Morgunblaðið - 30.04.2019, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þ
að var vetrarfærð á höf-
uðborgarsvæðinu þegar ég
fékk nýjan fimm dyra Ford
Focus Trend Edition, bein-
skiptan, rauðan að lit, til reynsluakst-
urs á dögunum, mitt í kuldakasti sem
gekk yfir landið og nísti inn að beini.
Á meðan bílalestin silaðist á göngu-
hraða úr Garðabænum og inn í borg-
ina þá gafst góður tími til að velta fyr-
ir sér eiginleikum bílsins, þó ekki
mætti auðvitað missa sjónar á um-
ferðinni og ökutækjunum allt í kring.
Hiti í sætum og stýri komu þarna
strax í góðar þarfir, og yljuðu manni á
meðan vélin var að hitna, en þetta
gerði aksturinn notalegri í glærum
gaddinum í þrúgandi myrkrinu.
Þegar boðið kom um að ég fengi
tækifæri til að keyra nýjan Ford Fo-
cus þá var hugsunin fyrst á þá leið, að
ég væri á leiðinni að fara að keyra
„venjulegan“ fjölskyldubíl. Um svip-
að leyti bárust svo fregnir af því að
Focus hefði verið valinn bíll ársins í
Danmörku, sem fékk mann til að
sperra eyrun og velta því gaumgæfi-
lega fyrir sér hvort bíllinn væri
kannski aðeins meira en venjulegur,
og vega það og meta afhverju Ford
Focus væri mögulega bíll sem rík
ástæða væri til að eignast.
Stafræn þróun
Ford Focus kom fyrst á markað
árið 1998, er því orðinn 20 ára gamall.
Tilgangur hans var að koma í stað
hins sportlega Ford Escort sem
margir kannast örugglega við frá
fornu fari, en sá var algeng sjón á
götunum hér á Íslandi á sínum tíma.
Ford Focus hefur einnig notið mikilla
vinsælda bæði hérlendis og erlendis.
Til dæmis var hann fimmti söluhæsti
bíllinn í Bretlandi á síðasta ári, með
50 þús. nýskráningar, en þess má
geta að vinsælasti bíllinn þar í landi
var einnig úr Ford fjölskyldunni,
Fiesta, með 96 þús. skráningar.
Bílaframleiðendum eru oft mis-
lagðar hendur þegar kemur að því að
hanna og útbúa afþreyingar-/
upplýsingakerfi í nútímabílinn. Ford
er nú, miðað við Focusinn sem ég ók,
byrjaður að auka við stafrænt viðmót
sitt og hefur í þessum nýja bíl stillt
upp 4,2“ skjá í miðju mælaborðinu.
Þó að Ford eigi enn eftir að taka
skrefið til fulls eins margir aðrir hafa
þegar gert, ég nefni Benz til dæmis,
þá er tölvan og viðmótið orðið mjög
fínt og ekkert upp á það að klaga.
Apple CarPlay og Android Auto er á
sínum stað, og öll stjórntæki útvarps-
ins voru mjög aðgengileg, en þau má
einnig finna í stýrinu. Að öðru leyti
eru hraðamælir og snúnings-
hraðamælir enn með gamla laginu.
Það mæddi þónokkuð á aft-
urrúðuhitaranum í nepjufrostinu, og
fannst mér vanta aðeins meiri kraft í
þann eiginleika bílsins, því ísinn á
rúðunni reyndist ansi hreint þaulsæt-
inn. Útsýni aftur úr Focus, jafnvel
þegar ekkert er frostið til að skyggja
á, er ekkert sérstakt, og þegar höf-
uðpúðar aftur í eru uppi, minnkar það
enn frekar. Talandi um útsýni aftur á
bak, þá verð ég að minnast á hlið-
arspeglana, en þó að þeir séu flottir,
þá eru þeir frekar smáir.
Útlitslega er Ford Focus gæjaleg-
ur bíll. Hann er með „speisaðar“
hornlínur í hönnuninni, og ytri hönn-
un og innri kallast þar á. Bíllinn sem
ég ók var samt með minna sportlegt
grill en dýrari týpur Focus hafa til að
bera. Ég var þó mjög sáttur við útlitið
og ekki spillti fyrir að vera með 17“
álfelgur sem aukabúnað.
