Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
Frjálsíþróttakonan Arna Stefanía
Guðmundsdóttir og handbolta-
maðurinn Einar Rafn Eiðsson voru út-
nefnd íþróttafólk FH árið 2018 í hófi í
Kaplakrika á gamlársdag.
Arna Stefanía varð meðal annars
Norðurlandameistari í 400 metra
hlaupi innanhúss og hlaut fyrir það
1.074 stig. Hún leiddi FH til sigurs í
Meistaramóti Íslands í kvennaflokki.
Einar Rafn var lykilmaður í FH-liðinu
sem varð í öðru sæti í Olísdeildinni
eftir úrslitaeinvígi við ÍBV.
Knattspyrnudeild Selfoss hefur
gengið frá tveggja ára samningi við
miðjumanninn Karitas Tómasdóttur.
Undanfarin þrjú tímabil hefur Karitas
spilað með Selfossi yfir hásumarið en
einnig stundað nám við TCU-
háskólann í Texas. Hún útskrifast
næsta vor. Karitas hefur verið lykil-
maður á miðjunni hjá Selfossliðinu.
Hún hefur leikið 109 meistaraflokks-
leiki fyrir Selfoss, þar af 63 í efstu
deild.
Eitt
ogannað
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Guðmundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik
karla, ákvað í gær að kalla inn þriðja
markvörðinn í landsliðshópinn sem
fer til Noregs í dag og tekur þátt í
fjögurra liða móti í Ósló í vikunni.
Guðmundur sagði við Morgunblaðið
síðdegis í gær að hann vildi gjarnan
sjá hvernig Ágúst Elí Björgvinsson,
markvörður Sävehof í Svíþjóð, stæði
sig í leikjunum í Noregi í samanburði
við hina markverðina tvo sem fyrir
eru í hópnum, en það eru Aron Rafn
Eðvarðsson og Björgvin Páll Gúst-
avsson.
Einnig vakti það athygli í gær að
Heimir Óli Heimisson, línumaður úr
Haukum, kemur inn í hópinn á kostn-
að Ágústs Birgissonar, FH, sem var í
20 manna hópnum sem Guðmundur
Þórður kynnti um miðjan desember
sem væntanlegan æfingahóp fyrir
HM. „Heimir Óli hefur æft með okk-
ur síðan fyrir jól og staðið sig vel auk
þess sem það eru uppi spurningar-
merki varðandi línumannsstöðuna
vegna meiðsla Arnars Freys,“ sagði
Guðmundur Þórður.
Arnar Freyr nefbrotnaði í leik með
Kristianstad rétt fyrir áramótin. Af
þeim sökum ríkir vafi á að hann verði
í hópnum sem fer til þátttöku á
heimsmeistaramótinu í Þýskalandi
eftir sjö daga.
Stefán Rafn er ennþá veikur
Sautján leikmenn eru í hópnum
sem tekur þátt í mótinu í Ósló þar
sem íslenska liðið mætir liðum Nor-
egs, Hollands og Póllands. Guðjón
Valur Sigurðsson er eini vinstri
hornamaðurinn í landsliðshópnum
sem stendur. Stefán Rafn Sig-
urmannsson, sem átti að vera Guðjóni
Val við hlið, hefur verið veikur síð-
ustu daga og ekki jafnað sig. „Enn
leikur vafi á hvort hann er með vírus
eða ekki og á meðan þeirri spurningu
er ósvarað þá er engin ástæða til þess
að taka Stefán með til Noregs. Hann
verður eftir heima og jafnar sig. Svo
tökum við stöðuna á honum þegar við
komum heim frá Noregi á næsta
sunnudagskvöld,“ sagði Guðmundur
Þórður ennfremur í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hópurinn sem fer til Noregs er
skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Aron Rafn Eðvarðsson, Ágúst Elí
Björgvinsson og Björgvin Páll Gúst-
avsson eru markverðir. Aðrir leik-
menn: Guðjón Valur Sigurðsson, Ar-
on Pálmarsson, Ólafur Andrés
Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson,
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus
Daði Smárason, Ómar Ingi Magn-
ússon, Rúnar Kárason, Arnór Þór
Gunnarsson, Sigvaldi Guðjónsson,
Ýmir Örn Gíslason, Daníel Þór Inga-
son, Ólafur Gústafsson og Heimir Óli
Heimisson.
„Ég reikna með að taka mér eins
mikinn tíma og ég hef til þess að velja
hópinn sem fer á HM. Hann verður
örugglega ekki tilkynntur fyrr en að
kvöldið áður en við leggjum af stað til
Þýskalands, það er á þriðjudags-
kvöldið í næstu viku. Enn eru nokkur
óvissuatriði vegna veikinda og
meiðsla,“ sagði Guðmundur Þórður
Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik karla.
