leitt á glapstigu. Innflutningshöftin. Með sama blinda þrálætinu var haldið i innflutningsböftin. Hamlað var innflutningi nauð- synjavara þrátt fyrir það, að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd var orðinn stórlega hagstæður og þrátt fyrir það, að augljóst. mátti vera, að verðlag erlendra vara myndi fara stórhækkandi. Með þessari „forsjá“ voru lands- mönnum sköpuð stórfelld tjón, bein og óhein. Gjaldeyrishömlurnar og inn- flutningshöftin voru hvort- tveggja undir forsjá sömu ráðu- neytisdeildarinnar. III. HERNÁMIÐ. Sögu hernámsins og „her- verndar“ Bandarikjanna er liér ekki ástæða til að rekja. Fyrir það verður „þjóðstjórnin“ hvorlci lofuð né löstuð. Um viðskipti stjórnarvald- anna við setuliðin hefir fátt eitt verið gert uppskátt. Verður um þau ekki ályktað af öðru en því, sem við augum blasir. Setuliðið sezt að. Óliagstæðast oss, af því, sem við augum blasir, er það, hvern- ig Bretum var leyft að setja nið- ur’ herbúðir sínar og hervirki i Reykjavík. Herbúðum og götu- virkjum var peðrað um allan hæinn, flugvöllur byggður inn- an byggðarinnar, höfnin gerð herskipVdiöín og hernaðarvið- skipta- og loftvarnastöðvar sett- ar innan bæjarins. Ófriðarþjóðirnar sumar hafa látið höfuðborgir sínar óvíggirt- ar og hefir þeim þá verið hlift við hernaðarárásum. Höfuðborg vor er beint „út- sett“ fyrir ógnum hernaðarins. Á engan hátt var hægt að að stofna þjóð vorri í meiri og beinni hættu af völdum ófrið- arins. Fram til þessa höfum vér ekki hlotið af þessu annað tjón, stór- fellt, en hin tiðnefndu mök setu- liðsins við konur og meyjar borgarinnar. Öðruvísi gat það ekki farið, úr því að setuliðið var svo „hentuglega“ sett niður i hæinn í þessu tilliti. Öðruvisi hefir það aldrei farið í allri ver- aldarsögunni, þegar setulið hef- ir haft aðsetur í hernuminni borg. Höfuðsökunum i kvennamál- um setuliðsins hefir þvi af fá- dæma skilningsleysi verið beint að þeim aðilanum, sem vanfær- astur var að verjast þeim áföll- um, sem orðin eru, en þeir látn- ir sleppa átölulaust, sem liöfuð- sökina eiga. Þær qgnir, sem þjóðinni geta verið búnar vegna hins ólieyri- lega glapræðis, að gjöra Reykja- vík að víggirtri borg, koma von- andi ekki yfir oss. En það verður þá ekki þeirra dyggð að þakka, sem því hafa ráðið. Viðskiptasamningar. I viðskiptasamningum vorum við Bretland fyrir árið 1940 má telja, að ríkisstjórnin næði að sumu leyti viðunandi samning- ingum (enda hafa Bretar lofað og endurlofað oss hagstæðum. viðskiptum), en að öðru leyti miður viðunandi. Bezti árangurinn má teljast sá, að Bretar viðurkenndu skyldu sína til að greiða oss bæt- ur fyrir markaðsspjöll af þeirra aðgerðum. Hið helzta á hina hliðina er það, er Bretar þvinga oss til að leggja sér gjaldeyri til herkostn- aðarútgjalda þeirra hér á landi, og að nokkrum hluta til að kaupa útflutningsvörur vorar, en lífsbjargarvöru þeirra, gegn bundnum og vaxtalitlum eða vaxtalausum innstæðum á reikningi í Bretlandi. Um gerðan og ógerðan samn- ing við Breta fyrir yfirstandandi ár skal ekki dæmt. Þótt hann hafi hlotið misjafna dóma j)já ýmsum, má þó vera, að ástæð- ur liafi legið þannig til, að við- unandi megi teljast sá hluti lians sem gerður er. Þess verður og að vænta afdráttarlaust, að rik- isstjórn vor láti ekki draga úr höndum sér fyrrnefnda viður- kenningu Breta um skyldu sína til bóta fyrir markaðsspjöll. Heýrzt hefir það frá við- skiptanefnd vorri við Bandarík- in, að þaðan sé að vænta hag- stæðra viðskiptasamninga, m. a. um atriði, sem bæta að nokkru úr ákvæðum i samningunum við Breta, sem oss eru óhagstæð. IV. LÝÐRÆÐI ST J ÓRN ARF ARSINS. Nokkur ástæða er til að beita „smásjánni“ lítilsháttar að lýð- ræðisást „þjóðstjórnarinnar“ í orði og verki. Allir mega kannast við orð- gnóttina í blöðum stjórnar- flokkanna um lýðræðisást sína, þó út af því bregði reyndar á stundum, sem di'epið verður á síðar. Er óþarft hér annað en rétt að minna á þá lýðræðisást alla. Rétt er aftur að víkja fáum orðum að hinu, hvernig þessi ofurást hefir lýst sér í verkun- um. — Verkin tala! Stjórnarmyndunin. Stjórnin vill láta kalla sig þjóðstjórn. Til hennar var þann- ig stofnað, sem fyrr var lýst, en hún hefir ekki sýnt neitt þjóð- stjórnaréðli. Hún