Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
Alþjóðabankinn
auglýsir stöðu
jarðhitasérfræðings
Hjá Alþjóðabankanum er laus til umsóknar staða jarðhitasérfræðings, vegna samstarfs bankans og Íslands
um jarðhitanýtingu í þróunarlöndum.
Sérfræðingurinn verður staðsettur í Washington
D.C. og mun starfa innan deildar sem vinnur að því
að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa (Energy
Sector Management Program), og mun viðkomandi
sérfræðingur sérstaklega sinna verkefnum á
sviði jarðhita. Verksviðið snýr að þátttöku í
jarðhitaverkefnum bankans, þ.m.t. vali á verkefnum,
fjármögnun, tæknilegri ráðgjöf og miðlun þekkingar
til teyma bankans og viðskiptavina.
Kröfur til umsækjenda:
• Meistaragráða í jarðvísindum, verkfræði, eða
skyldum greinum er skilyrði.
• Að minnsta kosti 7 ára reynsla við þróun og
framkvæmd jarðhitaverkefna og mat á tækifærum
til jarðhitanýtingar er skilyrði.
• Góð almenn þekking á öllum hliðum
jarðhitaþróunar og nýtingar er skilyrði.
• Reynsla af verkefnastjórnun, mati á verkefnum og
almennri stjórnsýslu er skilyrði.
• Áhugi á þróunarsamvinnu er skilyrði og
starfsreynsla í þróunarríki er kostur.
• Mjög góð enskukunnátta er skilyrði. Kunnátta
í öðrum tungumálum er kostur s.s. frönsku eða
spænsku er kostur.
• Fumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum,
aðlögunarhæfni og hæfni í mannlegum
samskiptum er skilyrði.
Alþjóðabankinn tekur ákvörðun um ráðningu en
ráðið verður til tveggja ára, frá og með 1. ágúst 2019,
með möguleika á framlengingu. Sérfræðingurinn
verður starfsmaður Alþjóðabankans og um launakjör
fer samkvæmt reglum stofnunarinnar.
Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl. Umsókn og
ferilskrá á ensku skal senda utanríkisráðuneytinu
í tölvupósti á netfangið wbg@mfa.is. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar:
www.mfa.is/wbg
Senda má fyrirspurnir um starfið á netfangið wbg@mfa.is
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um framangreint starf.
Ný tækifæri,
nýjar áskoranir!
www.hagvangur.is