Morgunblaðið - 30.04.2019, Side 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður
með meiru, hefur lengi fylgst með
umræðunni um jeppa og t.d. bent á
að með því að gefa afslátt af kröf-
unni um sjálfstæða grind geti veg-
hæð bíla orðið breytileg eftir því hve
mikið er af farangri og farþegum um
borð. „Eitt sinn var ég fenginn til að
aðstoða hóp fólks frá þýskri sjón-
varpsstöð sem ætlaði að skoða há-
lendið. Þau fullvissuðu mig um að
þau væru á fullkomnum jeppa með
háu og lágu drifi og væri ekkert að
vanbúnaði. Þegar ég fékk að vita að
umrædd bifreið væri Grand Vitara
sagði ég að vissara væri að ég fylgdi
á eftir þeim á rússajeppa sem ég á
fyrir norðan. Eftir um kílómetra
akstur á erfiðum vegarslóða, á leið-
inni upp að Gjástykki, sát Vitaran
föst og skemmd, og þurfti fólkið að
halda ferðinni áfram á rússajepp-
anum. Með allan upptökubúnaðinn
og tökuliðið um borð voru líklega
ekki nema 13 cm á milli vegarins og
lægsta punkts á bílnum. Er það
minna en á gömlu gerðinni af
Volkswagen-bjöllu sem hafði 15 cm
veghæð hlaðin en 20 cm óhlaðin.“
Ómar gefur líka lítið fyrir alls
kyns fullkominn drifbúnað sem eyk-
ur grip. „Ökutæki sem er bara með
framdrif á eftir að byrja að spóla í
brattri brekku þar sem jeppi með
fjórhjóladrif gæti haldið áfram.“
Bendir Ómar líka á að það að
greina á milli bíla sem eru jeppar og
ekki jeppar sé gert enn flóknara með
því að framleiðendur bjóða getu-
mikla bíla í ólíkum útfærslum þar
sem ein gæti verið fjórhjóladrifin og
kallast jeppi með réttu, en önnur
verið fram- eða afturhjóladrifin.
Kannski komst Ómar að rót vand-
ans í samtali sem hann átti nýlega
við kunningja sinn, sem var kampa-
kátur með nýja „jeppann“ sem hann
hafði keypt. „Hann var svo ánægður
með hvað bíllinn var rúmgóður og
skottið stórt, en það var einmitt nóg
pláss í skottinu því drifið á aft-
urhjólin vantaði. Þegar ég benti
honum á að jeppinn væri ekki al-
vörujeppi fannst honum það auka-
atriði því mestu þótti honum skipta
að allir aðrir héldu að hann æki um á
jeppa!“
Skiptir mestu hvað aðrir halda
Ómar segir góða veghæð og fjórhjóladrif lykilatriði en sumir láti sig
mestu varða að vera á bíl sem er jeppalegur, óháð getu. Mynd úr safni.
Morgunblaðið/RAX
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
E
gill Jóhannsson, forstjóri
Brimborgar, hlær dátt þeg-
ar blaðamaður spyr hvort
hann iðrist einskis. Það fór
heldur betur ekki framhjá starfs-
mönnum bílaumboðsins að ekki voru
allir sáttir við að C5 Aircross skyldi
auglýstur sem „jeppi“. Ákveðnir kim-
ar netsins loguðu og sumir gengu svo
langt að hringja í Citroën-umboðið til
að kvarta. „Það er frábært að fólk
skuli koma skoðunum sínum á fram-
færi, en þetta er samt dálítið þröngur
hópur sem um ræðir,“ segir Egill og
kveðst telja að allur þorri fólks skil-
greini „jeppa“ ekki jafn þröngt og
þeir sem létu C5-auglýsingarnar fara
fyrir brjóstið á sér.
Og eflaust klóra sumir lesendur sér
í kollinum. Margir virðast jú líta svo á
að jeppi sé orð sem lýsi ákveðinni
stærð af bíl: að ef ökutæki er til-
tölulega voldugt, með vissa lögun og
með meiri öxulhæð en fólksbílar al-
mennt, þá megi kalla það jeppa. En
svo er einmitt ekki.
Í Íslenskri orðabók, sem Edda gaf
út árið 2002, er jeppi skilgreindur
sem „sterkbyggður bíll með hátt und-
ir öxlum, með drifi á öllum hjólum og
millikassa til að breyta drifstyrknum,
upphaflega gerður til aksturs á veg-
leysum eða vondum vegum“. Aðrar
skilgreiningar tiltaka að jeppi þurfi
að hafa sjálstæða grind, en Íslensk
nútímamálsorðabók á netinu lætur
duga að jeppi sé „sterkbyggður bíll
með drif á öllum hjólum sem hentar
til aksturs á vegleysum“.
Lofaður fyrir gott grip
Citroën C5 Aircross er stæðilegur
bíll sem kallar ekki allt ömmu sína, en
hann er ekki á sjálfstæðri grind, og
óhlaðinn eru sléttir 23 cm frá vegi og
upp að lægsta punkti undirvagnsins.
Hann er framhjóladrifinn og ekki
með millikassa. Þar með er ekki sagt
að C5 Aircross sitji fastur um leið og
hann fer út af malbikuðum vegum:
„Það gildir um C5 Aircross eins og
svo marga aðra nútímajeppa að það
er enginn að fara að nota þá til að aka
upp á jökla eða yfir djúpar ár. Það má
hins vegar aka þeim yfir læki og
troðninga, og veghæðin kemur sér
vel þegar þykkt lag af snjó er á göt-
unum eða ef fara þarf malarveg með
djúpum hjólförum upp í sum-
arbústað,“ segir Egill og bendir á að
þótt C5 sé ekki fjórhjóladrifinn sé
hann búinn fullkominni tækni sem
hámarki grip við erfiðar aðstæður.
„Þar sem hann er framhjóladrifinn
hjálpar þyngd vélarinnar til að auka
gripið, og með lausn sem þeir hjá
Citroën kalla „grip control“ heldur
tölvan í bílnum sem jöfnustu gripi á
báðum framhjólunum. Gerðu þeir hjá
Top Gear þessu kerfi sérstök skil á
dögunum og fannst mikið til þess
koma hvað C5 komst auðveldlega upp
bratta brekku.“
Egill segist skilja að sumum þyki
farið fullfrjálslega með jeppahugtakið
og leggur til að skerpt verði á merk-
ingunni með því að tala um „torfæruj-
eppa“ þegar um er að ræða ökutæki
sem uppfylla flest eða öll þau skilyrði
sem talin voru upp hér að ofan og nota
má við allra erfiðustu skilyrði uppi á
jöklum og vegleysum. „Gamla skil-
greiningin á líka sífellt minna við enda
eru bílar að breytast svo að t.d. milli-
kasar munu væntanlega hverfa með
rafmagnsbílum. Verða þá ekki nema
fornbílar sem munu passa við það sem
stendur í orðabókunum.“
Ráði við vegleysur
Sævar Helgi Lárusson, formaður
bílorðanefndar, segir það hluta af
vandanum að ekki er til ein samræmd
skilgreining á jeppa. Hugtakið sé ekki
að finna í reglugerðum eða lagamáli,
og skilgreiningin breytileg á milli
orðabóka. „Eldri skilgreiningar eru
alla jafna samhljóma um að jeppi þurfi
að vera grindarbíll, með tiltölulega
hátt undir lægsta punkt, drif á öllum
hjólum og með hátt og lágt drif. Síðan
þá hefur m.a. orðið sú breyting á bíla-
framleiðslu að bílum á sjálfstæðri
grind fer hratt fækkandi,“ segir Sæv-
ar og minnir á að orðið „jeppi“ sé
dregið af gamla Willys-herjeppanum
sem kallaður var Jeep í daglegu tali.
Var Jeep-heitið dregið af skammstöf-
uninni „GP“ sem stóð fyrir „general
purpose“ – bíll til allra nota. Má til
gamans nefna að Willys-jeppinn var
fyrsti fjöldafarmleiddi fjórhjóladrifni
bíllinn og þótti svo gagnlegur í hern-
aði að sjálfur Eisenhower hafði á orði
að jeppinn væri í hópi þeirra far-
artækja sem hjálpuðu Bandaríkj-
unum að standa uppi sem sigurvegari
í seinna stríði.
Frekar en að skilgeina jeppa út frá
smíðinni gæti því verið, að mati Sæv-
ars, betra að miða við getu ökutæk-
isns, þ.e. að það ráði við vegleysur.
