Morgunblaðið - 30.04.2019, Síða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
ær skemmtilegu frétt-
ir bárust úr banda-
rísku atvinnulífi fyrr
í mánuðinum að
stjórn bílarisans GM yrði
senn skipuð fleiri konum en
körlum. Var ákveðið að
fækka sjórnarmeðlimum úr
þrettán í ellefu og setjast
tveir gamlir karlkyns
reynsluboltar úr stjórninni í
helgan stein við það tækifæri.
Eftir sitja þá fimm karlar og
sex konur í stjórninni, þar á
meðal Mary Barra, sem er
jafnframt forstjóri GM.
Við þessa breytingu á stjórn-
inni verður GM annað tveggja stór-
fyrirtækja í S&P 500-vísitölunni þar
sem bæði er kona í forstjóra-
stólnum og konur í meirihluta í
stjórn, að þvi er bílafréttaveitan
Automotive News greinir frá.
Bílahönnuðir og
kappaksturshetjur
Þegar að er gáð eru konur farnar
að gera sig gildandi æ víðar í bíla-
heiminum, þótt karlmenn séu enn í
merihluta stjórnunarstarfa. Sam-
kvæmt talningu Catalyst voru að-
eins sextán konur, eða 8% af heild-
inni, í framkvæmdastjórn tuttugu
stærstu bíla- og íhlutaframleiðenda
heims á síðasta ári og hjá yfir helm-
ingi fyrirtækjanna var enga konu
að finna í hópi æðstu stjórnenda.
Af þeim sem náð hafa hvað lengst
má nefna Barra, sem varð forstjóri
GM árið 2014, og Barb Samardzich,
sem hafði yfirumsjón með starfsemi
Ford í Evrópu allt fram til ársins
2016. Þá fól Honda/Acura Michelle
Christensen að stýra hönnun ann-
arrar kynslóðar hins mergjaða
NSX og mun hún hafa verið fyrsta
kona sögunnar til að hafa umsjón
með hönnun ofursportbíls.
Þá var hönnun jepplingsins Lex-
us UX, sem einmitt er fjallað ít-
arlega um á miðopnu þessa blaðs, í
höndum Chika Kako en hún er
jafnframt aðstoðarframkvæmda-
stjóri japanska lúxusbílaframleið-
andans.
Vitaskuld má ekki gleyma hetjum
akstursíþróttanna en þar er líklega
engin kona frægari en Danica Pat-
rick sem var einn umtalaðasti
íþróttamaður heims þegar hún var
á hátindi ferils síns. Varð Patrick
fyrsta konan til að vinna IndyCar-
keppni þegar hún hafnaði í fyrsta
sæti Indy Japan 300 árið 2008.
Mótuðu söguna
Þá er eftir að nefna framlag
kvenna sem löngu eru fallnar frá,
s.s. leikkonunnar og bílaáhuga-
manneskjunnar Florence Law-
rence, sem fann upp fyrstu eig-
inlegu stefnuljósin, og Charlotte
Bridgwood, sem hannaði fyrstu
rúðuþurrkurnar. Unnendur þýskra
glæsibifreiða eiga síðan Berthu
Benz mikið að þakka, en hún lagði
allar eigur sínar að veði til að
hjálpa manni sínum, vélahönn-
uðinum Carl Benz, að koma á lagg-
irnar fyrirtæki sem allir þekkja og
heitir í dag Mercedes-Benz.
ai@mbl.is
Danica Patrick er í hópi frægustu og fimustu íþróttamanna heims. Michelle Christensen markaði tímamót í bílasögunni þegar hún stýrði teyminu sem hannaði Honda NSX.
Chika Kako hefur klifrað upp
metorðastigann hjá Lexus.
Ljósmynd / AFP
Mary Barra hefur átt farsælan forstjóraferil hjá GM frá 2014. Senn verða konur í meirihluta í stjórn félagsins.
Bertha Benz lék lykilhlutverk í að
gera Mercedes-Benz að veruleika.
Konur láta að
sér kveða í
bílaheiminum
Konum fjölgar í stjórnendastöðum og hafa
hannað marga skemmtilegustu
bílana á markaðinum.
Myndavélabúnaður bílaframleið-
enda hefur tekið miklum fram-
förum á undanförnum árum svo að
á betri bílum getur ökumaður
núna séð hvern krók og kima í
kringum ökutækið þótt hann sitji
undir stýri. Þeim sem reynt hafa
finnst ómissandi að geta varpað
upp á skjá leiðsögukerfisins ná-
kvæmri mynd af bílnum og um-
hverfi hans og þannig t.d. forðast
dældir og rispur þegar lagt er í
þröng stæði.
Þá bjóða sumir framleiðendur
jeppa og jepplinga upp á mynda-
vélabúnað sem hjálpar ökumanni
að sjá út um framstuðurann og
þannig ráðast til atlögu við lélega
vegi án þess að hætta á að van-
meta stærð hnullunga og dýpt
hola.
En Land Rover hefur núna tekið
tæknina skrefinu lengra og hrein-
lega lætur húddið á bílnum hverfa.
Tæknina kallar breski bílafram-
leiðandinn Clear Sight Ground
View og kynnir til sögunnar í nýj-
ustu útgáfu Range Rover Evoque.
Horfir á dekkin
Þegar ekið er á undir 30 km
hraða má nota myndavélar framan
á bílnum og undir hliðarspeglum
til að kalla fram mynd á leið-
söguskjánum sem sýnir bæði það
sem er fyrir framan og undir
húddi bílsins. Fyrir ökumann er
upplifunin eins og að húddið, og
allt sem það geymir, sé gert ósýni-
legt svo hann getur horft beint
niður á dekkin þar sem þau snerta
jörðina. Grafíkin á skjánum sýnir
jafnframt útlínur ökutækisins svo
ökumaður hafi enn betri tilfinn-
ingu fyrir því hvort einhver hætta
sé á að reka Land Roverinn utan í
einhverja fyrirstöðu.
Er greinilegt að eigendum nýja
Evoque ættu að vera flestir vegir
– og vegleysur – færir því hann
getur þverað ár og læki sem eru
allt að 60 cm djúpir, sem er tæpum
10 cm meira en fyrri útfærslur
réðu við. Notar jeppinn hljóð-
bylgjutækni til að mæla dýptina
svo ökumaður veit nákvæmlega
hvort honum er óhætt að leggja til
atlögu við vatnsfallið.
ai@mbl.is
Land Rover lætur húddið hverfa
Sjá má hvar dekkin snerta veginn og auðvelt að staðsetja ökutækið.
Nýr Evoque splæsir saman myndum svo að
ökumaður getur séð í gegnum framenda jeppans.
Ljósmynd/Land Rover