Fréttablaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 20
Húsið hefur einstakan karakt-er og það er með sorg í hjarta sem þau hjónin eru að selja. „Við elskum hvern fermetra í þessu húsi og þessum garði. Við fluttum hingað 1992 og þarna höfum við alið upp tvo drengi, yndislegan hund og ótal fugla. Ungu mennirnir eru uppkomnir og þetta er orðið of stórt hús fyrir okkur tvö,“ segir Jóhanna M. Thorlacius. Húsið er 225,9 fermetrar að stærð, þar með talin 45 fermetra vinnustofa sem hefur verið breytt í stúdíóíbúð, ásamt 12 fermetra óskráðu verkstæði í bakgarði. Arkitekt hússins er Albína Thordar son og stendur húsið við rólega götu, í sannkallaðri sveit í borg. Það er sex herbergja, með þrjú svefnherbergi og þrjár stofur auk stúdíóíbúðarinnar. „Við höfum alltaf sinnt öllu við- haldi jafnóðum og húsið er í mjög góðu standi. Garðurinn er stór og mikill og nú erum við að nálgast sextugt. Þetta eru viss tímamót og næstu árin verða öðruvísi. Nú ætlum við að draga saman seglin og huga í meira mæli að andlegum málum; njóta lista og menningar, ástunda íhugun, útiveru og fleira,“ segir Jóhanna Margrét. Garðurinn vekur athygli með hellulagðri verönd á baklóð til suðurs með útgengi frá stórum sólskála. Þar er fallegur gróður; heitur pottur og tjörn í bakgarði og mikil veðursæld er á lóðinni sem er 1.054,2 fermetrar að stærð. Inn- keyrslur eru beggja vegna hússins, alls 3-4 bílastæði. Falleg og vönduð hraunhleðsla er á lóðarmörkum. Snjóbræðslukerfi er undir hellu- lagðri innkeyrslu við aðalinngang en náttúruleg steinlögn hinum megin. Virkilega fallegur gróður er á lóðinni sem hefur verið vel hirt í gegnum árin. Staðsetningin er frábær með fallegum gönguleiðin að Varmá, Reykjalundi, Helgafelli, Hafra- vatni og öðrum náttúruperlum. Barnvæn staðsetning þar sem stutt er í leikskólann Reykjakot og Krikaskóla. Opið hús verður sunnudaginn 12. maí klukkan 14.00-14.30. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Garðurinn vekur athygli með hellulagðri verönd á baklóð til suðurs. Fyrir utan sólskála er fallegur gróður; heitur pottur og tjörn. Mikil veðursæld er á lóðinni sem er 1.054,2 fermetrar að flatarmáli. Páfagaukabúrið vekur mikla athygli enda ansi stórt. „Það er unaðslegt að hlusta á þá frá morgni til kvölds.“ Þetta eru viss tímamót og næstu árin verða öðruvísi. Nú ætlum við að draga saman seglin og huga í meira mæli að andlegum málum; njóta lista og menningar, ástunda íhugun, útiveru og fleira. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . M A Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 8 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 3 -8 7 F 8 2 2 F 3 -8 6 B C 2 2 F 3 -8 5 8 0 2 2 F 3 -8 4 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.