Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Mannauðsstjóri leiðir mannauðsmál skólans í heild og vinnur náið með rektor, framkvæmdastjóra sameiginlegrar stjórnsýslu, öðrum æðstu stjórnendum og fræðasviðum skólans. Mannauðsstjóri er sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskólans. Starfsmannasvið er ein af miðlægum stoðeiningum Háskóla Íslands og heyrir sviðsstjóri undir framkvæmdastjóra sameiginlegrar stjórnsýslu. Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknaháskóli og stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun landsins. Um 1.500 starfsmenn eru í föstu starfi við skólann og til viðbótar eru um 2.200 lausráðnir starfsmenn. Nemendur við skólann eru um 13.000 talsins. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. HÁSKÓLI ÍSLANDS LEITAR EFTIR ÖFLUGUM STJÓRNANDA Í STARF MANNAUÐSSTJÓRA HELSTU VERKEFNI • Innleiðing stefnu skólans í mannauðs- málum og aðkoma að stefnumótun • Dagleg stjórnun starfsmannasviðs • Fagleg forysta í mannauðsmálum skólans • Virkur stuðningur og ráðgjöf við stjórnendur • Kjaramál, launasetning, ráðningar og vinnsla starfsmannamála skv. lögum og reglum • Réttindi og skyldur starfsmanna • Þróun árangursvísa og áætlanagerð • Fræðsla, innri samskipti og starfsþróun MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Háskólapróf sem nýtist í starfi og meistarapróf í mannauðsstjórnun eða skyldum greinum • Yfirgripsmikil reynsla og þekking á mannauðsmálum • Afbragðs samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum • Leiðtogahæfni, skipulagshæfni og frum- kvæði í starfi • Mikil hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku • Fagmennska og metnaður til að móta vinnustað í fremstu röð UMSÓKNARFERLI Ásamt ferilskrá eru umsækjendur beðnir um að senda inn kynningarbréf með lista yfir mögulega umsagnaraðila. Í kynningarbréfinu skal gera grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Um fullt starf er að ræða. Ráðið verður til eins árs með möguleika á ótímabundinni ráðningu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2 Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019. NÁNARI UPPLÝSINGAR Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægrar stjórnsýslu, í síma 525 5202 og netfangið grj@hi.is og Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar, í síma 525 4047 og netfangið steinuge@hi.is Kópavogsbær auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: kopavogur.is Grunnskólar Forfallakennari í Kópavogsskóla Kennari í afleysingu í Snælandsskóla Sérkennari í Álfhólsskóla Skólaliði í Álfhólsskóla Skólaliði í Hörðuvallaskóla Umsjónarkennari í Hörðuvallaskóla Umsjónarkennari á miðstig í Salaskóla Umsjónarkennari í Vatnsendaskóla Þroskaþjálfi í Álfhólsskóla Þroskaþjálfi í Hörðuvallaskóla Leikskólar Leikskólakennari í Arnarsmára Leikskólakennari í Austurkór Leikskólakennari í Efstahjalla Leikskólakennari í Læk Leikskólasérkennari í Læk Matreiðslumaður í Kópastein Sérkennari í Sólhvörf Velferðarsvið Starfsmenn á heimili fyrir fatlað fólk Eingöngu er hægt að sækja um störfin í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar Laus störf hjá Kópavogsbæ Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Skurðhjúkrunarfræðingur Handlæknastöðin Glæsibæ, óskar eftir að ráða skurðhjúkrunarfræðinga til starfa. Fullt starf eða hlutastarf kemur til greina. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið atvinna@handlaeknastodin.is fyrir 15. april nk. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Einarsdóttir deildarstjóri á gudrun@handlaeknastodin.is Handlæknastöðin hefur starfrækt skurðstofur frá árinu 1984. Við stöðina starfa um 40 læknar ásamt 16 manna starfsliði skipað hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og aðstoðarfólki. Árlega eru rúmlega 7.000 skurðaðgerðir framkvæmdar á Handlæknastöðinni. Handlæknastöðin · Álfheimar 74 · 104 Reykjavík sími: 535 6800 · www.handlaeknastodin.is www.sidferdisgattin.is SIÐFERÐISGÁTTIN Eflir vellíðan á vinnustað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.