Rúmgóður frammí og aftur í
Hvað umgengni varðar þá er Fo-
cus ótrúlega rúmgóður miðað við
stærð og fannst mér gott að fara inn
og út úr honum. Það fer vel um öku-
mann og farþega frammí og þegar
maður skellir sér í aftursætið, er
nægt höfuðpláss og ekki ætti að væsa
um þrjá farþega þar einnig. Pláss í
skotti er viðunandi, en hægt er að
leggja niður sætin fyrir umfangs-
meiri flutninga.
Það er rétt að minnast á það við
lesendur að nú er ég ekki lengur fast-
ur í umferðinni á leið til vinnu, heldur
er ég um það bil að fara að gefa bíln-
um vel inn úti á sveitavegi hér í ná-
grenni borgarinnar. Focus eintakið
mitt er ekki það kraftmesta sem í
boði er, aðeins 100 hestöfl, en maður
gat þó aukið á sporteiginleika bílsins
með því að stilla á sport – aksturs-
máta, en boðið er upp á þrjár aksturs-
stillingar; Sport, Eco og Normal.
Ég veit að það er óþolandi að vera
að benda á ómerkileg smáatriði, en
eitt vakti dálítið furðu mína. Focus er
búinn umferðarmerkjalesara og birt-
ir merkin í mælaborðinu, en merkin
sáust ekki í heild sinni. Það er eins og
framleiðendur hafi ákveðið að fórna
smá horni af merkjunum til að allt
passaði eins og vera ber. Annars býð-
ur Focus, auk umferðarmerkjalesara,
upp á veglínuskynjara og árekstr-
arvara, sem allt hjálpar ökumanni á
ferð sinni, og gerir hana öruggari.
Lætur vel að stjórn
En aftur að sveitaveginum. Þar
beið mín hálka, snjór, lélegt skyggni,
margvíslegar holur, sveigjur og
beygjur, og Focusinn leysti það allt
saman eins og að drekka vatn. Hann
var fótviss eins og íslenskur klár á
leið milli sveitabæja, og lét mjög vel
að stjórn.
Þessi bíll hefur fengið góða dóma
víða um heim, aksturseiginleikarnir
eru óumdeildir, og akstursreynslan
ánægjuleg heilt yfir. Ekki skemmir
fyrir að hægt er að fá bílinn fyrir rétt
rúmar þrjár milljónir, auk þess sem
hann er sparneytinn, með 1,5 lítra
EcoBoost bensínvél og uppgefin
eyðsla er einungis 4,7 l/100 km í
blönduðum akstri.
Morgunblaðið/Hari
Það gerir útlitið óneitanlega sportlegra að Ford Focus komi með töffaralegum 17 tommu álfelgum.
Fótviss í
vetrarfærðinni
Sparneytin vél og gott verð eru meðal styrkleika Ford Focus.
Hitað stýri og hituð sæti skemma ekki fyrir við íslenskar aðstæður.
Vélin er 100 hestöfl en hægt að velja um þrenns konar akstursham.
Nýr Ford Focus er gæjalegur bíll og furðu
rúmgóður en útsýnið í baksýnis- og
hliðarspeglum mætti alveg vera betra.
Auðvelt er að komast í og úr bílnum og er hann furðu rúmgóður.
» 1,0 lítra EcoBoost bens-
ínvél
» 100 hö / 170 Nm
» Beinskiptur, 6 gíra
» 4,7 l/100 km í blönduðum
akstri
» 0-100 km/klst á 11,3 sek.
» Hámarkshr. 193 km/klst
» Framhjóladrifinn
» Með 17“ álfelgum
» Eigin þyngd: 1.279 kg
» 277 l skott ef með vara-
dekki
» Sótspor: 107 g/km
» Umboð: Brimborg
» Verð frá: 3.190.000 kr.
Ford Focus
Trend Edition 5 dyra