Bæjarblaðið


Bæjarblaðið - 23.05.1986, Page 2

Bæjarblaðið - 23.05.1986, Page 2
Bœjorbkidid Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti Útgefandi: Bæjarblaðið sf. — Pósthólf 106—300Akranes Ritstjórnarskrifstofa: Skólabraut 21 (2. hæð) sími 2974 fíitstjórn: Haraldur Bjarnason (ábm.), sími2774 Sigþór Eiríksson, sími 2179 Blaðamaður: Bjarni Jónsson, sími 1665 Ljósmyndir: Haraldur Bjarnason og Ársæll Jónsson Dreifing: Bjarni Kristófersson, sími2057 Utlit og umbrot: Bæjarblaðið Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. Þórður Óskarsson hf.: Flytur út ferskan trillufisk í gámum Undanfarið hefur Þórður Óskarsson hf. staðið fyrir út- flutningi á ferskum fiski frá smábátum héðan af Akranesi og vestan af Snæfellsnesi. Fyrst um sinn fóru þessir flutningar fram með flutninga- skipinu Helgey, sem kom hér við og tók fiskinn í kössum í kælilest skipsins. Undanfarið hafa flutningarnir hins vegar farið með Eimskip og Sam- bandinu og fiskurinn þá verið settur í einangraða gáma til útflutnings. Smábátaeigendur hafa með þessu móti hækkað verð fisks- ins verulega og hefur meðal- verð að undanförnu verið um 60 krónur fyrir kílóið og farið allt upp í 80 kr. Mestur hluti aflans hefur verið þorskur. Nokkuð misjafnt verð hefur verið eftir bátum og ræðst það bæði af meðferð og eins því að bátarnir hafa ekki allir verið á sömu slóðum og því sumir með stærri fisk en aðrir og um leið verðmeiri. Þórður Óskarsson hf. sér um geymslu á fiskinum í kæli- geymslu sinni í skemmu við Ægisbraut og þangað er fisk- inum safnað saman en kass- arnir sérmerktir bátum þegar í gámana er látið. Sem fyrr segir kemur fiskur til Þórðar alla leið vestan af Snæfellsnesi en þó er mikill meirihluti af trllubátum hér á Skaga. Bátur til sölu Til sölu er trillubáturinn Hugrún ÍS 367, sem er í Akraneshöfn. Upplýsingar í síma 3211. BœjorbkKfccJ Bœjardagtiók Heilsugæslustöð — Læknavakt Upplýsingar um tímapantanir hjá læknum og vitjanaþjónustu eru veittar í síma 2311 mánudaga til föstudaga kl. 8-20 og laugardaga kl. 9-12. Símsvari hefur númerið 2358 og þar eru veittar upplýsingar um læknavaktir ettir lokun skiptiborðs. Akraness Apótek Apótekið er opið mánudaga til föstu- daga kl. 9-18.30. Á laugardögum er opið kl. 10.00-13.00 og á sunnudögum er opið kl. 13.00-14.00. Síminn I apó- tekinu er 1957. Byggðasafnið Byggðasafnið í Görðum er opið virka daga kl. 14-16 frá september til apríl, en á tímabilinu maí til ágúst er opið kl. 11-12 og 14-17 alla daga. Símin á Byggðasafninu er 1255 og heimasími safnvarðar er 2304. Slökkvilið — Lögregla — Sjúkrabílar Lögreglan sér um akstur sjúkrabíla og útköll slökkviliðs. Símar á lögreglu- stöðinni eru 1166 og 1977. Sérsími slökkviliðs er 2222 en í því númeri er einnig svarað á lögreglustöðinni. Sjúkrahúsið Síminn á Sjúkrahúsinu er 2311 og er þar svarað á skiptiborði mánudaga til föstudaga kl. 8-20 og laugardaga kl. 9- 12. Heimsóknartímar á Sjúkrahúsinu eru kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Bjarnalaug Opnunartímar: Mánudaga 7.00-8.45, 17.00-18.30 og 20.00-21.15. Þriðjudaga 7.00-8.45, 17.00-18.30 og 20.00-21.15. Miðvikudaga 7.00-8.45, 17.00-18.00 og 20.00-21.15. Fimmtudaga 7.00-8.45, 17.00-18.30, 20.00-21.00 og 21.00-21.45 (konur). Föstudaga 7.00-8.45, 17.00-18.30 og 20.00-21.15. Laugardaga 10.00-11.45,13.15-15.45. Sunnudaga 10.00-11.45. Bókasafnið Útlánatimar Bæjar- og héraðsbóka- safnsins, Heiðarbraut 40, eru sem hér segir: Mánudaga kl. 16-21, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 15-19, fimmtudaga kl. 16-21 og föstudaga kl. 15-19. Sim- inn í bókasafninu er 1664. Skrifstofur Bæjarskrifstofan, Kirkjubraut 28 er opin mánudaga til föstudaga kl. 9.30- 12.00 og 12.30 til 15.30. Siminn á