Bæjarblaðið - 09.11.1957, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 09.11.1957, Blaðsíða 4
Akurnesingar! Kaupið BÆJARBLAÐIÐ BÆJARBLAÐIÐ Akranesi, laugardaginn 9. nóvember 1957 Auglýsið í BÆJARBLAÐINL FRÁ SAMNORRÆNU SUNDKEPPNINNI: Akranes varð sjötta í röð- inni af 14 kaupstöðum Syni var á 73 sundstööum, sem allt voru heitar laug- ar. Nú synti enginn 2 00 m í sjó, þrátt fyrir góöa tiö og aÖ mikiö var fariÖ í sjó, t. d.af Langasandi viö Akranes og í Nauthólsvík viö Reykjavík. Allt sundtímabilið — 15. maí til 15. september — var tíð mjög hlý og hagstæð til sundiðkana, nema ein vika i júni og svo síðustu tvær vik- urnar, sem voru kaldar á Norður- og Austurlandi. Öll sundnámskeið voru mjög vel sótt, sérstaklega af börn- um. Kvennatímar voru verr sóttir nú en 1954. Aðsókn að sundstöðum var á þessu ári betri en nokkru sinni fyrr. Orsaka fyrir fækkun þessari mun að leita í eftirfarandi at- riðum, sem fólk heyrðist oft bera fram gegn þátttöku í keppninmi: 1. Sigurmöguleikarnir fyrir Islamd eru litlir eða engir, vegna reglna þeirra, sem Nor- ræna Simdsambandið setti um útreikninga á þvi hver þjóð- anna sigri og þær reglur freista manns að synda ekki, svo að aðstaða fslands verði betri næst. 2. Þessar keppnir eru of þétt. 3. Landsgangan á skíðum var nýafstaðin er sundkeppn- ina hófst. MeSaltála 1951 og ’• Danmörk .......... 37832 Firmland ........ 157444 fsland ........... 37096 Noregur .......... 27955 Svíbjóð ......... 136971 Samkvæmt reglunni er sig- urvegarinn í ár: SVÍÞJÓÐ. Himdraðstöluleg þátttaka Norðurlandamna: Island - 15-2%*) Svíþjóð • 3-2% Finnland . . . . ■ 3-o% Norgur • i-4% Danmörk . . . . - 0.6% 4. 200 metra sundið, sem Simdsambandið gekkst fyrir bæði 1955 og ’56 ruglaði suma svo, að þeir héldu saranorræn simdkeppni væri árlega. Séu þessi atriði yfirveguð, þá verður niðurstaðan sú hin sama og felst í þessari spurn- ingu: Hvað er íþrótt sé hún eigi iðkuð — og er það ekki keppikefli íþróttahreyfingar- imnar, að fá sem flesta til þess að iðka íþróttir að staðaldri? Það kom lika oft á s.l. sumri í ljós, að of margir synda að- eins þegar ísamnorræn sund- keppini er ;háð. Það út af fyrir sig aflar viðleitni þessarar keppni nokkurrar viðurkenn- ingar og gerir hana raunhæfa. „Ekki er það þó aðalatriðið að sigra“, mælti menntamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslasom, meðal annars í ágætri ræðu, er hann setti simdkeppnina 15. maí. Við höfiun heldur ekki sigr- að í keppni þessari, en 15.2% þjóðarinnar hefur synt hina tilskildu 200 metra. Þessu ber að fagna og þakka. Milli Norðurlandanna urðu úrslit þessi: 4 Nú syntu RöS 28130 fækkun 25.64% 4 121168 — 23.04% 3 24631 — 33-6o% 5 46027 aukning 64.65% 2 235205 — 71-72% 1 Keppni milli kaupstaSa irín- anlands: Keflavík—Akranes: Akranes vann 18.7 : 18.2. Reyk j a vík—Ha f narf j örður— Akureyri: Akureyri vann, hafði 18.6 gegn Hafnarf. 