Morgunblaðið - 30.04.2019, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á
rið 2015 var tímamótaár í
viskíheiminum. Viskí-
sérfræðingurinn Jim
Murray sneri viskímenn-
ingunni á hvolf þegar hann kvað
upp þann dóm að heimsins besta
viskí væri Yamazaki Sherry Cask
frá framleiðandanum Suntory í Jap-
an. Fram að því höfðu augu og
munnar vískíunnenda beinst nær
alfarið að skoskum og írskum fram-
leiðendum, svo það hafði hreinlega
farið fram hjá þeim flestum að frá
því eftir fyrra stríð höfðu Japanir
stundað viskígerð af þeim tak-
markalausa metnaði sem einkennir
flest það sem sú merkilega þjóð
tekur sér fyrir hendur.
Veraldarvana viskífólkið, sem
veit hvað það vill, biður ekki um
Glenfiddich, Chivas Regal og hvað
þá heldur Ballantines eða Johnnie
Walker. Það sest við barinn, og seg-
ir si svona: „For relaxing times,
make it Suntory time“.
Lexus er eins og Suntory, og
fólkið sem kaupir þessa ágætu bíla
er fólk sem veit hvað það vill. Það
veit sem er að önnur lönd gera aga-
lega fín ökutæki, en að það er eitt-
hvað alveg sérstakt við Lexus.
Lúxus með fínan verðmiða
Leiðin lá til Sitges á Spáni í febr-
úar á kynningu á nýja jepplingnum
Lexus UX. UX-inn er minnsti með-
limurinn í jeppa- og jepplingadeild
Lexus, sem núna smíðar fimm bíla í
þeim stærðarflokki: UX, NX, RX,
GX og ferlíkið LX. Má segja, án
þess að það sé skammaryrði, að UX
sé ætlað að vera nokkurs konar
borgarjeppi og liggur það í sjálfu
nafninu því UX stendur fyrir „Ur-
ban Explorer“ og markhópurinn
borgarbúar sem þurfa nettan en þó
nokkuð stæðilegan bíl sem er jafn-
vígur á plássleysið í þéttbýlinu og
holótta malarvegi utanbæjar.
Það fyrsta sem kemur á óvart er
verðmiðinn, því grunnverð UX er
með því lægsta sem finna má í allri
Lexus-línunni. Kostar hann frá
tæpum 6,4 milljónum kominn á göt-
una sem gerir UX helmingi ódýrari
en Lexus RX sportjeppann, og að-
eins einu góðu flatskjássjónvarpi
dýrari en stallbakinn Lexus IS. Til
samanburðar kostar Mercedes-
Benz GLA frá nærri 6,8 milljónum
á meðan BMW X1 kostar rétt tæp-
ar 5,6 milljónir.
En verðið þarf líka að skoða í
samhengi við hvað kaupandinn fær
fyrir peninginn. Lexus hefur nefni-
lega alls ekki kastað til hendinni við
framleiðsluna, og þó svo að UX sé
neðarlega á verðlistanum þá eru
gæðin eins og best gerist og áþreif-
anleg strax og tekið er í hurðarhún-
inn. Grínlaust, þá gerðu fulltrúar
Lexus mikið úr því á kynning-
arviðburðinum að verkfræðingar
þeirra hefðu davlið löngum stund-
um í hljóðveri til að tryggja að þeg-
ar hurðunum er skellt þá heyrist
traustvekjandi „plomp“. Þeir gættu
þess líka að um leið og hurð er opn-
uð hætta rúðuþurrkurnar að hreyf-
ast svo ekki sé hætta á að farþegi
eða ökumaður fái yfir sig vatnsúða.
Litli prinsinn
Svona er hvert smáatriði hugsað
til að gera sambúðina með UX eins
og að hafa kurteisan lítinn jap-
anskan prins á heimilinu sem þráir
ekkert heitar en að gera öðrum til
geðs og vera engum til ama. Prins-
inn er heldur ekki í neinum tötrum:
frágangurinn að innan er sérlega
vel heppnaður, og upplifunin af
snertingu við stýri og annað innvols
eins og bíllinn sé alveg gegnheill.
Þeir segja það sjálfir hjá Lexus að
þeir hleypi aðeins hæfasta hand-
verksfólki inn á verkstæðið hjá sér
og ekki hægt að finna einn saum á
röngum stað eða svo mikið sem
einn lausan þráð. Hönnuðirnir hrip-
uðu heldur ekki línur á blað af
handahófi, heldur sóttu innblástur í
japanska fagurfræði, og byggja á
lögmálum engawa sem er sú list að
bjaga mörkin á milli mannvirkis og
umhverfis. Allar línur UX virðast
flæða á náttúrulegan hátt, og án
þess að vera berskjaldaður líður
ökumanni ekki heldur eins og hann
sé staddur í skriðdreka, lokaður af
frá því sem er í kringum bílinn.
En útlit og frágangur er ekki nóg
ef aksturseiginleikana vantar. Þar
veldur UX ekki vonbrigðum.
Þyngdarpunkturinn er óvenju lágur
miðað við bíl í þessum stærð-
arflokki og þökk sé nýjum samsetn-
ingaraðferðum er grindin vel stíf
svo UX-inn er eins og límdur við
veginn þó ekið sé greitt á hlykkj-
óttum vegum. Ökumaður situr hæfi-
lega hátt: sér vel í allar áttir án
þess að vera svo hátt uppi að hann
sé hræddur við að henda sér inn í
beygjurnar.
Lexus framleiðir, til að byrja
með, tvær útfærslur af UX: annars
vegar UX 200 sem er með 2,0 lítra
169 ha. bensínvél og framhjóladrif-
inn, og hins vegar UX 250h með 2,0
l 181 ha. tvinnvél og drif á öllum
hjólum. Má síðan fá bæði grunn-,
F-Sport- og Lúxus-útgáfu og eru
þær allar jafn kröftugar en F-sport
með stífari fjöðrun og gírskiptingu
sem hegðar sér með sportlegri
hætti. Minniháttar útlitsmunur er á
útgáfunum en enginn slaándi mun-
Ljósmynd / Ásgeir Ingvarsson og Lexus
Fyrir þá sem kunna got
Lexus UX jepplinginn skortir hvorki íburð né
góða aksturseiginleika. Leiðsögukerfinu veitti
samt ekki af andlitslyftingu og
rúmar skotið engin ósköp af farangri.
Lexus UX minnir á vel til hafðan og
prúðan japanskan prins sem vill gera
öllum til geðs.