Fyrsti leikur Íslands á mótinu í
Ósló verður við Norðmenn á morgun.
Á laugardaginn leikur liðið við bras-
ilíska landsliðið og það hollenska á
sunnudag.
Þrír markverðir til Ósló
Guðmundur Þórður kallaði á Ágúst Elí í gær Heimir Óli hefur ýtt Ágústi Birgis
út í bili en óvissa ríkir um Arnar Frey Guðjón Valur eini vinstri hornamaðurinn
Morgunblaðið/Hari
Tækifæri Heimir Óli Heimisson t.v. fær tækifæri til að sýna hvað í sér í býr í leikjum landsliðsins á mótinu í Ósló næstu
daga. Hér er hann í vörn ásamt Aroni Pálmarssyni og Aroni Rafni Eðvarðssyni markverði gegn Barein á dögunum.
lands í hópfimleikum hafnaði í öðru
sæti á Evrópumótinu í Portúgal og
hafnaði í þriðja sæti í kjörinu. Sjö lið
fengu stig.
Hreinn átjándi í Heiðurshöllina
Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson
var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ við at-
höfn sem fram fór samhliða kjöri
íþróttamanns ársins. Hreinn er
átjándi íþróttamaðurinn sem hlýtur
þennan heiður. Hreinn var kjörinn
íþróttamaður ársins 1976, 19́77 og
1979. Hreinn varð Evrópumeistari
innanhúss árið 1977 og varpaði kúl-
unni fyrstur Íslendinga yfir 21 metra.
Íslandsmet hans, 21,09 metrar, stóð í
13 ár.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fremst Sara Björk Gunnarsdóttir með styttuna sem fylgir sæmdarheitinu íþróttamaður ársins.
Spánn
Barcelona – Obradoiro ...................... 79:73
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 2 stig og
tók 4 fráköst á þeim 18 mínútum sem hann
lék fyrir Obradorio.
Þýskaland
Bremerhaven – Alba Berlín............... 86:94
Martin Hermannsson lék með Alba
Berlin í 12 mínútur og skoraði 9 stig.
Austurríki
Flyers Wels – Graz UBSC................... 95:93
Dagur Kár Jónsson skoraði 12 stig fyrir
Flyers Wels, tók 2 fráköst og átti 7 stoð-
sendingar á þeim 37 mínútum sem hann tók
þátt í leiknum.
Svíþjóð
Umeå – Borås .................................... 91:106
Jakob Örn Sigurðarson lék ekki með Bo-
rås að þessu sinni.
NBA-deildin
Indiana – Atlanta.............................. 116:108
Charlotte – Orlando ......................... 125:100
Houston – Memphis ......................... 113:101
San Antonio – Boston....................... 120:111
New Orleans – Minnesota ............... 123:114
Oklahoma City – Dallas ................... 122:102
Phoenix – Golden State.................... 109:132
KÖRFUBOLTI
Vináttulandsleikir karla
Ísland – Barein ..................................... 36:19
Serbía – Túnis....................................... 29:25
Belgía – Úkraína................................... 28:23
Lettland – Egyptaland ........................ 24:38
Noregur
Bikarúrslitaleikur:
Elverum – Halden ............................... 30:22
Þráinn Orri Jónsson skoraði 4 mörk fyr-
ir bikarmeistara Elverum og Sigvaldi
Björn Guðjónsson 2.
Danmörk
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Esbjerg – Odense................................. 25:27
Rut Jónsdóttir skoraði ekki mark fyrir
Esbjerg.
Bikarkeppnin, 3.sæti:
Esbjerg – Randers............................... 26:32
Rut Jónsdóttir skoraði ekki mark fyrir
Esbjerg.
Frakkland
Chambray – Toulon ............................ 34:17
Mariam Eradze skoraði 4 mörk fyrir
Toulon.
Þýskaland
Neckarsulmer – Dortmund................ 27:33
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði eitt
mark fyrir Dortmund.
HANDBOLTI
17. Ólafía Þ. Kristinsd., golf............15
18. Róbert Ísak Jónsson, ÍF ............12
19. Axel Bóasson, golf.....................11
20. Anton Sveinn McKee, sund .......9
21.-23. Arnar D. Jónsson, keila........4
21.-23. Ásdís Hjálmsdóttir, frj .........4
21.-23. Helena Sverrisdóttir, körf....4
24. Hannes Þ. Halldórsson, knsp ....3
25.-29. Aníta Hinriksdóttir, frj.........2
25.-29. Fanney Hauksd., kraftl ........2
25.-29. Glódís P.Viggósd., knsp.......2
25.-29. Guðni V. Guðnason, frj ........2
25.-29. Sif Atladóttir, knsp..............2
30.-31. Birgir L. Hafþórss., golf .......1
30.-31. Þuríður E,. Helgad., lyft........1
atkvæði
manni ársins