Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 3

Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 3 Okkur vantar þroskaþjálfa í Borgarhólsskóla Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans borgarholsskoli.is. Laust er til umsóknar starf þroskaþjálfa við skólann í 100% stöðu- hlutfall. Í skólanum er starfað í teymum og í anda jákvæðs aga. Helstu verkefni og ábyrgð: • kemur að þjálfun einstaklinga • veitir ráðgjöf og leiðsögn til samstarfsaðila • kemur að gerð einstaklingsnámskráa • stjórnar og skipuleggur teymistfundi • kemur að daglegri umsjón og skipulagi í sérhæfðri þjónustu Menntunar og hæfnikröfur: • starfsréttindi þroskaþjálfa • leiðtogahæfni, metnaður og áhugi • reynsla af skipulagi og teymisstjórnun • áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga. Hvetjum karla sem konur til að sækja um Umsóknarfrestur er til 14. apríl 2019. Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið threyk@borgarholsskoli.is. Upplýsingar veitir skólastjóri. Ferilskrá skal fylgja umsókn, afrit af prófskírteinum og umsagnar aðilum. Forsætisráðuneytið auglýsir embætti seðlabankastjóra laust til umsóknar Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum. Aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra tvisvar sinnum. Seðlabankastjóri skal fullnægja almennum starfsgengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Við skipun í embættið mun forsætisráðherra, skv. 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, skipa þriggja manna nefnd er hefur það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda um embættið. Verður einn nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og er hann formaður nefndarinnar. Í umsókn um embættið skal greina frá nafni, kennitölu og heimilisfangi umsækjanda auk þess sem veita skal ítarlegar upplýsingar um menntun viðkomandi, starfsferil og reynslu. Um laun og önnur starfskjör fer eftir ákvæðum laga um launa- og starfskjör seðlabankastjóra, sbr. b-lið 28. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Skipað verður í embættið frá og með 20. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019. Vinsamlega sendið umsóknir og starfsferilskrár til forsætis- ráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eða á netfang ráðuneytisins postur@for.is. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Í forsætisráðuneytinu, 20. febrúar 2019. Umsjónaraðili Stuðningsnetsins Stuðningsnet sjúklingafélaganna óskar eftir umsóknum í starf umsjónaraðila Stuðningsnetsins. Um er að ræða 30% starf sem mögulega gæti þróast frekar. Stuðningsnetið er samstarfsvettvangur 15 sjúklingafélaganna sem býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra, sjá nánar á heimasíðu félagsins www.studningsnet.is . Frekari upplýsingar um starfið: Umsóknum skal fylgja upplýsingar um nám og starfsferil (CV) ásamt kynningabréfi. Umsóknfrestur er til 1. mars en umsóknir berist með tölvupósti í netfangið stjorn@studningsnet.is . Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Stefanía G. Kristinsdóttir, formaður stjórnar (891-6677/ stefania@sibs.is ) Helstu verkefni og ábyrgð Upplýsingar um markmið, verkferla og áherslur Stuðningsnetsins má finna á heimasíðu þess en helstu verkefni umsjónaraðila eru: • Rekstur og starfsemi Stuðningsnetsins • Umsjón með stuðningsbeiðnum • Umsjón með og handleiðsla stuðningsfulltrúa • Samstarf við aðildarfélög Stuðningsnetsins um kynningarmál • Annað sem fellur til hverju sinni Hæfnikröfur • Jákvæðni og sveigjanleiki • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Fagmenntun á sviði ráðgjafar, t.d. á heilbrigðissviði • Reynsla af jafningjastuðningi kostur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.