Kvennapósturinn í Kópavogi - 26.04.1994, Qupperneq 1

Kvennapósturinn í Kópavogi - 26.04.1994, Qupperneq 1
I (JQjE l.TBL. l.ÁRG. 1994. NNAPOSTURINN í KÓPAVOGI KVENNALISTINN í BÆJARSTJÓRN •Xvennalistinn er stjórnmála- og baráttuafl í íslenskum stjórnmálum. Hann hefur haslað sér völl meðal annarra stjórnmálaafla og markað sér þar sérstöðu. íslenskir stjórnmálaflokkar hafa, enn sem komið er, lítið rúm fyrir konur. Próflkjör virðast ekki hafa aukið möguleika kvenna til stjórnmálaþáttöku, þvert á móti. Með tilkomu þeirra hefur jafnvel hið fræga „kvennasæti" flokkanna tapast. Látið er í veðri vaka að hagsmunir karla og kvenna séu hinir sömu. Það er ekki rétt. Veruleiki karls og konu er ólíkur á margan hátt þótt bæði séu í sömu þjóðfélagsstétt og hafi sömu menntun. Líf manna markast svo mjög af kynferði þeirra að það hlýtur að vera grundvallaratriði í lýðræðisþjóðfélagi að tryggja báðum kynjum sömu tækifæri til menntunar, valda og áhrifa. Pólitísk stefna Kvennalistans er því sú að sjónarmið kvenna fái notið sín í jafn ríkum mæli og sjónarmið karla. ÁCvennalistinn í Kópavogi býður nú fram í annað sinn. Fyrir fjórum árum komst engin kona af listanum í bæjarstjórn. Tæpast leikur á tveim tungum að málefni kvenna, barna og aldraðra hafa ekki verið efst á blaði hjá bæjarstjórninni á kjörtímabilinu. Nú er Ar fjölskyldunnar. Einmitt þá er sérstaklega brýnt að konur komist til valda í bænum. KJÓSUM ÞVÍ KVENNAIJSTANN J • JAFNRÉTTISMÁL • VIÐ VILJUM: • að gerð verði könnun á stöðu karla og kvenna í bænum, • að stofnað verði embætti jafnréttisfulltrúa, • að launakerfi bæjarins verði endurskoðað, • að Kópavogsbær hafi forgöngu um að störf heimavinnandi húsmæðra verði að fullu metin til launa er þær koma út aftur á vinnumarkaðinn. KVENFRELSI TIL FARSÆLDARI

x

Kvennapósturinn í Kópavogi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennapósturinn í Kópavogi
https://timarit.is/publication/1330

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.