Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.07.2019, Qupperneq 4
www.hókuspókus.is Verslun og vefverslun Laugavegi 69 S. 551-7955 Grímur og skraut Helíum frá 2990 K JARAMÁL  Í vor setti VR á lagg- irnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafs- son, nefndarmaður og tölvunar- fræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni f leytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnu- markaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndar- innar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi mál- efni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tækni- breytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórversl- unum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálf- væddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi veru- lega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnu- leysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfs- fólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera inn- leidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni. kristinnhaukur@frettabladid.is Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum Friðrik Boði segir að sjálfvæðingin eigi ekki aðeins við um láglaunastörf, störf lögfræðinga og lækna gætu horfið. VR stofnaði nýlega fram- tíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðn- byltinguna. Nefndarmað- ur segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Hér má ekki mynd- ast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir Friðrik Boði Ólafsson. tölvunarfræð- ingur og nefndarmaður í framtíðar- nefnd VR. LANDBÚNAÐUR Framleiðsla á jarðar- berjum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykj- um í Borgarfirði hefur legið niðri eftir að plönturnar drápust er gróðurhúsið splundraðist í vetrarveðri og gríðar- legt rigningarsumar fylgdi í kjölfarið. „Við lentum í óveðri í febrúar í fyrra og þá drápust plönturnar sem við ætluðum að nota um vorið. Svo fengum við seint og síðar meir loks- ins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Við vorum því að lýsa allt sumarið. Og þá bara situr ekkert eftir af þessu,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Einar segir þó standa til að vera í meiri garðyrkju. „En við höfðum bara ekki ráð á að kaupa plöntur í vetur eftir svona lélegt ár þannig að það er bara verið að reyna að redda sér dag fyrir dag,“ segir hann. Einhver ræktun er þó enn í gangi í Sólbyrgi. Segir Einar að þau hafi fengið jarðarber í eitt lítið hús. Einn- ig er eitt hús með tómötum og að auki eru ræktaðar gúrkur. „Við fórum í mikla fjárfestingu til að vera í vetrarræktun en rafmagnið hjá Rarik bara hækkar og hækkar og hækkar og við erum því miður bara hætt að sjá grundvöllinn fyrir því. Maður er fram á miðjan dag að vinna fyrir Rarik og þá er allt hitt eftir. Við erum ekki með neitt starfsfólk, erum bara í þessu, við og dóttir okkar.“ Einar er bifvélavirki og kveðst hafa dustað rykið af þeirri menntun. „Við opnuðum bílaverkstæði í vetur og erum bara að reyna að lifa af. Svo er hugmyndin að geyma hjólhýsi og fellihýsi í vetur og sinna viðhaldi á því. Við ætlum að reyna að vera farin að standa í lappirnar næsta vor svo við getum verið með jarðarber næsta sumar í einhverju alvöru magni.“ – gar Jarðarberjahúsið sprakk og Einar bóndi opnaði bílaverkstæði Einar Pálsson og garðyrkjufjöl- skyldan í Sólbyrgi siglir nú í mótbyr. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR UMHVERFISMÁL Hluti landeigenda Seljaness í Reykhólasveit hefur sent Vegagerðinni bréf þar sem einhliða yfirtöku á vegi um Seljanesland er mótmælt. Fram kemur að land- eigendur hafi ekki heimilað Vega- gerðinni þau afnot af veginum sem nú hafi verið framseld til einka- hlutafélags. Í samningi um framsal vegarins frá 19. júní síðastliðnum sé um að ræða allt önnur not en voru grund- völlur yfirtöku stjórnvaldsins á veginum og veghaldi árið 2004. Með þessu sé verið að breyta landsvegi í virkjanaveg vegna Hvalárvirkjunar. Landeigendur mótmæla einnig harðlega að samkvæmt samningn- um sé gert ráð fyrir að akbraut og vegsvæði kunni að verða allt að tólf metra breitt. Slíkt athafnasvæði sé algjörlega órökstutt og styðjist ekki við nein málefnaleg sjónarmið. Þá benda landeigendur á að eignarrétturinn að landinu til- heyri þeim samkvæmt stjórnarskrá. Umræddir landeigendur eru afkom- endur síðustu ábúenda í Seljanesi og segjast vinna að náttúruvernd í anda foreldra sinna. Þeir hafni því alfarið að land sitt sé notað í virkj- anatilgangi. Í niðurlagi bréfsins er óskað tafar- lausra viðbragða Vegagerðarinnar þar sem fram komi gögn sem styðji sjónarmið um eign þeirra á vegin- um, auk rökstuðnings fyrir framsali á tólf metra breiðri spildu úr landi Seljaness með framsali veghalds til þriðja aðila. – sar Landeigendur krefja Vegagerðina svara REYK JAVÍK Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, oddviti Viðreisnar í Reykja- vík, segir það áherslu f lokksins að losna við markaðshindranir á leigu- bílamarkaði. „Í okkar huga snýst þetta ekki um eitthvert einstakt fyrirtæki, Uber eða eitthvert annað fyrirtæki, held- ur snýst þetta um markaðshindr- anir. Það er okkar stóra afstaða í þessu, við viljum náttúrulega ekki vera með markaðshindranir líkt og fyrirkomulagið er í dag. Það er fyrst og síðast það sem við viljum laga,“ segir Þórdís Lóa. „ L o f t s l a g s m á l , u m f e r ð a r m á l í borginni og f leira er í r au n i n n i a n n a r s e ðl i s og allt önnur umræða.“ – ab Öll áhersla á að minnka hömlur Svo fengum við seint og síðar meir loksins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi Landeigendurnir eru ósáttir við framkvæmdirnar og vilja ekki að vegur sem fer í gegnum þeirra land verði notaður. MYND/GUÐMUNDUR ARNGRÍMSSON Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. VIÐSKIPTI Alþjóðlega lánshæfis- matsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslands- banka, Arion Banka og Lands- bankans í BBB+/A-2. Þrátt fyrir það breyttust horfur allra bankanna þriggja úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðurnar f y rir breyttum horfum má rekja til krefjandi rekstrarumhverfis fyrir íslenskar bankastofnanir sem einkennist af kólnandi hagkerfi, lækkandi vaxta umhverfi, hárri skattlagningu og ójafnri samkeppnisstöðu við íslenska lífeyrissjóði. Mun þetta allt hafa leitt til lækkandi arðsemi hjá bönkunum. Heilt yfir sé efnahagsleg áhætta íslenskra banka metin stöðug. – ab Horfur úr stöðugum í neikvæðar 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 7 -7 F 9 4 2 3 7 7 -7 E 5 8 2 3 7 7 -7 D 1 C 2 3 7 7 -7 B E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.