Freyr - 15.02.1925, Blaðsíða 4

Freyr - 15.02.1925, Blaðsíða 4
4. SÍÐA Í’RBYIÍ F R E Y R Heimilisbla'ð Kemur út mánatJarlega. VeríS $1.50 ft Öri. Borgist fyrirfram. Útgefandi: S. B. BENEDICTSSON. 760 Wellington Ave. Winnipeg, Manitoba, Canada. PrentatS hjá THE CITY PRINTING & PUBL. CO. WINNIPEG »—11 'i i S WINNIPEG, FEBRÚAR, 1925. DRENGILEGUR ÞJÓÐ- RÆKNISVOTTUR. Öllum sönnum íslendingum er gleðiefni að sjá hvað fljótt og vel var brugðist við að bjarga landa vorum, Ingólfi Ingólfs- syni, í hans sorglegu neyð, þeg- ar dauðinn horfðist í augu við hann. Á þar þjóðræknisfélagið stórt lof fyrir, síðan blöðin, Hjálmar Bergmann, og seinast en ekki sfzt, íslenzkt alþýða. Kom hjálpin bæði fljótt og vel. Og er þetta rétt eins og það átti að vera hjá smáu þjóðarbroti, sem er að berjast fyrir tilveru sinni í þessu landi. Drenglyndi og samúð verða þau tengibönd, er bezt og varanlegast halda fólki voru saman í þessu landi. ------x------ NÝI TÍMINN. Dögun. Fyrst er dauf birta. Hér og þar heyrast söngvar. Morgunstjarna vonarinnar kast- ar gullnum glampa fyrir ofan sólaruppkoxnuna. Ljósið vex. Fjallatindarnir glitra í rauðum litum. Það kemur andvari svala og sætleika, þegar laufin hvísl- ast á um komu morgunsins. Söngvarnir vaxa með ljósinu. Stjörnurnar tapa birtu. Fjalla- tindar hugsananna eru baðaðir í bragandi sólskini, þó enn sé skuggi yfir dölunum. Silfur- ljómi mánans fölnar og stjörn- urnar hverfa. Gullin fegurð umkringir austrið. Fjöllin glitra nærri niður að rótum í gyltum geislaroða er bbkar á jökul- breiðunni. Og svo kemur breið^ ur hringur í ljós á austur sjón- deildarhringnum. Hann liækk- ar. Hækkar meira. Það er sólaruppkoman. Og fjöllin og dalirnir eru þaktir í ljósi hins nýja dags. Það kemur. Það er andleg vakning, í hinni hærri merk- ingu„ í ást til mannanna. Sjálfs- elskan, hjartakuldinn er að fara. Ný hugsun er að vakna — í stjórnmálum, í vísindum, í trúarbrögðum. í stjórnmálum, allieimsdraumurinn um sam- vinnu-þjóðfélag. í vísindum stendur maðurinn á landamær- um náttúruaflanna fram yfir það, sem hann hefir á*ður dreymt um. í trúarbrögðum er mann- kynið aftur að hallast að Krists- hugmyndinni, en skoðar hana í nýju ljósi, og er að byrja að skilja þáj 'fögru kenningu um bræðralag mannsins. Ljósið eykst. Játningar og trúarkreddur visna upp. Mann- vitið geislar frá miljónum skóla. Bókmentirnar halda blysinu á lofti, og hið skæra ljós upplýs- ingarinnar lýsir inn í myrkra- kima jarðarinnar. Flóð sið- menningarinnar veltur áfram. Stundum nær það til dökkra þjóða, stundum brúnna. Það æðir yfir Austurlöndin og eyjar sjávarins. Fjör og dugnaður Vesturþjóðanna flyzt inn í Austurlöndin. Englendingurinn stjórnar í skugga pyramídanna. Gufuvélin vekur upp bergmálið í hæðum landsins helga. Kenn- ingar hins vestræna kristin- dóms eru fluttar í landi Bra- hama og Buddha. í þess stað breiðist speki Austurlandanna yfir Vesturheiminn eins og sól- aruppkoma á vordegi. Það kemur. Það eru ekki einungis verklegar og verald- legar framfarir, svo góðar sem þær eru. Það er upprisa and- ans. Það er vaxandi rödd hins guðlega í oss. Það er vaxandi viðurkenning um skyldu vora gagnvart meðbræðrunum. Það er vaxandi viðurkeninng fyrir því, að vér lifum ekki einungis fyrir sjálfa oss, heldur fyrir fjölskyldur vorar, vini vora, þjóð vora og alt mannkynið, að vér hljótum að vinna saman til góðs fyrir einn og alla. Verið ekki niðurlútir. Ljósið kemur. Hefjið augun. Dag- renning hins nýja tímabils er í nánd. J. A. Edgerton, (Þýtt úr “The Essene.) -------x------ Almanak Ólafs S. Thorgeirs- sonar er sent Frey fyrir nokkru. Er það snoturt rit, eins og vant er. Og enn flytur það brot úr landnámssögu íslendinga. Er það saga Point Roberts, Wash., skrifuð af fyrv. ritstjóra Freyju, M. J. Benedictsson. Það flytur mynd af Víkingaskipi íslend- inga, og margt fleira. -------x------ Það er ekki auðvelt að villa vini sannleikans sjónar. Ef til- gangur hans er hár og hreinn, þá hafa hugsanir hans komist í meira og betra samræmi við al- heiminn, og þér munið hvað mikli kennarinn sagði um þá? hreinhjörtuðu — hann sér út yfir villurnar, hann finnur virki- leika lífsins og í virkileika sér guð. (Essene.) -------x------ Kappræða um “sannindi spir- itismans”, heitir nýútkomið rit, sem Jón Tómasson prentari hefir gefið út, en þýtt af Sigtr. Ágústssyni. Kappræðan var háð 11. marz 1920, af þeim Sir Arthur Conan Doyle og Joseph McCabe. Er Doyle játandi, en McCabe neitandi. Kappræða þessi er mjög

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/1347

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.