Morgunblaðið - 18.02.2019, Page 4

Morgunblaðið - 18.02.2019, Page 4
ena elskar að spila stóru leikina og líð- ur sennilega sjaldan eins vel og fyrir framan troðfulla stúku í Höllinni. Hel- ena sá alls ekki um Stjörnuna ein síns liðs. Yngri systir hennar, Guðbjörg Sverrisdóttir, átti virkilega góðan leik og Hallveig Jónsdóttir setti mikilvæg skot niður. Heather Butler var dugleg og gaf átta stoðsendingar en hún hitti ekki vel. Hjá Stjörnunni var Danielle Ro- driguez í sérflokki að vanda. Hún skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar og var því afar ná- lægt þreföldu tvennunni. Jóhanna Björk Sveinsdóttir átti fína spretti, en aðrir leikmenn geta betur. Flest verð- Í LAUGARDALSHÖLL Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valur vann sinn fyrsta stóra titil í körfubolta í kvennaflokki á laug- ardaginn var. Valskonur unnu þá öruggan 90:74-sigur á Stjörnunni í bikarúrslitum í Laugardalshöll. Stjarnan byrjaði ágætlega og komst í 11:7 og vel gekk að loka á Helenu Sverrisdóttur. Danielle Rodriguez fékk það krefjandi hlutverk og byrjaði ágætlega. Rodriguez er snöggur og hreyfanlegur leikmaður og tókst henni ágætlega að trufla Helenu framan af leik. Helena er hins vegar afar skörp körfuboltakona. Hún var snögg að finna leiðir framhjá Ro- driguez og um leið og Helena datt í gang var ekki að spyrja að leikslok- um.Valskonur náðu forskoti undir lok fyrsta leikhlutans og héldu því út leik- inn. Helena elskar stóru leikina Stjörnuliðið hélt fast í Valskonur í fyrri hálfleik og hleypti þeim ekki of langt frá sér. Það er hins vegar erfitt að elta og sérstaklega á móti Val, þar sem gæðin eru gríðarleg. Valsliðið var alltaf líklegt til að sigla sigrinum í hús, þrátt fyrir ágætar tilraunir Stjörn- unnar til að minnka muninn. Helena Sverrisdóttir skoraði 31 stig, var með magnaða nýtingu og tók auk þess 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hel- ur að ganga upp ætli Stjarnan sér að vinna lið eins og Val. Bríet Sif Hin- riksdóttir verður að hitta betur og Ragna Margrét Brynjarsdóttir verð- ur að spila betur. Veronika Dzhikova kom með góða innkomu í leikinn hjá Stjörnunni í seinni hálfleik og þær Jóhanna Björk náðu mjög vel saman. Það dugði hins vegar ekki til, því Valskonur voru með svar við öllu sem Stjarnan reyndi. Með því að fá Helenu Sverrisdóttur til félagsins fyrir áramót sendi Valur skilaboð til annarra liða deildarinnar. Skilaboð þess efnis að ef eitthvert lið ætlar sér að vinna eitthvað í vetur, þarf að komast í gegnum Val fyrst. „Við erum tilbúnar í þessa pressu sem fylgir. Það eru allir að segja að við eig- um að vinna þetta allt saman og við erum undirbúnar í það,“ sagði Helena í samtali við Morgunblaðið í leikslok. Hallveig Jónsdóttir tók í sama streng: „Ef við spilum svona vel með pressu á okkur þá hjálpar hún greinilega,“ sagði Hallveig. Valur ætlar sér tvo titla í viðbót Með bikarkeppninni eru Valskonur búnar að vinna 15 af síðustu 16 leikj- um sínum. Þær eru hvergi nærri hættar og ætla sér tvo titla í viðbót; deildarmeistaratitilinn og Íslands- meistaratitilinn. Fram undan hjá Stjörnunni er hörð barátta um fjórða sæti deildarinnar, það síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Reynslan sem Stjörnukonur fengu við að fara tvíveg- is í Laugardalshöllina að spila stór- leiki ætti að hjálpa. Frammistaða Stjörnunnar var ágæt og dugar oftar en ekki gegn öðrum liðum en Val. Sá fyrsti en örugglega ekki sá síðasti hjá Val  Valur ætlar sér tvo titla til viðbótar í vetur  Helenu líður vel í Höllinni Morgunblaðið/Eggert Tilfinningar Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson bregðast við lokaflautinu í úrslitaleiknum. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 Grill 66 deild kvenna Valur U – Fylkir ................................... 29:27 Staðan: Afturelding 15 12 1 2 389:306 25 ÍR 15 12 0 3 435:346 24 Valur U 15 10 1 4 421:359 21 Fylkir 15 10 1 4 410:361 21 FH 16 9 1 6 419:355 19 Fram U 16 9 1 6 424:376 19 Grótta 14 5 1 8 311:348 11 HK U 14 5 0 9 332:373 10 Fjölnir 15 5 0 10 384:402 10 Víkingur 16 2 0 14 304:423 4 Stjarnan U 15 1 0 14 290:470 2 Þýskaland Kiel – Magdeburg................................ 25:28  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá keppni vegna meiðsla. Alfreð Gíslason þjálfar liðið. Füchse Berlín – Gummersbach ......... 25:19  Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir Füchse. Bergischer – Wetzlar.......................... 26:22  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Bergischer. Melsungen – Bietigheim..................... 31:24  Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim. Flensburg – Erlangen......................... 28:18  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. B-deild: Balingen – Hamm................................ 30:22  Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk fyrir Balingen. Dessauer – Lübeck-Schwartau ......... 24:28  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Lübeck-Schwartau. Ferndorf – Hamburg .......................... 26:22  Aron Rafn Eðvarðsson lék ekki með Hamburg vegna meiðsla. A-deild kvenna: Göppingen – Dortmund...................... 26:30  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði eitt mark fyrir Dortmund. Metzingen – Neckarsulmer................ 36:26  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði eitt mark fyrir Neckarsulmer. Spánn Benidorm – Alcobendas...................... 33:24  Stefán Darri Þórsson skoraði tvö mörk fyrir Alcobendas. Danmörk Aalborg – Ringsted ............................. 34:25  Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon ekkert. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Esbjerg – Nyköbing ............................ 42:27  Rut Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Esbjerg. Ajax – Aarhus United ......................... 22:23  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði eitt mark fyrir Ajax. Frakkland Saint Amand – Toulon ........................ 26:31  Mariam Eradze skoraði ekki fyrir Tou- lon. Noregur Elverum – Bodö ................................... 35:21  Þráinn Orri Jónsson skoraði eitt mark fyrir Elverum. Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Elverum. Drammen – Haslum ............................ 30:27  Óskar Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Drammen. Svíþjóð Guif – Sävehof...................................... 24:31  Ágúst Elí Björgvinsson varði 13 skot í marki Sävehof. Höör – Boden ....................................... 31:17  Hafdís Renötudóttir varði þrjú skot í marki Boden. Austurríki West Wien – Krems ............................. 25:29  Viggó Kristjánsson skoraði 10 mörk fyr- ir West Wien, Guðmundur Hólmar Helga- son þrjú og Ólafur Bjarki Ragnarsson eitt. Meistaradeild karla A-RIÐILL: Barcelona – Kristianstad ................... 43:26  Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Barcelona.  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 4 mök fyrir Kristianstad, Ólafur A. Guðmundsson skoraði 2 og Teitur Einarsson 2. Meshkov Brest – RN Löwen............... 27:24  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Löwen og Alexander Petersson 3.  Efstu lið: Barcelona 20, Veszprém 16. B-RIÐILL: Pick Szeged – Motor Zaporozhye ..... 30:29  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú mörk fyrir Pick Szeged. Skjern – Nantes ................................... 32:34  Björgvin Páll Gústavsson varði 11 skot í marki Skjern. Tandri Már Konráðsson lék ekki með Skjern.  Efstu lið: Paris SG 22, Pick Szeged 19, Flensburg 12, Nantes 11, Zagreb 10. EHF-bikar karla Cuenca – Tvis Holstebro .................... 26:24  Vignir Svavarsson skoraði ekki fyrir Holstebro. GOG – Granollers ................................ 34:26  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk fyrir GOG. HANDBOLTI Stjarnan - Valur 74:90 Laugardalshöll, Bikarkeppni kvenna, 16. febrúar 2019. Gangur leiksins: 7:6, 11:7, 13:14, 15:21, 22:26, 30:31, 36:38, 38:45, 38:50, 43:55, 49:58, 55:65, 57:70, 61:77, 67:79, 74:90. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 27/9 fráköst/10 stoðsendingar, Jó- hanna Björk Sveinsdóttir 13/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Bríet Sif Hin- riksdóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7/5 fráköst, Veronika Dzhikova 6/4 fráköst, Ragnheiður Be- nónísdóttir 5/5 fráköst. Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn. Valur: Helena Sverrisdóttir 31/13 frá- köst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverr- isdóttir 19, Hallveig Jónsdóttir 14, Heather Butler 13/5 fráköst/8 stoð- sendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5, Ásta Júlía Grímsdóttir 4, Simona Po- desvova 4/8 fráköst/5 stoðsendingar. Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Jóhannes Páll Friðriksson, Ísak Ernir Kristinsson. Áhorfendur: 1.300 Stjarnan –Valur 74:90 Helena Sverrisdóttir flest fráköst. Helena besti maður vallarins í gang í fyrsta leikhlu slæmum málum. Moggama Brandon Rozzell Ægir Þó ið undir þessu en Rozzell sem er ekki lítið þegar to mætt er að geta leitað til getur skorað þegar spenn Moggamaðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.