var mynduð sem sambræðslustjórn þriggja stærstu þingflokkanna að nýlega afstöðnum einum hinum harð- sóttustu flokkskosningum, án þess að það væri á nokkurn hátt borið undir þjóðina og þvert of- an í það, sem búizt liafði verið við við kosningarnar. Nú gat neyðarástand þjóðar- innar verið orðið svo alvarlegt eftir stjórnarforustu „Stjórnar hinna vinnandi stétta — og var það líka, sem áður hefir verið lýst — að réttlætanleg væri bjargráðastjórn slík í bili þvert ofan í alla málfærzlu í gagn- stæða átt við kosningarnar, ef þingið hefði verið leyst upp að loknum störfum og stjórnin hefði í heild gengið til kosn- inga með sitt þjóðstjórnarpró- gramm. Hefði það prógramm sigrað við kosningarnar þá — og þá fyrst — var um að ræða þjóðstjórn. Að svo var ekki gert var frá- vik frá eðlilegum þingstjórnar- venjum. Vera má, að ýmsum þyki ó- þarft að vera nú að rifja upp þessa lýðræðislegu veilu, bæði vegna þess, að hún vakti, að þvi er virðist, ekki mikla athygli, er fram kæmi við opinberar um- ræður, og líka vegna hins, að stjórnarmyndunin varð þó til að bjarga þjóðinni frá fjárhags- hruni. Svo er þó ekki, ef að er gáð. Það er lýðræðinu alltaf liættu- legt að láta sig litlu skipta, þeg- ar vikið er frá lýðræðislegum grundvallarreglum, þó óskráð- ar séu, vegna þess fordæmis, sem það gefur. Það gerir auð- veldara að haldið sé áfram á sömu brautinni. Sú varð líka raunin á. Þetta fyrsta frávik „þjóðstjórnarinn- ar“ frá óskráðum lýðræðisvenj- um var aðeins upphaf að öðr- um fleiri samskonar, sem á eft- ir fóru. Ein syndin býður arinarri heim. Nú kann margur að álíta, að brotið á lýðræðislegum reglum við stjórnarmyndunina hafi ver- íð aðeins vangæzlusynd. Má og vera, að svo hafi verið fyrir mörgum þeim, er hlut áttu að máli. Aftur er grunsamlegt, að svo hafi ekki verið fyrir öllum. Brátt tóku að koma fram ummæli i blöðum, einkum i hlaði forsætisráðherrans, sem bentu til þess, að „á liærri stöð- um“ væri vakandi hugur fyrir því, að spyrja þjóðina litt ráða um stjórnmálaleg og stjórnar- farsleg efni. Jafnframt því, að talað var af hinum alkunna fjálgleik um ofurást á lýðræðinu var talað með aðdáun um „sterka menn“, sem „hefðu áræði til“, að ganga á móti þjóðarviljanum, og eru slíkar umræður hafðar uppi enn í sambandi við afgreiðslu aukaþingsins á frumv. Fram- sóknarflokksins í dýrtíðarmál- unum. Tillit til þjóðarviljans hefir í sambandi við framannefndar umræður um „sterka“ og ,,djarfa“ menn verið nefnt lýð- skrum“ og „úrræðalejrsi“. Slíkar all-langar og tíðar hugleiðingar og ályktanir minna óþægilega á málfærzluna i einræðislöndunum, bæði fyrir og eftir að lýðræðis-stjórnarfar- ið var afnumið. Það leið þá heldur ekki lang- ur tími til þess, að uggur sá, er þessar og þvilíkar orðræður vöktu fengu fulla staðfestingu i reyndinni. Kjörfrestunin. Þegar tók að líða að þeim tíma, að þjóðin átti að fá i hend- ur umboð sitt frá fulltrúum sín- um og ríkisstjórn þeirri, er fengið hafði völdin á svo sér- kennilegan og óvæntan hátt, sem áður var lýst, þá gekkst ríkisstjórnin fyrir því, að fram- lengja umboð sitt og þingmanna „i bili“, og þó til allt að fjögra ára tíma. Til þess að fá þessu fram- gengt við þingið og þjóðina, voru færðar fram ýmsar ástæð- ur, og þó aðallega ástæður, sem ekki þótti mega tala um nema á lokuðum þingfundum. Uggurinn, sem vakinn var í liug þjóðarinnar með þessuin duldu ástæðum, átti sinn þátt i því, að hún sætti sig furðanlega við þessa ráðstöfun. Síðar þótti það koma fram, að þessar dularfullu ástæður, sem til höfðu verið færðar, hefðu annað hvort breytzt eða væri ekki svo haldgóðar sem skvldi til svo stórra hluta. Varð það til þess, að almennt var farið að ráðgjöra, og frá þingflokkanna og ríkisstjórnar- innar hálfu, að undirbúa — ekki þjóðstjórnarkosningar, heldur flokkskosningar. Sýnileg tákn þess undirbún- ings var málfærzlan i flokks- blöðunum og frumvarp Fram- sóknarflokksins i dýrtiðarmál- unum og aðferðin, sem notuð var til að reyna að þvinga það fram. Hefir þessu verið nokkuð lýst hér í blaðinu áður, og vís- ast til þess. En livað sem er að segja um allt þetta, þá er samt hitt víst, að með kjörfrestuninni var um

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.