Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 1
Vélavörður
Dögun ehf. leitar að vélaverði á Dag SK 17.
Leitað er að aðila með réttindi (750 kw).
Reynsla af togveiðum, helst á rækju, æskileg.
Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn, með
upplýsingum um menntun og fyrri störf, með
tölvupósti til: oskar@dogun.is og/eða
olafur@reyktal.is. Nánari upplýsingar veitir
Óskar Garðarsson í síma 892 1586.
Dögun ehf. var stofnað árið 1983. Fyrirtækið stundar
rækjuvinnslu og útgerð, og er með aðsetur á Sauðárkróki.
Laus er til umsóknar staða konrektors við
Menntaskólann í Reykjavík. Staðan er laus frá og
með 1. ágúst 2019. Um er að ræða 100% starf.
Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf
til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari auk annarra
gagna sem við eiga.
Hæfni- og menntunarkröfur:
• Leyfisbréf til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á
framhaldsskólastigi
• Leiðtoga- og samskiptahæfni
• Kunnátta og reynsla af INNU, bæði skráningarhluta og
töflugerð
• Reynsla af stefnumótunarvinnu, hæfileiki til að stýra
breytingum
• Þekking og reynsla af stjórnsýslu er æskileg
• Þekking af fjármálum og rekstri er æskileg
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Konrektor er staðgengill rektors og vinnur með honum
við daglega stjórn skólans
• Konrektor hefur umsjón með nemendaskráningu,
námsferlum og mati á námi
• Konrektor hefur umsjón með gerð skólanámskrár
• Konrektor annast í samstarfi við aðra töflugerð og
próftöflugerð
Launakjör eru samkvæmt stofnanasamningi skólans við
Kennarasamband Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019. Umsóknum
skal skilað inn á Starfatorg (www.starfatorg.is). Nánari
upplýsingar um starfið veitir Elísabet Siemsen rektor í síma
545 1900 eða í netfangið: rektor@mr.is.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.
Athygli umsækjenda skal vakin á því að samkvæmt lögum
um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki heimilt að ráða
einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á
XXII.kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um
sakavottorð áður en af ráðningu getur orðið.
Konrektor
Menntaskólans í Reykjavík
Arion banki leitar að stefnumiðuðum stjórnanda með framúrskarandi leiðtogahæfni til að leiða
öflugan hóp reynslumikilla sérfræðinga í mannauðsmálum og breytingastjórnun. Viðkomandi þarf
að vera skipulagður og umbótadrifinn og hafa metnað til að ná árangri í starfi með það að leiðarljósi
að gera betur í dag en í gær. Forstöðumaður mannauðs heyrir undir bankastjóra Arion banka.
Hlutverk mannauðsteymis Arion banka er að tengja saman fólk og lykilferla, með upplifun viðskipta-
vina að leiðarljósi. Innan deildarinnar starfar framsækinn og samstilltur hópur sérfræðinga með mikla
þekkingu og reynslu. Helstu verkefni deildarinnar eru að veita stjórnendum og starfsfólki ráðgjöf og
stuðning m.a. við ráðningar, starfsþróun, fræðslu og straumlínustjórnun. Einnig skipar mannauður
stórt hlutverk þegar kemur að því að skapa jákvætt vinnuumhverfi og auka starfsánægju.
Arion banki atvinnaarionbanki.is
Hæfniskröfur
• Leiðtogahæfni, drifkraftur og samskiptafærni
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og gagn-
rýnin hugsun
• Stjórnunarreynsla
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á sviði mannauðsmála er kostur
• Þekking á sviði straumlínustjórnunar er kostur
• Þekking á starfsemi fjármálafyrirtækja er kostur
• Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta
ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti
Starfssvið forstöðumanns mannauðs
• Dagleg stjórnun mannauðsteymis
• Framfylgir mannauðs- og jafnréttisstefnum
bankans og tryggir að unnið sé í takt við þær
• Hefur umsjón með kjaramálum/kjarasamningum
og ákvörðunum um kjör starfsmanna
• Yfirumsjón með verkefnum, drífur þau áfram
og ryður hindrunum úr vegi
• Skapar sterka liðsheild og tryggir að deildin
sé rétt mönnuð
• Mótar framtíðarsýn og leiðir þróun hópsins
• Setur markmið og tryggir að verkefni séu unnin
í samræmi við áherslur á hverjum tíma
• Styður við framkvæmdastjórn bankans
• Vinnur að bættu skipulagi, skilvirkni
og árangursstjórnun
Umsjón með ráðningu hefur Intellecta. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2019. Umsókn óskast
útfyllt á www.intellecta.is. Henni skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þórður S. Óskarsson, thordur@intellecta.is og Thelma Kristín Kvaran,
thelma@intellecta.is í síma 511 1225. Fullum trúnaði er heitið og umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
Árið 2015 fékk Arion banki jafnlaunavottun VR, fyrstur íslenskra banka. Með jafnlaunavottun er búið að
koma upp stjórnkerfi sem tryggir að ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og
feli ekki í sér kynbundna mismunun. Í kjölfar endurvottunar í september 2018 fékk Arion banki heimild
til að nota jafnlaunamerkið, aftur fyrstur íslenskra banka.
Forstöðumaður
mannauðs Arion banka
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391