Bæjarblaðið - 08.09.1951, Blaðsíða 3
Laugardaginn 8. sept. 1951
BÆJARBLAÐIÐ
3
BÆJARBLAÐIÐ
Ritnefnd:
Dr. Árni Árnason, Karl Helgason, Ól. B. Björnsson og
Ragnar Jóhannesson.
A fgreiðslumaður:
Bjarni Th. GuSmundsson, sími 234.
Á byrgðarmaSur:
Öl. B. Björnsson.
Btaöið kemur út annan hvern laugardag.
Prentað í Préntverki Akraness h.f.
Almennur þrifnaður
ALMENNUM ÞRIFNAÐI hefur farið mikið fram með
þjóðinni á síðustu áratugum, sérstaklega um híbýlaprýði og
matargerð alla. Á þessu mikilvæga sviði þjóðmenningar okkar
hefur konan unnið mest afrek. Konurnar og skólar þeirra hafa
vafalaust átt drýgstan þátt í því, sem áunnizt hefur á þessu
sviði með vaxandi árangri.
Einnig eiga og læknarnir mikilvægan þátt í hinni almennu
heilbrigðislöggjöf, sem fyrst og fremst er runnin undan þeirra
rifjum. Samhliða hafa þeir og margir verið frumkvöðlar að
ýmsum heilbrigðis- og þrifnaðarráðstöfunum í hinum ýmsu
bæjum og byggðarlögum landsins.
Þá hafa einstök fyrirmyndarheimili löngum verið drjúg til
áhrifa og haft hina mestu raunhæfa þýðingu fyrir nágrenni
og heil byggðarlög og jafnvel orðið landsfræg. Aukin kynni af
háttum og siðum annarra þjóða koma hér og verulega til greina.
Aukin velmegun, þægindi og hraðfleyg tækniþróun, á svo
einnig sinn mikla þátt í þessu, því að þægindin og tækniþró-
unin hefur gert svo margt óþarft, sem áður orsakaði erfiði
og óþrifnað. Nú er því margvíslega miklu hægara að sýna í
verki alhliða þrifnað á heimilum og utan þeirra, hæði um mat,
fatnað, hvers konar þrifnað og heimilisprýði.
Einsaklingamir hafa eins og alltaf mest að segja, svo í þess-
um efnum sem öðrum. Hins vegar er þjóðfélag okkar svo breytt
á siðustu áratugum, að við eigum svo margt sameiginlegt og
verðum þar að hlíta sameiginlegri forsjón þeirra, sem kjömir
em til að ráða hverju sinni. Þar er aðallega um tvo aðila að
ræða og báða opinbera. Það er ríkið og sveitastjórnirnar. Þvi
er það rík og auðsæ nauðsyn, að þessir aðilar geri sitt, og gangi
á undan um hinn almenna þrifnað. Fyrst þar, sem þeir sjálfir
eiga að sjá um, og fyrst og fremst með því að skapa einstakling-
unum aðhald um nauðsynlegan og sjálfsagðan þrifnað. Sér-
staklega að þvi er alla heilbrigði snertir, en einnig að því er
tekur til augnayndis og sparnaðar um endingu mannvirkja.
Um flest þetta hefur mikil breyting á orðið hér í bæ frá
síðustu aldamótum, svo að eitthvert tímatakmark sé tilgreint.
Um framfarir hér á þessu sviði á og flest það, sem hér hefur
verið sagt varðandi það.
En þrátt fyrir miklar framfarir, er hér mikið óunnið á þess-
um vettvangi, bæði af hendi einstaklinga og heildar-samfélags-
ins. Hefur lítillega verið minnzt á sumt af því áður í Bæjarblað-
inu.
Að þessu sinni skal aðeins bent á mikilvægt atriði, sem er
hvorttveggja í senn, mikilvægt heilbrigðismál og mundi enn
hafa gagnger áhrif til fegurðarauka á útlit bæjarins. Það eru
allir skúra skrattarnir og girðingaræksnin.
Fjöldinn allur er hér af skúrurn, sem til lítils — eða allf
einskis eru notaðir, — og þeir eru einmitt hættulegastir sem
uppeldisstoðvar fyrir rottu, en hún getur eins og kunnugt
er Valdið og viðhaldið ýmsum sjúkdómum og meira að segja
skæðustu plágum. Það þarf því að gera tilraun til samkomu-
lags milli -einstklinganna og bæjarins um að laga hægt og bít-
andi það, sem hægt er að laga í þessu efni. Rífa eitt til grunna
og lagfæra annað, sem rióla þarf, eða umbæta má, svo að ekki
sé' skaðlegt, og ekki til skammar í útliti. Én um fram allt má
ekki leyfa til viðbótar nema það, sem úppfyllir þær megin-
kröfur, sem hér hafa verið lagðar til grundvallar.
Á sama hátt verður og að hafa samráð og samvinnu um
girðingaflækjurnar, sem víða er ekkert nema nafnið tómt, án
þess að svara á nokkurn hátt itij þess hlutverks sem til er
ætlast.