„Er kannski ekki skrítið að þannig
bílar skuli í dag vera orðnir frekar fá-
tíðir á markaðinum enda þannig á
Vesturlöndum að ökumenn eiga þess
varla kost að fara út af malbikinu. Þótt
þeir vilji stóra og getumikla bila eru
neytendur ekki endilega á höttunum
eftir ökutækjum fyrir torfæruakstur
og drifbúnaðurinn því hannaður meira
með það í huga að hafa bílinn vel límd-
an við veginn í daglegum akstri en að
fást við vegleysur.“
Að sitja fastur
Þarna kemur í ljós hversu mik-
ilvægt það er að nota skýr hugtök, því
þótt ökumenn í Þýskalandi eða
Frakklandi komist kannski aldrei í
tæri við annað en rennislétt malbik
eru aðstæður á íslenskum vegum af
öllum mögulegum toga. Segir Sævar
að sumir telji sig geta ráðið við veg-
leysur bara af því þeir eru á jeppaleg-
um bíl, en geri sér ekki grein fyrir að
sitt er hvað; jeppalegt útlit og jeppa-
aksturseiginleikar. „Bara síðasta
haust fór ég á rjúpnaveiðar norður
fyrir Bláfjöll og þar sátu margir fastir
á stórum ökutækjum – sem voru samt
ekki jeppar – og skapaði veruleg
vandræði. Eins gerist það reglulega
að ferðamenn taka á leigu ökutæki
sem réttast væri að kalla fjór-
hjóladrifna fólksbíla og telja sig færa
um að geta ekið þeim upp á hálendi –
svo þegar komið er að óbrúaðri á sést
ekkert nema skilti sem á stendur
„4x4“ svo ferðamennirnir halda að
þeir geti komist þar yfir.“
Segir Sævar að það væri gagn að
skýrari skilgreiningu og betri að-
greiningu á milli ökutækja eftir getu
þeirra. Enskan geri skýrari grein-
armun, með orðum eins og „off road
vehicle“, sem mætti kannski þýða sem
„torfærujeppa“, og svo „SUV – sport
utility vehicle“, sem lýsir t.d. jepp-
lingum, sportjeppum, borgarjeppum
og blendingsbílum.
Hann viðurkennir þó að það sé
hægara sagt en gert að innleiða ný orð
og verði framtíð jeppa-hugtaksins að
ráðast af því hvernig fólk notar orðið.
„Það skiptir máli að fólki hafi sama
skilning á svona hugtökum, og ekkert
nýtt að deilt sé um hvaða bílar eru
jeppar. Man ég t.d. að þegar Lada
Sport kom á markað voru ekki allir
sáttir við að þessi smái bíll, sem ekki
var með sjálfstæða grind, skyldi vera
kallaður jeppi þótt hann gæti komist
nánast hvert á land sem er.“
Söluhvetjandi orð
Björn Kristjánsson, sérfræðingur
hjá FÍB, segir skilgreininguna á jeppa
einmitt mismunandi á milli manna.
„Það getur verið breytilegt eftir kyn-
slóðum hvaða merkingu fólk leggur í
þetta orð og þeir elstu miða við Wil-
lys-jeppann; vilja sjá hásingar bæði að
framan og aftan og fjórhjóladrif.
Smám saman hefur orðið flóknara að
greina á milli hvað er jeppi og hvað
ekki, og var t.d. reynt að bregðast við
komu Rav 4 frá Toyota um miðjan 10.
áratuginn með því að kalla hann
sportjeppa eða borgarjeppa, en á
ensku er hann kallaður „compact
crossover SUV“.“
Björn bendir líka á að orðnotkunin
hafi mótast af þeirri tilhneigingu selj-
enda að vilja kalla sem flestar stórar
bifreiðir jeppa. „Það þykir eftirsókn-
arvert að aka um á jeppa og því freist-
andi að skjóta orðinu inn í markaðs-
efni fyrir bíla sem eru þó ekki „alvöru“
jeppar. Þetta er söluhvetjandi orð og
margir sem sjá meira virði í bíl sem er
kallaður jeppi. Þannig hefur merking
þessa orðs smám saman breyst í huga
hins almenna borgara.“
Að sama skapi þýðir breytileg notk-
un hugtaka að fólk gæti ofmetið eig-
inleika bílanna sem það notar, og segir
Björn það ekki tóma smámunasemi að
sumum hugnist illa útþynning jeppa-
hugtaksins. „Að kynna bíl sem er t.d.
framhjóladrifinn og með þetta 18-20
cm veghæð sem ökutæki sem gæti
mögulega tekist á við krefjandi vegi
uppi á fjöllum – það gengur ekki upp.“
Hvað gerir jeppa að jeppa?
Skiptar skoðanir voru um það þegar Brimborg
kynnti nýjan C5 Aircross fra Citroën fyrr í mán-
uðinum og kallaði hann jeppa. Sitt sýnist hverj-
um um hvaða skilyrði ökutæki þarf að uppfylla
til að geta kallast jeppi og benda sumir á að
breytingar á hönnun og smíði bíla valdi því að
eldri skilgreiningar þarfnist endurskoðunar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Egill Jóhannsson við Citroën C5 Aircross jeppann, eða jepplinginn, eftir því hver er spurður.
Björn
Kristjánsson
Sævar Helgi
Lárusson
Sárafáir bílar eru enn í framleiðslu sem fullnægja þrengstu skilgreningu
orðabókarinnar á jeppa. Mercedes-Benz G-Class er einn af þeim.
Morgunblaðið/Hari