Morgunblaðið - 30.04.2019, Síða 15
Sunnudagsbíllinn mundi vera einhver vel útbúinn svart-
ur Jeep Wrangler-jeppi eða Rubicon. Hef alltaf elskað
allt frá Jeep en faðir minn heitinn keyrði aldrei á neinu
öðru en Cherokee eða Wagoneer.
Mótorhjólið sem ég hef alltaf verið veikastur fyrir
er Harley Davidson Sportster 883. Elska hvað það
er nett og vel hannað klassískt hjól. En eins og
staðan er í dag mundi ég samt alltaf skoða fyrst
eitthvað af þeim fjölmörgu rafmagnshjólum sem
eru í boði. Harley LiveWire er til dæmis einstak-
lega flott hjól sem mundi klárlega fara mér vel.
Ljósmynd/Rivian.com
Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll hlýtur að vera Rivi-
an R1T rafmagns-pikköppinn. Frábær í íslenskar að-
stæður, hvort sem maður ætlar í útileguna, hesthúsið
eða bara í klassískan kafaldsbyl og snjóþunga. Þetta er
alvörutrukkur sem fer hátt í 700 km á einni hleðslu og
hraðar sér í 100 km/klst á sléttum þremur sekúndum.
Mér skilst reyndar að hann komi ekki út fyrr en á næsta
ári. En íslenskir bílaáhugamenn hljóta að bíða spenntir.
Ljósmynd/Hyundai Media Center
Litli borgarbíllinn er auðvitað hinn frábæri Hy-
undai Ioniq Electric sem ég eignaðist síðasta
haust. Hann er lipur, nettur og um leið mjög rúm-
góður. Stærðarinnar farangursgeymsla og nóg
pláss fyrir barnabílstólinn og aðra farþega aftan
í. Það besta við þennan bíl er að sjálfsögðu sú
staðreynd að það kostar nánast ekkert að aka
honum. Ég hef keypt mér þrjá brúsa af rúðuvökva
síðan ég fékk hann; það er allur kostnaðurinn.
Draumabílskúrinn
Ljósmynd/Bugatti Newsroom
Í mínum villtustu draumum yrði líklega einhver Bugatti fyrir
valinu. Ég er samt ekkert að halda í mér andanum þangað til
það gerist. Er heldur ekki viss um hversu gaman það væri að
eiga svoleiðis tæki hér á landi. Maður hefði jú gaman af að fara
gamla Hvalfjörðinn og sleppa göngunum. Það er í lagi að láta
sig dreyma.
Fyrir lottóvinninginn myndi ég fá mér Tesla Model X. Það er
einfaldlega besti rafmagnsbíllinn á markaðinum eins og er.
Rosalega kraftmikill, fallegur og vel hannaður í alla staði.
Tekur auðveldlega sjö farþega og slatta af farangri. Hann
hefur alla eiginleika hins fullkomna fjölskyldubíls en er um
leið ótrúlega svalur, en það er mjög sjaldgæf blanda.
Ljósmynd/FCA
Ómissandi er svo að eiga gott reiðhjól í skúrn-
um. Ég hef ekki mikið vit á hjólum þannig að ég
mundi eflaust fara bara niður í Kríu og biðja þá
að leiðbeina mér um eitthvert sportlegt fjalla-
hjól sem virkar vel innanbæjar.
Ljósmynd/Lauf Forks Ljósmynd/Audi Media Center
Fíni bíllinn er klárlega Audi e-tron quattro. Einstaklega fallegur
bíll í toppgæðaflokki. Það hefur alltaf verið á stefnuskránni að
eignast Audi og ekki hefur áhuginn minnkað eftir að þeir
kynntu þessa eðalrafmagnsútgáfu.
Ljósmynd/Harley-Davidson.com
Ljósmynd/Tesla Motors
MORGUNBLAÐIÐ | 15
Ö
kumannsferill Frosta
Logasonar byrjaði ekki
vel. „Mín vandræðaleg-
asta stund var þegar ég
vann sem sendill hjá Fróða 18 eða
19 ára gamall og skutlaðist með
tímarit eins og Séð og heyrt og Vik-
una um allan bæ. Tókst mér að
klessukeyra vinnubílinn, ekki einu
sinni heldur tvisvar, og með aðeins
viku millibili,“ segir Frosti sem les-
endur þekkja eflaust best fyrir af-
rek sín á tónlistarsviðinu og síðar
glæstan feril í fjölmiðlum. „Ég var í
fullkomnum órétti í bæði skiptin.