AKURNESINGAR, auglýsið í BÆJARBLAÐINU
Hvað gerðu þessir frægu menn
fyrir hálfri öld?
Hvað höfðu þeir fyrir stafni
árið 1901, Churchill, Stalin,
Trumann, Píus páfi XII,
Nehru og Bevin? Engir hafa
oftar verið nefndir í heimsblöð-
unum undanfarið ár en þeir,
enda allir í flokki áhrifaríkustu
og valdamestu manna samtíð-
arinnar. En fyrir hálfri öld var
öðru máli að gegna. Winston
Chm’chill, þá 27 ára og ný-
sloppinn úr fangelsi hjá Búum,
var á þvi ári kosinn í fyrsta
sinn á þing, i kjördæminu Old-
ham, sem fulltrúi Ihaldsflokks-
ins brezka. Vakti strax athygli
á sér fyrir ræður sínar í þing-
inu, en tók fljótlega að deila á
flokk sinn, einkum fyrir af-
stöðu hans til Búa.
Jóseph Djugashvili, öðru
nafni Stalin, þá 22 ára var ný-
horfinn úr prestaskóla, tók mik-
inn þátt í 1. maí-kröfugöngun-
um í borginni Tiflis, og vakti
þá í fyrsta sinn athygli lög-
reglunnar á sér. Það var því á
þessu ári, sem byltingaferill
Stalins hófst.
Harry Truman var 17 ára
og nýkominn úr menntaskóla,
en sáróánægður yfir því að
hafa ekki staðizt próf í West
Point. Augnveiki var orsök
ræsagerðar. Það er ekki hægt
að komast hjá því að þoka ár-
lega áfram bættum vegum og
auknum holræsum. Til þessa
þarf mikið fé, ef mikið á að
fullgera á skömmum tíma
samkv. fyllstu kröfum nú-
tíma tækni. Hér verðum við
því að leggja höfuðáherzlu á
það, sem fyrst kemur að fyllstu
notum. Þar höfum við áreiðan-
lega verið á hinni einu réttu
leið, að leggja höfuðáherzlu á
gangstéttir og holræsi. Hins
vegar verður svo að sinna
heflun gatnanna eftir sem
fyllstum þörfum.
Enn er hér ótalinn veruleg-
ur útgjaldaliður, goo þús. kr.
til vaxta og afborgunar hafnar-
lána. Höfnin er lífæð alls þess,
sem hér þróast og dafnar. Hún
hefur kostað, og mun kosta
þetta bæjarfélag mikið fé. —
Vegna dýpis og annarra erf-
iðra aðstæðna um byggingu,
miklu meira fé en hún getur
sjálf staðið undir af eigin tekj-
um. Við verðum þó að vona,
að aukinn útvegur og arðvæn-
legri rekstur, vegna betri nýt-
ingar og af því að varan er
fullunnin til útflutnings-, bæti
nokkuð hér um. Á ýmsum öðr-
um sviðum á svo að geta komið
til mála aukinn iðnrekstur, svo
sem með sementsvinnslu ofl.
1 þessari fjárhagsáætlun er
25 þúsund kr. til vinnuskóla.
Þetta fyrirtæki er sannarlega
allrar athygli vert og stuðn-
ings. En hins vegar má ekki
verða á þeim rekstri tugir þús-
unda króna halli vegna örfárra
barna yfir stuttan tíma.
þess, og gerðist hann þá braut-
arvörður vjð járnbrautarstöðina
í Santá Fé og fékk 35 dollara
og frítt fæði á mánuði.
Eugenio Pacelli, núverandi
páfi Píus XII. þá 25 ára gam-
all kaþólskur prestur, var þetta
ár sendur til London með per-
sónulega samúðarkveðju frá
Leo XIII., páfa, til Játvarðar
VII., Bretakonungs, vegna
dauða Victoríu Bretadrottning-
ar.
Lawaharlal Nehru var þá 12
ára og átti heima í höll föður
síns í Allahabad, lærði ensku og
var að búa sig undir að ganga
í Menntaskólann í Harrow.
Ernest Bevin, þá tvítugur ók
flutningavagni fyrir gosdrykkja
verksmiðju í Bristol fyrir 22ja
shillinga kaup á viku. Varð um
hríð leikprédikari, en tók brátt
að gefa sig að stjórnmálum,
sem síðan varð hans aðalstarf
og hlutskipti í lífinu.
BÆJARFRÉTTIR
Framhald af 2. síðu.
son bifreiðaeigandi sýndi þá rausn,
að lána bíl og bílstjóra endurgjalds-
laust og Guðmundur skólastjóri á
Hvanneyri og frú hans, að veita gest-
unum af mikilli rausn, en bærinn
kostaði veitingar á Hreðavatni.
Er ekki hægt að lækka
útsvörin, og halda
áfram stórvirkum
f ramkvæmdum ?
