Fréttablaðið - 24.07.2019, Síða 2

Fréttablaðið - 24.07.2019, Síða 2
Veður Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en síðdegisskúrir sunnanlands. Gengur í norð- austan 8-15 í kvöld og nótt, fyrst á Vestfjörðum. SJÁ SÍÐU 14 Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Virkar niður í -30°C Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælum meðan birgðir endast Umhverfisvænn kælimiðill NEYTENDUR Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22.  júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokk- uð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að ein- staka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöru- vali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageir- ann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmanna- helgina en vikan fyrir hana er anna- samasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir versl- unarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina. – khg Mikil aukning í sölu kampavíns milli ára Kampavín og freyðivín eru vinsæl í sumarhitanum, en salan tekur stórt stökk milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sala á áfengi er meiri í ár en í fyrra. Aðstoðarfor- stjóri ÁTVR segir fækk- un ferðamanna frekar bitna á veitingastöðum. Sala á kampavíni tekur stórt stökk milli ára. 1. jan. - 22. júlí 2019 2018 Rauðvín 1005,0 1020,2 -1,5% Hvítvín 651,1 611,1 6,5% Freyðivín/ Kampavín 117,5 90,2 30,3% ✿ Sala áfengis þús. lítra VE STMANNAEYJAR Margir urðu hvumsa og reiðir við að sjá skilti við aðkomuna að Stórhöfða í Vest- mannaeyjum. Á skiltinu stóð að um einkalóð væri að ræða og aðgangur væri stranglega bannaður. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, áréttar að almenningur hafi rétt á að ganga um höfðann enda sé þetta ríkis- jörð. „Vegagerðin er með þetta á sínum snærum frá þeim tíma þegar viti var rekinn þarna,“ segir Íris. „Við fengum ábendingar og Vegagerðin hefur tekið á þessu. Merkingarnar voru ekki skýrar. Að sjálfsögðu á almenningur frjálsa för um Stór- höfða.“ Á staðnum er hús sem Vegagerðin hefur leigt út. Aðeins í kringum þetta hús er aðgangur ekki leyfður. Þá er bílaumferð ekki leyfileg á staðnum af náttúruverndarsjónar- ástæðum. – khg Stórhöfði ekki skýrt merktur FERÐAMÁL Þrjú slys urðu á aðeins fimm dögum á Fimmvörðuhálsi fyrir skemmstu. Einn hinna slös- uðu var Íslendingur og hinir tveir erlendir ferðamenn. Davíð Már Bjarnason, upplýsingaf ulltr úi Landsbjargar, segir tíðarfarið og mannfjöldann helstu skýringuna. „Fjöldi útkalla sveiflast töluvert á milli ára,“ segir Davíð. „Sumarið í fyrra var rólegra og sumarið þar áður enn rólegra.“ Davíð segir að fólk eigi það til að vanmeta aðstæður og ofmeta eigin getu. Á stað eins og Fimm- vörðuhálsi geti veður skipast skjótt í lofti. Í nýjasta útkallinu sá Davíð bláan himinn breytast í svartaþoku á örskömmum tíma. „Þarna ertu kominn upp á hálendi, í 1.100 metra hæð. Það var snjór þar sem útkallið var í gær. Við ákváðum að fara upp snjóskaflinn af því að það var talið öruggara en að fara upp grjótið.“ Að sögn Davíðs er sífellt verið að bæta við skiltum og auka upplýs- ingagjöf til erlendra ferðamanna. „Í fullkomnum heimi væru þarna mannaðar stöðvar eins og þekkist víða erlendis. Þar ferðu ekki inn á gönguleiðir án þess að tala við land- vörð, gera grein fyrir þér og fá mat á því hvort þú sért nógu vel búinn fyrir ferðina.“ Landsbjörg verðleggur ekki hvert útkall og Davíð segir að mesti kostnaðurinn felist í því að hafa menn til staðar. Allt sé unnið í sjálf- boðavinnu og stuðningur atvinnu- rekenda sé ómetanlegur. – khg Margir vanmeta aðstæður við Fimmvörðuháls Sigið í útkalli. MYND/LANDSBJÖRG. Sjóþota við Sólfarið Veðurblíðan ætlar sem betur fer engan enda að taka. Það er margt sem hægt er að taka upp á til að nýta útiveruna til hins ýtrasta. Þessi skellti sér á sjóþotu og þaut fram hjá Sólfarinu við Sæbraut þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið þar hjá í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 7 -6 B D 4 2 3 7 7 -6 A 9 8 2 3 7 7 -6 9 5 C 2 3 7 7 -6 8 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.