17.6 og Reykjavik 15.2. KaupstaSir Alls syntu % af íbúafj Isafjörður 813 31.2 (38.2) Ólafsfjörður 270 30.3 (51-7) Neskaupstaður 1340 27.1 (40.2) Sauðárkrókur 237 23-6 (24-7) Vestmannaeyjar . . . 886 21.1 (27.8) Akranes 635 18.7 (33-o) Akureyri 1508 18.6 (25.0) Keflavík 18.2 (28.2) Siglufjörður 492 18.2 (28.2) Seyðisfjörður 18.0 (35-5) Hafnarfjörður 1091 17.6 (28.1) Reykjavík 9912 15.2 (27.6) Kópavogur 41* 9-6 ( ) Húsavík 8.8 (17.0) 17564 16.6 (28.3) *) íbúatala fslands frá árinu 1956, en hinna Norðurlandanna frá árinu 1954. UNGUR AKURNESINGUR FÓR TIL DANMERKUR í SUMAR Á VEGUM RÓTARYKLÚBBANNA Viðtal við Sveinbjörn Guðmundsson. VíÖa um heim gerir Rotaryfélagsskapurinn mikiö aö því aö efla kynningu milli þjóöa, ekki sízt unga fólksins. Undanfarin ár hafa danskir Rotaryklúbbar hlynnt allmjög aÖ þess- ari starfsemi og boöiö heim ungu fólki frá ýmsum löndum. S.l. sumar varÖ fyrir valinu, af hálfu íslenzku klúbbanna, ungur Akurnes- ingur, Sveinbjörn Guömundsson (Sveinbjörns- sonar). BœjarblaÖiö hefir spurt Sveinbjörn um þessa Danmerkurferö, og fara svör hans hér á eftir. — Þú fórst til Danmerkur á vegum Rotaryklúbbarma? — Já, og ég vil færa Rotry klúbb Akraness beztu þakki. fyrir, að mér gafst tækifæri til að dveljast um þriggja vikna skeið á vegum Rotary í Danmörku. — Hvenœr lagðirðu af stað? —• Eftir allan nauðsynlegan undirbúning flaug ég með vél frá Flugfélagi Islamds til Kaup mannahafnar, laugardagsmorg uminn 17. ágúst, og var kom- inn þangað stuttu eftir hádegi. Eyddi ég þeim degi hjá frænku minni, sem þar býr, €:n snemma á sunnudagsmorg- um hélt ég áfram til Viborg með lest, og var kominn þang- að um hálf fimm leytið, ásamt öðrum þátttakendum frá meg- in'landinu. Á járnbrautarstöð- inni tók á Imóti okkur B. Fish- er-Möller, sem er varaformað- ur Rotary-klúbbsins í Viborg, og eftir að við höfðmn kynnt okkur, var okkur ekið til Hald, sem er gamall herragarður um 8 km fyrir sumnan Viborg, en þar áttum við að dveljast í tvær vikur. — Voru margir þátttakend- ur? — Þátttakendur voru 12, 8 piltar og 4 stúlkur. Piltar voru frá: Belgíu, Englandi, Ho'l- landi, Irlandi, Islandi, Italíu, Sviss og Þýzkalandi. Stúlkur frá: Noregi, Þýzkalandi og tvær frá Italíu. Einnig voru í Hald, sem er rekið af danska Stúdentafélagianu, um 30 til 40 námsmenm af ýmsum þjóðern- um. INFLÚENZU- FARALDUR í BÆNUM Inflúenza geisar nú víða um land, og hefir orðið til- finnanleg sums staðar, til dœmis hefir mörgum skól- um verið lokað. Hér á Akranesi hafa verið allmikil brögóð að faraldri þessum og margir veikzt, þó fáir hættulega. Veikin virðist vera bráðsmitandi, á siummn heimilum hefir mær allt heim- ilisfólkið legið samtímis. 