Eitthvað hef ég verið að flýta mér
því ég horfði ekki nógu vel til
beggja hliða þegar ég ók út á götu,
og fæ aðvífandi bíl inn í hliðina í
bæði skiptin.“
Merkilegt nokk hélt Frosti starfi
sínu og útgáfan tók á sig kostnaðinn
af árekstrunum. Hann lærði líka
sína lexíu og hefur alla tíð síðan ekið
af varkárni og ábyrgð. „Enginn
slasaðist og eini skaðinn sem ég
þurfti að þola var laskað egó, og hef
ég ekki lent í tjóni í umferðinni síð-
an þá.“
Lukkulegur á rafmagnsbíl
Eins og draumabílskúr Frosta
ber með sér er hann forfallinn aðdá-
andi rafmagnsbíla. Frosti sá ljósið
síðasta haust þegar hann festi kaup
á Hyundai Ionic-rafmagnsbíl, og
gæti varla verið ánægðari með nýja
bílinn. „Hann hefur skemmtilega
aksturseiginleika og mikinn kraft.
Er helst að hleðslan mætti vera
drýgri en hann dregur þó um 200
km á fullum rafhlöðum,“ útskýrir
Frosti og bætir við að drægið skapi
aldrei vandamál. „Þetta er fullkom-
inn bíl fyrir venjulegan innanbæj-
arakstur og ég hef ekki þurft að
heimsækja bensínstöð í allan vetur
nema til að kaupa rúðupiss. Ef ég
verð síðan að skjótast norður á Ak-
ureyri þá er alltaf einhver sem er
tilbúinn að skipta við mig á bens-
ínbílnum sínum á meðan.“
Frosti getur hlaðið bílinn heima
hjá sér en kýs oftast að hlaða frekar
í vinnunni. „Síðan er á dagskrá að
fá húsfélagið til að setja upp
hleðslustöðvar, enda vita allir að
rafmagnið er framtíðin,“ segir hann.
Nær rafbílaáhuginn svo langt hjá
Frosta að hann segir að jafnvel ef
hann hreppti risavaxinn lottóvinn-
ing myndi hann seint kaupa sér ein-
hvern af ítölsku sportbílunum sem
hann hafði myndir af uppi á vegg
sem ungur strákur. „Ég sé mig ein-
faldlega ekki fyrir mér á jarð-
efnaeldsneytisbíl, og finnst bensínið
vera búið spil. Þar með er ekki sagt
að ég sé róttækur umhverfisvernd-
arsinni – þótt ég flokki heim-
ilisruslið – en það er svo rakið að við
reynum, hér á Íslandi, að nota
þessa hreinu raforku okkar í stað
þess að flytja inn kynstrin öll af
bensíni og díselolíu.“
Þetta ár ætlar að verða gott fyrir
rafmagnsbílafólk eins og Frosta
enda hefur framboðið aukist mikið
og varla að finna það bílaumboð
sem ekki er með a.m.k. eina gerð af
rafmagnsbíl til sölu. Eru vænt-
anlegir á markað bílar af öllum
stærðum og gerðum, í öllum verð-
flokkum, og myndi Frosta mest af
öllu langa í rafmagnaðan R1T-
torfærupallbíl frá bandaríska fram-
leiðandanum Rivian. Er þess vænst
að R1T muni kosta 69.000 dali, eða
8,4 milljónir króna fyrir skatta og
gjöld, þegar hann kemur á markað.
„Með ótakmörkuð fjárráð myndi ég
vilja eiga einn Rivian og svo eina
Teslu Model X enda Teslan hrika-
lega magnaður bíll að öllu leyti.“
ai@mbl.is
Draumabílskúr Frosta Logasonar útvarpsmanns
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frosti segist í dag eiga erfitt með að ímynda sér að aka aftur um á bensínbíl. Rafmagnið á huga hans allan.
Frosti er mjög áhuga-
samur um rafmagns-
bíla og þykir ekki ama-
legt að heimsækja
bensínstöðina aðeins
til að kaupa rúðupiss.
Klessukeyrði vinnubílinn í tvígang