Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Fundir/Mannfagnaðir Skipulagsauglýsing Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur: Iðunnarstaðir í Lundarreykjadal – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis í landi Iðunnarstaða úr landbúnaði í verslun- og þjónustu og opið svæði til sérstakra nota. Breytingin mun taka til 4,2 ha. svæðis, verslun- og þjónustusvæði verði 1, 6 ha. og opið svæði til sérstakra nota 2,6 ha. Nýtingarhlutfall fyrir verslunar- og þjónustusvæðis reitinn verði 0,18. Iðunnarstaðir í Lundarreykjadal – Tillaga að nýju deiliskipulagi Markmið skipulagsins er að skapa ramma utan um heilstæðan og vistvænan hótelrekstur. Haft er að leiðarljósi við hönnun svæðisins að mannvirki falli sem best að umhverfi. Gert ráð fyrir þremur nýjum samtengdum byggingum, tveimur gistiálmum og byggingu sem hýsir veitingaaðstöðu. Byggingar verða tengdar saman með léttu þaki. Hámarksstærð samanlagðra gólfflata bygginga skal ekki vera meiri en 1350 m². Hámarks salarhæð bygginga skal ekki vera meiri en 6 m. Skipulagsáætlun gerir ráð fyrir 2,6 ha. tjaldsvæði. Sameiginleg aðkoma verður að tjaldsvæðinu og hótelinu Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 180. fundi sínum þann 14. febrúar 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögu: Urðarfellsvirkjun (Giljaböð) – breytingar á deiliskipulagi. Innan deiliskipulagssvæðis Urðarfellskirkjunnar á lóðinni Sjónarhóll, er fyrirhugað að útbúa náttúruböð ásamt göngustígum, bílastæðum og þjónustubyggingum og vegi fyrir aðföng. Vatnið sem er veitt í náttúrulaugar kemur úr borholu sem er austan við Hringsgil. Engar breytingar eru gerðar á virkjun, einungis er verið að breyta hluta skipulagssvæðis og lagt er upp með að rask verði í lágmarki. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 8. mars 2019 til 23. apríl 2019 og eru einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillögur. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn 23. apríl 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Miðvikudaginn 20. mars 2019 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögur verða kynntar þeim sem þess óska. Borgarbyggð Tilkynningar Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Flyðrugrandi 2-20, Reykjavík, fnr. 202-5673, þingl. eig. Steingrímur Bjarni Erlingsson, gerðarbeiðandi SS-Raf ehf., mánudaginn 11. mars nk. kl. 10:30. Kaplaskjólsvegur 33, Reykjavík, 50% ehl., fnr. 202-6306, þingl. eig. Hans Guttormur Þormar, gerðarbeiðandi Tollstjóri, mánudaginn 11. mars nk. kl. 10:00. Skeljagrandi 2, Reykjavík, fnr. 202-3701, þingl. eig. Dariusz Robert Piersa, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Skeljagrandi 2, hús- félag, mánudaginn 11. mars nk. kl. 11:00. Öldugrandi 1, Reykjavík, fnr. 202-3596, þingl. eig. Helga Arnfríður Haraldsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóri, mánudaginn 11. mars nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 6. mars 2019 Aðalfundur Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík 2019 verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 17 í húsnæði deildarinnar að Efstaleiti 9. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórn Rauða krossins í Reykjavík Nauðungarsala Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Gönguferð kl. 9.30. Botsía kl. 10.15. Söngfuglarnir kl. 13. Myndlist kl. 13. Bókmenntaklúbbur kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Helgistund, Seljakirkju kl. 10.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Myndlist með Elsu kl. 13-17. Opið fyrir inni-pútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535 2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Vítamín í Valsheimil- inu kl. 9.30-11.15. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Farið á stúfana, skoðum listaverk á Hótel Holti kl. 13. Bókabíllinn kl. 15-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Qigong kl. 17.30-18.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffi- sopinn og blöðin. Morgunandakt kl. 9.30. Málað á steina með Júllu kl. 9-12. Leikfimi kl. 10-10.45. Lífsöguhópurinn kl. 10.45-11.30. Hádegis- matur kl. 11.30. Opin vinnustofa. Selmuhópur kl. 13-16. Söngur með Stefáni kl. 13.30-14.30. Línudans kl. 15-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Alz- heimerkaffi kl. 17-19. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Vítamín í Valsheimili kl. 9.30. Opin handverkstofa kl. 13. Frjáls spilamennska kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13, opin handverksstofa kl. 9-12, Vítamín í Valsheimili, fjölbreytt heilsuefling. Rúta fer frá Vita- torgi í Valsheimili kl. 9.50 og til baka kl. 11.15, ókeypis og öll velkomin með, samverustund með presti frá Hallrímskirkju kl. 13.30-14, frjáls spilamennska 13-16.30, prjónaklúbbur 13-16. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411 9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.10/7.50/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Handvinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Málun í Smiðju, Kirkjuhvoli kl. 13. Saumanámsk. í Jónshúsi kl. 14. Ferðaskrifstofan AroundTheWorld kynnir ferðir ársins 2019 í Jónshúsi kl. 13. Nýtt: tölvuaðstoð í Jónshúsi kl. 11-12. Tímapantanir á skrifstofu FEBG fyrir félagsmenn. g Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13 bók- band, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 14 hreyfi- og jafnvægis- æfingar, kl. 16 myndlist, kl. 19 bridsfélag Kópavogs. Gullsmári Handavinna kl. 9. Jóga kl. 9.30. Handavinna / brids kl. 13. Jóga kl. 17. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-14. Bænastund kl. 9.30-10. Jóga kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Brids kl. 13. Sögustund kl. 12.30-14. Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 9 dansleikfimi, kl. 10 Qi-gong kl. 13.30 opið hús fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Kl. 11.15 dýnu- æfingar í Bjarkarhúsi, kl. 14.40 vatnsleikfimi í Ásvallalaug. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, handavinnustofan er opin frá kl. 9-16, útvarpsleikfimi kl. 9.45, botsía með Elínu kl. 10, jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og hádegismatur kl. 11.30. Jóga með Ragn- heiði kl. 12.05, félagsvist kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Tiffanys / mosaiknámskeið með Sesselju kl. 9 í Borgum, leikfimishópur í Egilshöll kl. 11, skákhópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borg- um. Kristján Hreinsson rithöfundur og skáld heiðrar bókmenntaklúbb Korpúlfa með nærveru sinni í dag, bókakynning og fleira gaman, allir velkomnir kl. 13 í Borgum. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag og botsía í Borgum kl. 16 í dag. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10.30-11, upplestur kl. 11, opin listasmiðja m.leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bókasafns- hópurinn kl. 15.30. Uppl. í s. 411 2760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Bókband, Skóla- braut kl. 9. Billjard í Selinu kl.10. Kaffispjall í króknum kl.10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl.11. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðar- heimilinu kl. 14. Ath. næsta þriðjudagskvöld 12. mars kl. 19.30 verður spilakvöld með Lions í salnum á Skólabraut . Allir velkomnir. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.30. ZUMBA Gold framhald kl. 10.20. STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30, umsjón Tanya. Enska kl. 11 og 13, leiðbein- andi Margrét Sölvadóttir. Félagsstarf eldri borgara Raðauglýsingar 569 1100 Þarftu að ráða? Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS Ný tækifæri, nýjar áskoranir! www.hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.