Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 1
       atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998 og er því 21 árs á þessu ári. Sveitarfélagið hefur vaxið ört síðastliðin ár og telur nú rúmlega 9.500 íbúa. Í Árborg er gott mannlíf. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi, góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi. Í Árborg eru þrír grunnskólar með samtals um 1.470 nemendur og fimm leikskólar með rúmlega 500 nemendur. Einn af helstu kostum sveitarfélagsins eru fjölbreyttir búsetukostir í dreifbýli, búgarðabyggð, sjávarþorp við ströndina og stórt þéttbýli. Sveitarfélagið Árborg leitar að metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn að gegna lykilhlutverki í að leiða framfarir í mannvirkja- og umhverfismálum hjá sveitarfélaginu. Sviðsstjóri Mannvirkja- og umhverfissviðs er hluti af öflugu stjórnunarteymi á tímum mikils vaxtar og breytinga. Mannvirkja- og umhverfissvið skiptist í þrjár deildir: Veitur, Eignadeild og Umhverfisdeild. Helstu hlutverk sviðsins • Ábyrgð á hreinlætismálum, sorphirðumálum, umferðar- og samgöngumálum og umhverfismálum • Nýframkvæmdir, rekstur og viðhald allra mannvirkja í eigu sveitarfélagsins og aðrar verklegar framkvæmdir • Umsýsla um veitur, fasteignir, götur, göngu- og hjólastíga, leiksvæði, tjaldsvæði og opin svæði • Ábyrgð á áætlanagerð, faglegum undirbúningi og verkstýringu framkvæmda • Umhverfisvernd, garðyrkjumál, landbúnaðarmál, dýraeftirlit, s.s. hunda- og búfjáreftirlit ásamt meindýravörnum • Yfirumsjón og þjónusta við eigna- og veitunefnd og umhverfisnefnd sveitarfélagsins Helstu verkefni sviðsstjóra • Ábyrgð á rekstri deilda sviðsins • Ábyrgð á áætlanagerð og forgangsröðun verkefna • Ábyrgð á stjórnun og starfsmannamálum • Ábyrgð á útfærslu og framkvæmd stefnu sveitarfélagsins í málaflokkum sviðsins • Ábyrgð á þjónustu sviðsins við íbúa sveitarfélagsins Menntunar- og hæfniskröfur • Verkfræði- eða tæknifræðimenntun er skilyrði • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er æskileg • Menntun eða reynsla af verkefnastjórnun er kostur • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Sjálfstæði, skipulagshæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla og þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga er æskileg • Færni í að tjá sig í ræðu og riti SVIÐSSTJÓRI MANNVIRKJA- OG UMHVERFISSVIÐS Nánari upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.