Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
CONSULAR
CLERK/CASHIER
Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu
Consular Clerk/Cashier lausa til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars
2019. Frekari upplýsingar er að finna á
heimasíðu sendiráðsins:
http://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking
an idividual for the positions of Consular
Clerk/Cashier. The closing date for the
position is March 10, 2019. Application
forms and further information can be found
on the Embassy’s home page:
http://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
Please send your application and resumé
to: reykjavikvacancy@state.gov
Lausar eru til umsóknar
tvær 100% kennarastöður og
ein 100% staða þroskaþjálfa við
Laugalandsskóla í Holtum, Rangárþingi
ytra, skólaárið 2019-2020.
Um er að ræða umsjónarkennara á miðstigi, dönskukennslu á
unglingastigi, og sérkennara sem getur kennt íslensku í efstu
bekkjum. Þorskaþjálfinn vinnur aðallega með nemendum á
yngsta stigi.
Umsækjandur þurfa að hafa kennsluréttindi, góða
skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Laugalandsskóli er í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík.
Húsnæði á staðnum og/eða í sveitinni.
Umsóknarfrestur er til 12. mars 2019.
Veffang: http://www.laugaland.is
Netfang: laugholt@laugaland.is
Upplýsingar veitir skólastjóri í vs. 487 6540 og
gsm 896 4841 og aðstoðarskólastjóri vs. 487 6544.
Reykhólahreppur auglýsir stöðu skólastjóra Reykhólaskóla lausa til umsóknar. Skólinn er samrekinn leik-,
grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur. Reykhólar er sveitarfélag með um
270 íbúa og þar af býr um helmingur þeirra á þéttbýlinu á Reykhólum. Á Reykhólum er að finna margvíslega
þjónustu.
Starfssvið:
• Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
• Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild
• Að stýra og bera ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf leik- og/eða grunnskólakennara
• Kennslureynsla í grunnskóla er skilyrði
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða er kostur
• Reynsla af störfum á sviði stjórnunar, rekstrar og þróunarstarfi er kostur
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi og metnaðarfullur.
Staðan er laus frá 1. júní 2019. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Kennarasambands Íslands.
Umsókn skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf og
meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði
konur og karla til að sækja um starfið.
Upplýsingar um starfið veitir Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í síma 430-3200 eða í gegnum
netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2019.
Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Laus til umsóknar staða
skólastjóra Reykhólaskóla
Náttúrustofa Norðurlands vestra er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða með aðsetur á
Sauðárkróki, auk starfsstöðva á Skagaströnd í samstarfi við Biopol ehf. og Hvammstanga í
samstarfi við Selasetur Íslands. Verkefni stofunnar eru fjölbreytt en meginviðfangsefnin felast í
rannsóknum, öflun og miðlun upplýsinga um náttúru Norðurlands vestra.
Okkur vantar sérfræðing til starfa fyrir Náttúrustofuna með aðsetur á
Hvammstanga í samstarfi við Selasetur Íslands.
Helstu verkefni sérfræðings á Hvammstanga
Rannsóknir, söfnun og miðlun þekkingar á náttúru Norðurlands vestra.
Strandsvæðarannsóknir og ráðgjöf við hlunnindanýtingu með áherslu á æðarrækt.
Þjónusturannsóknir og verkefni fyrir sveitarfélög og fleiri aðila.
Önnur sérhæfð verkefni, eftir atvikum, sem heyra undir starfsemi stofunnar.
Menntun og hæfniskröfur
• Háskólapróf í náttúruvísindum er skilyrði.
• Reynsla af náttúrurannsóknum.
• Metnaður og sjálfstæði í starfi.
• Samstarfshæfni og öguð vinnubrögð.
• Gott vald á íslensku og a. m. k. einu öðru tungumáli æskileg.
Leitað er að einstaklingi með frumkvæði, sem er skapandi í starfi, með góða skipulagshæfni og færni í
mannlegum samskiptum.
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Mat á hæfni umsækjenda byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtölum. Frekari
upplýsingar veitir Bjarni Jónsson forstöðumaður (s: 8947479 eða bjarni@nnv.is). Umsókn með ferilskrá, meðmælum og bréfi
þar sem umsækjandi segir hversvegna hann vill starfa á Náttúrustofu NV, áhugasviði og hvað hann hefur fram að færa í
starfinu. Náttúrustofa Norðurlands vestra er með starfsstöðvar á Sauðárkróki, Skagaströnd og Hvammstanga. Starfið er laust
frá 30. mars 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er tímabundið í
eitt ár með möguleika á framlengingu. Skilyrði fyrir ráðningu er búseta á starfssvæði náttúrustofunnar. Laun eru samkvæmt
gildandi kjarasamningum og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars n.k. Umsóknir sendist til Náttúrustofu Norðurlands vestra
Aðalgötu 2, 550 Sauðárkróki, eða á netfangið nnv@nnv.is
Sérfræðingur óskast til starfa á
Náttúrustofu Norðurlands vestra,
Hvammstanga
1
ATVINNA
í boði hjá Kópavogsbæ
Sjá nánar á kopavogur.is
www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf