Morgunblaðið - 30.04.2019, Qupperneq 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir
sigridurelva@mbl.is
Þ
að er nokkuð síðan Volvo
hristi af sér þá ímynd að
vera bíll fyrir miðaldra fjöl-
skyldufólk sem hefur í upp-
gjöf ákveðið að fórna kúlinu fyrir
praktík og öryggi. XC40 er minnsti
jepplingurinn í Volvo-fjölskyldunni,
og ætti að höfða til yngri kaup-
endahóps en stærri frændur hans.
Gæjalegur að utan og hlaðinn
draumafídusum aldamótakynslóð-
arinnar.
Jepplingur í útliti
og eiginleikum
XC 40 er sportlegri og einhvern
veginn unglegri í útliti en XC60 og
XC90. Til dæmis er möguleiki á að
hafa hann tvílitan, með svart eða hvítt
þak og hliðarspegla. Þá er í sumum
útfærslum möguleiki á skær-
appelsínugulu teppi í innréttingunni.
Ekkert miðaldra við það. Hann er
minni og snaggaralegri, og þó að við
getum öll verið sammála um að stærð-
in skipti máli þá telst það XC40 til
tekna að vera lítill. Enda meðfærilegri
í borgarumhverfi fyrir vikið, þó að
hann eigi líka fullt erindi utanbæjar.
Það virðist hafa orðið ákveðin
gengisfelling á orðinu jeppi, og margt
af því sem kallað er jepplingur í dag
minnir í útliti og eiginleikum meira á
útblásna fólksbíla en torfærutæki. XC
40 er hinsvegar jepplingur bæði í
hegðun og útliti. Það er nóg rými fyrir
farþega og farangur, og veghæðin
gerir hann nothæfan á grófari vegum.
Hann stóð sig að minnsta kosti með
prýði þegar brunað var í myndatöku í
fannfergi á Hellisheiði fyrr í vor.
Öruggur og rúmgóður
Eins og við er að búast frá bíla-
framleiðanda með það yfirlýsta mark-
mið að enginn látist eða slasist alvar-
lega í nýjum bílum hans árið 2020, er
XC40 búinn öllum helstu örygg-
islausnum. City Safety-kerfið er t.d.
staðalbúnaður sem varar við yfirvof-
andi árekstri og hemlar sjálfkrafa
bregðist ökumaður ekki við í tæka tíð.
Mig langar töluvert að sjá hvernig
hönnuðir XC40 ferðast, því innandyra
virðist hafa verið gert ráð fyrir að
maður geti komið meðalbúslóð fyrir í
hinum ýmsu hólfum og geymslu-
plássum. Í framhurðunum eru til
dæmis einhver stærstu hólf sem ég
hef séð, sem rúma sem dæmi auð-
veldlega fartölvu eða stórar vatns-
flöskur. Þá eru krókar fyrir inn-
kaupapoka í farþegarými og skotti,
og annað sem ég minnist ekki að hafa
rekist á áður: fjarlægjanleg ruslafata
með loki í hólfinu milli framsætanna.
Vel er hugsað um tæknivædda nú-
tímaferðalanga, og er þráðlaus
hleðsla fyrir farsíma til að mynda í
boði. Þá er hægt að tengja snjalltæki
við bílinn með Volvo On Call-
forritinu, en með því er hægt að for-
hita eða kæla bílinn, læsa honum eða
opna úr fjarlægð, eða staðsetja þegar
maður er búinn að týna honum á
stóru bílastæði.
Upplýsingaskjárinn er stór og við-
bragðsgóður, en kerfið ekki það að-
gengilegasta sem ég hef komist í tæri
við. Það venst væntanlega, en oft
fannst mér þurfa of mörg skref til að
komast að þeim fídusum sem leitað
var að. Talandi um það þá eru heið-
arlegir takkar til að stýra grunn-
atriðum eins og til dæmis miðstöð
eitthvað sem mætti vera meira um í
bílum nú til dags.
Gírstöng sem þarf að venjast
Í heild er fátt út á XC40 að setja en
eitt olli þó stöðugri skelfingu í byrjun:
gírstöngin. Til að skipta í bakkgír ýtir
maður henni fram, og dregur hana til
sín til að keyra áfram, en í ofanálag er
ekki er hægt að skipta í og úr bakkgír
nema að setja í hlutlausan á milli.
Einstaklega óheppilegt þegar maður
er til dæmis að reyna að vera snögg-
ur að bakka í stæði með runu af bílum
fyrir aftan sig. Þetta venst vafalaust
fljótt, en mér er algjörlega fyr-
irmunað að skilja tilganginn með því
að reyna að finna upp hjólið þarna.
Nema kannski til að gefa manni eitt-
hvað til að kvarta yfir í annars fantaf-
ínum og þrælskemmtilegum bíl.
Í Volvo XC40 vantar
ekki geymsluhólfin og
sniðugar lausnir.
Þannig er t.d. fjar-
lægjanleg ruslafata
með loki á milli
framsætanna.
Morgunblaðið/Hari
Hugsað er fyrir öllum þörfum tæknivæddra ferðalanga.
Nóg er af alls kyns geymsluplássi og skottið tiltölulega rúmgott.XC 40 átti ekki í nokkrum vanda með Hellisheiði í vetrarham.
Volvo fyrir aldamótakynslóðina
Ýmis smáatriði gleðja augað.
» 2.0 l Turbo dísil
» 190 hö/400 nm
» 8 gíra sjálfskipting
» 5,0l/100 km í blönduðum
akstri
» Úr 0-100 km/klst. Á 7,9 sek
» Hámarkshraði 210 km/klst.
» Fjórhjóladrifinn
» Dekk: 235/55 R18
» Eigin þyngd 1.698 kg
» Farangursrými 586 l
» Sótspor 133 g/km
» Verð frá 6.490.000 kr.
Volvo XC 40 D4