bæjarskrifstofunni er 1211. Bæjarfógetaskrifstofan, Suðurgötu 57 er opin frá kl. 9.30-12 og 13-15.30 mánudaga til föstudaga. Síminn á bæjarfógetaskrifstofunni er 1820. Bankar Landsbankinn og Samvinnubankinn eru opnir mánudaga til föstudaga kl. 9.15 til 16.00. Á fimmtudögum er sið- degisafgreiðsla frá kl. 17 til 18. Síminn í Landsbánkanum er 2333 og í Sam- vinnubankanum er síminn 2700. Vöruflutníngar Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar heldur uppi vöruflutningum á milli Akra- ness og Reykjavíkur alla virka daga um miðjan dag og síðdegis. Afgreiðsla i Reykjavík er á Vöruflutn- ingamiðstöðinni, sími 91-10440. Af- greiðsla á Akranesi er að Kirkjubraut 17, sími 1356. Áætlunarferðir Áætlun Akraborgar: Frá Akranesi kl. 8.30, 11.30, 14.30, 17.30 Frá Reykjavík kl. 10.00, 13.00, 16.00, 19.00 Kvöldferðir eru á sunnudögum frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00 í apríl, maí, september og októ- ber og á föstudögum og sunnudögum i júní, júlí og ágúst. í nóvember, des- ember, janúar, og febrúar fellur niður fyrsta ferðin á sunnudögum og er því fyrsta ferð frá Akranesi kl. 11.30 á sunnudögum þá mánuði. Vöruafgreiðslan við ferjubryggju er opin virka daga kl. 8-12 og 13-18. Síminn þar er 2275. Áætlunarferðir Sæmundar milli Akraness og Borgarness Frá Akranesi: Virka daga kl. 9.00 og 19.30. Laugardaga kl. 14.00 og sunnudaga kl. 14.00 og 21.00. Frá Borgarnesi: Virka daga kl. 13.00 og 19.30. Laugardaga kl. 15.30 og sunnudaga kl. 17.00 og 19.30. Áætlunarferðir Sæmundar milli Akraness og Reykjavíkur Frá Akranesi: Virka daga kl.13.00 og 19.30. Laugardaga kl. 15.30 og sunnudaga kl. 17.00 og 19.30. Frá Reykjavik: Virka daga kl. 8.00 og 18.30. Laugardaga kl. 13.00 og sunnudaga kl. 13.00 og 20.00. Afgreiðsla Sæmundar, sérleyfis- hafa, á Akranesi er í Skaganesti sími 1856. Baejargátan Nú birtum við bæjargátuna í þriðja sinn og enn er létt yfir henni og hefðbundin krossgátugerð látin lönd og leið. Staðbundin er hún sem fyrr að hluta, en þó ekki alveg eins orðljót og síðast þó svo að ekki höfum við fengið yfir því kvartanir eins og kannski var búist við. Sjö lausnir bárust á síðustu gátu og reyndust fimm þeirra réttar. Reyndust tvær lausnir á 1 lóðrétt rangar en þar var beðið um skammstöfun á einhverju sem við værum aðilar að. Rétt svar var SSVK (samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi) en röngu svörin voru: SSKK og SSAK. Dregið hefur verið úr lausnunum fimm og kom upp nafn Kristjönu Halldórsdóttur, Esjubraut 10 og fær hún send verðlaunin í pósti. Lóðrétt: 2.lA-. . . 0-0 4. Síld er 6. Verkfæri 9. Félag sem starfaði vel hér á árum áður (skst.) 10.. . . M . . . 11. Smábílar og skellinöðrur 13. Beljan hélt sig flámælta 14. Skagamenn gerðu góða ferð í 16. Það sem flokkarnir reyna að gera við kjósendur núna 17. Fjórir af fimm 18. Fóðra (-A) 20. Stofnað 1922 Ferðamálanámskeiðinu frestað En 3. gátan er svona: Lárétt: 1. Hugmynd um seglbretta- kennslu við 2. Ef allt klikkar 3. í niðurníslu á uppboði 5. Kemuráeftir Jón 7. JónH.Segir:„Máekkifá. . .“ 8. Ekki feitt 12. Nú er 15. Vinna (slangur) 19. Einkennisst. Ferðamálanámskeiðinu sem halda átti hér á miðviku- dag og fimmtudag hefur nú verið frestað til 11. og 12. júní nk. Jón Karl Einarsson umsjón- armaður námskeiðsins sagði í samtali við Bæjarblaðið að segja megi að þátttökuleysi héðan af Akranesi hefði fyrst og fremst orðið þess valdandi að námskeiðinu var frestað. Hann sagði góða þátttöku hafa verið úr vestanverðu kjör- dæminu en aðeins einn hefði boðað þátttöku héðan. Hann sagði að menn vildu reyna á það hvort áhugi hér væri virki- lega ekki meiri og vonaðist hann til þess að úr rættist fyrir 11. júní.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.