Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Ljósmyndir/Bernharð Kristinn Þ etta eru fokking fávitar að eiga ekki Levi’s í minni stærð“ var svona dæmigerð hugsun sem setti mig út af laginu og til að ná mér niður eftir þetta svekkelsi út í Levi’s-framleiðandann fékk ég mér pylsu, kók og súkkulaði. Ég var svo lengi á þessum stað, pirruð og skamm- aðist mín fyrir sjálfa mig,“ segir Ásdís Ósk sem er ekkert að fara í kringum hlutina. „Einu sinni var ég léttflippuð, lifði lífinu, ferðaðist um Suður-Ameríku í sex mánuði, veiddi píranafiska í Amazon, dansaði í karnivali í Ríó, bjó í New York og Hondúras þar sem ég lærði köfun. En einhvers staðar á leiðinni breyttist ég í manneskju sem var farþegi í lífinu og NEI var alltaf það fyrsta sem ég sagði: Nei ég vil ekki prófa þetta, nei ég þori þessu ekki, nei, held að … Að segja nei við lífinu og áskorunum drepur smám saman í þér sálina. Ég fór að þyngjast og ég sannfærði sjálfa mig um að ég gæti bara ekki grennst. Ég hafði öll svörin hvers vegna ég gæti það ekki. Ég hafði alltaf haft lélegt sjálfsmat og bar mig stöðugt saman við þann besta í öllu, sem er náttúrlega ákveðin geðveiki, því enginn er góður í öllu en allir eru góðir í einhverju. Þannig að ég átti eiginlega ekki séns að mínu mati,“ segir Ásdís þegar hún rifjar upp hvernig lífið þróaðist og einhvern veginn var hún föst í eigin reiði og afsökunum. Lágt sjálfsmat truflaði „Þegar maður er með lágt sjálfsmat og fer að bæta á sig þá virðist þetta von- laus barátta. Með árunum varð ég alltaf pirraðri, árásargjarnari og reiðari þannig að fólk vissi oft ekkert hvernig það átti að vera í kringum mig. Oft þurfti að tipla á tánum í kringum mig. Ég gat ekki tekið hrósi því mér fannst fárán- legt að einhverjum fyndist ég líta vel út. Ég fór í vörn og fór að búast við ein- hverju neikvæðu, setti vegg í kringum mig og hleypti fáum að. Málið er að mað- ur fær það sem maður gefur af sér; ef maður sendir neikvæða orku fær maður neikvæða orku. Ég var samt engan veginn meðvituð um þetta. Mér fannst ég bara vera fórnarlamb samfélagsins: Ég var of feit af því að ég var með lélega brennslu, ég hreyfði mig ekki af því að ég gat ekki hlaupið eða lyft lóðum, ég vann svo mikið að ég hafði ekki tíma, ég lét allt fara í taugarnar á mér og mér fannst ég ekki bera neina enga ábyrgð á því að ég hafði þyngst svona. Þetta var öllum öðrum að kenna, fólkinu sem bauð upp á bakkelsi á fundum eða að það væri ekki boðið upp á hollt í fermingarveislum og fleira í þeim dúr. Þetta byrjar sakleysislega, maður bætir á sig 1-2 kg á ári en 2 kg á ári í 20 ár eru 40 kg. Þegar þetta gerist svona hægt tekur maður minna eftir því. Allt í einu eru buxurnar orðnar pínu þröngar og næst þegar þú kaupir þér buxur tek- urðu númeri stærra og svona heldur vítahringurinn áfram. Ég átti yfirleitt fjórar stærðir inni í skáp; fötin sem ég passaði í og svo til-öryggis-fötin ef ég myndi bæta aðeins á mig og svo fötin sem voru næstum því nógu stór og síðast fötin sem ég ætlaði pottþétt að komast í. Ég var nefnilega alltaf að reyna að taka mig á. Ég reyndi allt nema taka ábyrgð á sjálfri mér, að viðurkenna að ég Nennti ekki lengur að vera feit og pirruð Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali var orðin þreytt á sjálfri sér og ákvað að nú væri nóg komið. Eftir að hafa verið of þung, pirruð og með of lítið sjálfstraust í tugi ára komst hún að því að þetta væri allt í hennar höndum og engum nema henni um að kenna. Hún ákvað að taka ábyrgð á lífi sínu og gleði sinni. Þá loks breyttist allt. Marta María | mm@mbl.is  SJÁ SÍÐU 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.