1 skólutnum hefir meiri hluti bekkja stundum legið í senn, þótt lítil vanhöld hafi þá verið í öðrum bekkjmn. Bamaskólamum var lokað s. 1. fimmtudag, en í gagnfræða- skólanum er kennt enn, og ekki líkur til að til lokunar þurfi að koma þar. — Hvaða mál var talað þarna? — Aðalmálið var enska, en einnig var töluð franska og þýzka og allmargir töluðu esp - eranto. — Og hvað höfðust þið að? — Deginum var venjulega eytt i ferðalög um nágrenmið, en á kvöldin voru tótnleikar, fræðsluerindi, kvikmyndasýn- ingar eða dansleikir. Miðvikudag 21. ágúst var okkur boðið á Rotaryfund í Viborg, en þeir halda sína fundi um hádegið, og á eftir var okkur sýnd borgin, meðal annars var okkur sýnd dóm- kirkjatn, Asani kvemundirfata- verksmiðjan og bjórverkstmiðj- an Óðinn. Um kvöldið var okkur skipt niður á heimili Rotaryfélaga og borðuðum við kvöldmat þar. Laugardagiinn 24. ágúst var okkur boðið til Lemvig, sem er smábær við Limafjörðinn og dvöldmn við þar fram á mánudag á heimilum Rotary- manna. Sunnudag fórum við til Thyborön, sem er allstór fiskimaninabær við Norðursjó- rnn, en vorum óheppin með veður og gátum því htið séð. Miðvikudaginn 28. ágúst vorum við aftur á fundi með klúbbnum í Viborg og í það skipti héldum við öll smá- ræðustúf. Ekki var það rétt, sem sagt var í Morgunblað- inu, að mér hefði verið bann- að að tala um handritin, held- ur sagði Fisher-Möller mér, að þar væru allir á sa'ma máli, nema nokkrir menntamenn í Höfn, sem ekki vildu sleppa handrituniun úr landi. — Þáð var gott að heyra. Fóruð þið víðar um? — Já, já, daginn eftir fór- mn við til Si'lkeborg í boði klúbbsins þar, og var farið með okkm á Himmelbjerget og okkm sýnd borgin. Um kvöldið vorum við á hieimilum Rotaryfélaga, var ég ásamt ítalska piltinum, boðinn til skyrtuframleiðanda og gaf hann okkur báðum skyrtu. — Það verður þá varla sagt, að Danir hafi rúið ykkur inn að skyrtunni! — Mánudaginn 2. septem- ber var dvölinni í Hald lokið og fórum við þá til Kaup- mannahafnar með lest, ásamt Fisher-Möller, og vorum kom- in þangað um kvöldið. Tóku þar á móti okkur félagar i Sölleröd Rotary-klúbbnum, en við dvöldum á heimilum þeirra, meðan við vorum í Höfn. Lenti ég hjá kaup- manni, Steger að nafmi, en hann er formaður klúbbsins. Daginn eftir var okkur sýnd borgin, Ráðhúsið, Sívali turn og fleiri byggingar og söfn, og um kvöldið var okkur boðið í Tívolí. Miðvikudag var okkur boðið í ökuferð um Norður-Sjáland og sáum við meðal amnars Kronborg og Friðriksborgar- höll. Daginn eftir vorum við boð- in á fund í Sölleröd Rotary- klúbbnum, og héldum við þar ræðu, sömu ræðuna og við héldum í Viborg, ofurlítið breytta, en það vissi enginn nema Fisher-Möller! Á eftir skoðuðum við kjarm- orkustöðina í Risö, skammt frá Hróarskeldu. Föstudaginn 6. september var þessari skemmtilegu dvöl í Dammörku lokið, og fóru allir, mema ég, heim á leið, en ég fór til Hamborgar og dvaldist þar í 3 daga hjá Ólafi Jóns- isyni. — Og þér finnst þú hafa haft gagn og gaman af þess- ari ferð? — Já, á þessum stutta tíma, sem ég dvaldist í Danmörku á veguim Rotary, komst ég í snertingu við ungmenmi frá mörgum löndum Evrópu, og fékk á þanm hátt inokkra kynn- ingu til viðhorfs hvers lands, og ég get fullyrt, að Rotary- klúbbar Damnörku vinna mjög þarft verk með þessum kynmingarmótum.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.