Af því sem hér er sagt má
sjá, að álögð útsvör eru orðin
æði há. Einnig, að flestir út-
gjaldaliðirnir eru bundnir —
og sumir síhækkandi — af
landslögum, eða öðrum óhjá-
kvæmilegum þörfum bæjarfé-
lagsins til árlegs rekstrar og
naumustu þarfa.
Við heimtum miklar og
hraðar framkvæmdir af bæ og
ríki, en gætum þess ekki fyrr
en of seint, að það verður
hvergi tekið og ekki gert, nema
það komi verulega okkur sjálf-
um í koll. Allar þessar fram-
kvæmdir er búið að fastsetja
með lögum og kerfisbundnum
framkvæmdum. Það er eins
konar fé, sem verður að fóðra
meðan nokkurt hár er til að
gefa á garðann. Ef hætt er að
nægta í þetta bákn til viðhalds
eða aukinna framkvæmda,
hrynur þetta allt saman. En
það versta við þetta viðamikla
kerfi er, að fæst af því er bein-
línis arðgæft. Það léttir oss lífið
að visu, og gerir það eftirsótt-
ara og glæsilegra, og þegar bezt
er, gefur það okkur óbeina
möguleika til þess að standa bet
ur að vígi í lifsbaráttunni. Oft-
ast erum við lítt raunsæ í þess-
um efnum, heldur heimtum,
eða gerum kröfur eins og börn;
án þess að meta nægjanlega,
hvað er hóflegt og mögulegt.
f svona litlu bæjarfélagi sem
okkar er, er ekki mögulegt til
Gamla fólkinu iþótti þetta hiri á-
nægjulegasta för og hefur beðið Bæj-
arblaðið að skila innilegu þakklæti,
sérstaklega -til- þeirra sem hér • voru
nefndir og sýndu því þessa miklu
rausn og höfðingsskap, sem og ann-
arra þeirra er að þessari för stuðluðu.
Hjónaband:
I gær voru gefin saman i hjóna-
band í Reykjavík, ungfrú Elsa Ein-
arsdóttir og Sveinn Jóhannsson,
Guðnasonar, byggingarfulltrúa. —
Heimili þeirra mun verða við Hring-
braut 84 í Reykjavik.
Höfnin:
M/s Lagarfoss var hér í fyrradag
(fimmtudag) og losaði síldartunnur
hér og tók hraðfrystan fisk (karfa-
flök) á Ameríkumarkað. — Einnig
hraðfrysta sild, sem mun vera
reynslusending.
Gestir í bænum.
FrúEmilía Briem, ekkja Þorsteins
próf. Briem, dvaldi hér í nokkra daga
um siðustu helgi, til að heimsækja
kunningjana.
Ágúst Jósefsson, fyrrv. heilbrigðis-
fulltrúi í Reykjavík var hér á ferð
nýlega. Hann er fæddur á Akranesi
í ágústmánuði, þjóðhátíðarárið 1874.
— Þótt hann færi héðan alfarinn
þegar á barnsaldri, man hann eftir
sér hér, þykir vænt um Akranes og
fylgist með framförum þess.
Síldveiði í gær:
Bjarni Jóhannesson 90 tn.
Farsæll 76 —
Fram ’ 38 —r
Hrefna 76 —
Keilir 87 _
Ólafur Magnússon 58 —
Sveinn Guðmundsson 78 —>
Valur io2 —
langframa að leggja svo þung-
ar byrðar á borgarana, sem nú
er gert, án þess að atvinnutæki
og atvinnumöguleikar aukizt
verulega frá því sem nú er, og
að atvinna sé almenn, stöðug
og jöfn.
Hér verður ekki rætt um,
hvernig bæjartogarinn Bjarni
Ólafsson hefur borið sig. Það
er ekki hægt að segja annað
en að hann hafi aflað vel, en
meðan hann sigldi á England,
var hann ekki eins heppinn í
sölum, eins og ástæða var til
að ætla eftir fiskmagni. Síðan
útgerð togara breyttist í það
horf, sem hún hefur verið nú
um sinn, hefur hér verið lögð á
það megin áherzla, að skipið
fiskaði í land, til þess að skapa
hér atvinnu í landi við verkun
aflans og fullnýta allan úr-
gang. Ef þetta hefði ekki verið
gert — og möguleikar verið til
að gera það — væri hér mikið
öðruvísi umhorfs, að því er
snertir atvinnu og afkomu al-
mennings. Það er útaf fyrir
sig ágætt, að fá nokkurum tug-
um bæjarbúa skiprúm á tog-
ara,sem með allgóðum árangri
aflar og selur á erlendum
markaði. Hitt ér þó aðalvinn-
ingurinn að færa aflann til
heimahafnar og veita með því
hundruðum atvinnu, og fyrir-
tækjum verkefni við að full-
vinna hann fyrir erlendan
markað, seldan í traustastá
gjaldeyri heimsins, eins og hér
hefur nú verið gert um hart
nær eitt ár. Hvað sem því líð-
ur beinum hagnaði skipsins,
hefur óbeini hagnaðurinn orð-
ið mikill og ótvíræður
Fjárhagsáætítm frh. af 1. síðtt