Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 1

Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 1
www.landsvirkjun.is Við leitum að leiðtoga í starf forstöðumanns jarðvarmadeildar Landsvirkjun greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi stjórnunarstarf á sviði endur- nýjanlegrar orkuvinnslu, sem krefst framúrskarandi samskipta- og stjórnunarhæfileika. Hlutverk jarðvarmadeildar er að annast orkuvirki Landsvirkjunar á sviði jarðvarma og vindafls. Forstöðumaður ber m.a. ábyrgð á rekstrar- og viðhaldsmálum ásamt ábyrgð á öryggis- og umhverfismálum sem tengjast jarðvarma og vindaflsvirkjunum. Viðkomandi ber einnig ábyrgð á samstarfi við hagsmunaaðila. • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Leiðtogahæfileikar • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg • Frumkvæði, samviskusemi og metnaður • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvæðni • Sjálfstæð vinnubrögð Sótt er um starfið hjá Hagvangi og nánari upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2019. Skipstjóri óskast á frystitogara Reyktal þjónusta ehf. leitar að skipstjóra á frystitogara. Um er að ræða langtímastarf hjá traustu erlendu fyrirtæki. Leitað er að skipstjóra með ótakmörkuð réttindi á fiski- skip og æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af rækjuveiðum og hafi góð tök á ensku. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: reyktal@reyktal.is. Nánari upplýsingar veita: Hjálmar Vilhjálmsson og Ólafur Óskarsson í síma 588-7666. Reyktal þjónusta ehf. er umboðsaðili erlend- ra útgerða sem tengjast Eystrasaltsríkjunum og Danmörku. Aðallega er gert út í Barents- hafi og fyrst og fremst á rækju með skipum sem veiða með tveimur eða þremur trollum samtímis. Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi. Samherji fiskeldi er dótturfyrirtæki Samherja og er fiskeldisfyrirtæki sem rekur sex eldisstöðvar, tvær á Suðurnesjum, tvær í Ölfusi og tvær í Öxarfirði. Samherji fiskeldi er sérhæft í landeldi á laxi og bleikju og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu landsins sem er sérhæfð til vinnslu á bleikju. Vinnslan var opnuð í febrúar 2018 og er í Sandgerði. Félagið er stærsti bleikjuframleiðandi í heimi og selur afurðir sínar ferskar og frosnar til kröfuhörðustu stórmarkaða og veitingahúsa víða um heim. Gæði og áreiðanleiki eldisferils Samherja fiskeldis er vottaður af óháðum aðila. Þróun og viðhald hátækni vinnuþjarka og fiskvinnsluvéla, framtíðarstarf í Sandgerði Samherji fiskeldi auglýsir eftir rafvirkja, vélfræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun og/eða reynslu til starfa í nýrri vinnslu félagsins í Sandgerði. Okkur vantar einstakling í liðið til að framleiða vörur af bestu gæðum í fullkomnustu tækjum sem völ er á. Nánari upplýsingar veitir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri í síma 560 9000. Vinsamlega skilið skriflegum umsóknum til Önnu Maríu Kristinsdóttur, Starfsmannastjóra Samherja hf Glerárgötu 30, 600 Akureyri eða með tölvupósti á netfangið anna@samherji.is Viðkomandi þarf að hafa: • Metnað fyrir framleiðslu hágæða matvæla • Getu til að starfa sjálfstætt og frumkvæði til að vinna að fyrirbyggandi viðhaldi • Þekking á iðnstýringum • Vera jákvæður og tilbúin að takast á við nýjungar í tækni • Starfið felst í eftirliti, þróun, umhirðu og viðhaldi véla og tækja í nýrri og fullkominni fiskvinnslu félagsins sem var opnuð í febrúar 2018 • Menntun á sviði rafvirkjunar, rafeindavirkjunar eða vélvirkjunar er kostur • Góð tölvukunnátta er skilyrði • Enskukunnátta er skilyrði        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.