Röðull - 08.11.1925, Side 3

Röðull - 08.11.1925, Side 3
R Ö Ð U L L Allar matvðrur eru ódýrastar hjá Jóni ísleifssyni. Vekjaraklukki nýkomnar í verslun G. Jóhannessonar. ■ Sá, sem fengið hefir að láni hjá mjer Snorra Eddu, er vin- samiega beðinn að skila henni strax. Halldór Stefánsson. Þýskar saumavélar útvegar verslun G. Jóhannessonar. Vátryggið eignir yðar í tíma gegn eldsvoða. -- Umboðsmaður fyrir The British Dominions Insurance Co., Ltd., er Halldór Stefánsson Eskifirði. safninu áfram, og einhver ráð verður að finna gegn því, að þessar perlur okkar týnist, hver sem kann að hafa lagt þær til. Margt er fleira gott í þessu hefti Eimreiðarinnar, þar á með- al kvæðið „Vorstund*, eftir Sigurjón Friðjónsson. Má það merkilegt heita, að ekki skuli enn útkomin kvæðabók eftir Sigurjón, jafngott Ijóðskáld og hann er. Hygg ég, að væru kvæði hans metin, mundi hann eiga heimt- ingu á sess allofarlega á skáldabekk þessarar þjóðar. — Stutt grein er í heftinu um hvílupoka, eftir Á. Á. og ættu allir ferðalangar og fjallsmalar að kynna sér hana rækilega. Friðrik Eyjólfsson, bóndi að Borg- um við- Eskifjörð, andaðist á Landa- kotsspítala þ. 2. f. m. Eiga vinir hans á bak að sjá duglegum manni oggóð- Skiftafundir verða haldnir á skrifstofu sýslunnar á Eskifirði. 1. miðvikudaginn 25. nóv. n. k. í dánarbúi Jóhanns Einarssonar frá Eskifirði „ „ Bjarna Eiríkssonar s. st. „ „ Steins Steinssonar frá Berunesi „ „ Jóns Magnússonar frá Vallanesi „ „ Jóns Brynjólfssonar frá Mjóafirði „ „ Ólafs Magnússonar frá Sigmundarhúsum „ „ Sigbjörns Magnússonar Gröf. 2. fimtudaginn 26. nóv. n. k. f dánarbúi Sigríðar Jakobínu Þórarinsdóttur frá Kolmúla „ „ Einars Baldvinssonar frá Eskifirði „ „ Þorstínu Andersen frá Noröfirði „ „ Hallgríms Stefánssonar frá Helgustöðum. 3. föstudaginn 27. nóv. n. k. í dánarbúi Hans J. Beck frá Sómastöðum „ „ Auðunns Halldórssonar frá Krosshjáleigu „ þrotabúi Lúðvíks Kristjánssonar frá Kolfreyju. 4. laugardaginn 28. nóv. n. k. í þrotabúi Sigurlínusar Stefánssonar frá Nesi „ „ Sveins Árnasonar frá Nest. Skiftum verður að líkindum lokið í búum þessunt. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, Eskifirði 14. okt. 1925 Magnús Gíslason. um dreng, sem þeir munu lengi minn- ast með hlýjum hug. Friðrik sál. var giftur Lovísu Jóhanns- dóttur frá Áreyjum í Reyðarfirði. Lifir hún mann sinn ásamt tveim börnum, sem bæði eru í ómegð. í septbr.mánuði andaðist í hárri elli frú Þórunn S. Pétursdóttir, ekkja sr. Þorsteins sál. Þórarinssonar frá Beru- firði. Þau hjón voru góðkunn um alt Austurland og víðar, og margt eldra fólk hér eystra á þar á bak góðum vinum að sjá, er þau voru. Börn áttu þau fimm, en aðeins tvær dætur eru enn á lífi, en það eru þær frú Anna, kona Sveins Ólafssonar alþingismanns og frú Guðný, kona Jóns prófasts Guðmundssonar á Nesi í Norðfirði. Var hin látna sómakona á heimili Guðnýjar dóttur sinnar síðustu árin, sem hún lifði, og var jörðuð á Nesi að viðstöddu fjölmenni. Baldur Andrésson cand. theol. hefir verið settur kennari við Eiðaskólann í stað Ólafs Kjartanssonar. Sfðustu fregnir (eftir Hæni). Taugaveiki gengur nú á ísafirði og er sagt að tilfellin séu orðin 15. Frá Blönduósi er símað að 2 menn hafi tekið út af bryggjusporði í aftaka brimi, og hafi þeir báðir druknað. Hétu þeir Þorsteinn Erlendsson og Guðmundur Sigurðsson, báðir ein- hleypir. — Víðvarpsstöð er búist við að verði komin upp í Rvík fyrir ára- mót. — Árni Jónsson alþm. frá Múla er fyrir skömmu farinn til Washington. Verður hann danska sendiherranum þar til aðstoðar við fyrirhugaðasamn- inga um niðurfærslu á tolli á íslenzkri ull. — Frá Paris er símað, að Caillaux falli á skattamálastefnu sinni og að Painleve myndi nýtt ráðuneyti. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arnf. Jónsson. Sími nr. 16. Prentsmiðja Austurlands, Seyðisfirði

x

Röðull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Röðull
https://timarit.is/publication/1348

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.