Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 16

Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 16
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Augnlæknar hjá Sjónlagi hafa framkvæmt á annan tug þúsunda laseraðgerða. Táralind notar hátæknibúnað í meðferðum sínum. Sjónlag býður upp á nýjan valkost fyrir þá sem eru með ský á augasteini. „Þú ert með augastein sem gefur mun betri nærsjón en þeir augasteinar sem hingað til hefur verið boðið upp á í opinbera kerfinu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem fer í þessar aðgerðir að taka upplýsta ákvörðun. Ákvörðunin felst í því að skoða alla kosti sem í boði eru á almennum markaði. Val á þjón- ustuaðila og lækni skiptir einnig máli. Það ættu allir að fá upp- lýsingar um alla mögulega kosti varðandi mismunandi augasteina sem í boði eru áður en ákvörðun er tekin um aðgerð. Við erum að kynna nýjan augastein sem býður upp á mun betri nærsjón í saman- burði við þá augasteina sem mest eru notaðir hér heima. Hjá okkur er farið yfir alla möguleikana, eftir slíka yfirferð er fyrst hægt að taka upplýsta ákvörðun. Okkur ber að kynna alla valkosti fyrir fólki og skýra út mismuninn sem í þeim felst. Niðurstaðan getur verið að einfókus augasteinn sé besti kosturinn, það er samt ekki hægt að ákveða það fyrirfram,“ segir Jónmundur Gunnar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Sjónlags. Það eru til nokkrar mismunandi gerðir augasteina. Monofocal eða einfókus er ódýrasti augasteinn- inn. „Við erum síðan að kynna nýjung sem er kærkomin viðbót, þessi augasteinn hentar vel aðilum sem eru með ský á augasteini og gera kröfur um betri nærsjón. Við erum að bjóða aðilum sem upp- fylla skilyrði vegna skýs á auga- steini slíka aðgerð á hagstæðum kjörum, 158.000 krónur staðgreitt, hver augasteinn.“ „Mestu gæðin eru síðan svo- kallaður Multyfocal augasteinn eða fjölfókus sem gefur þér möguleika á því að vera algjörlega gleraugnalaus, en það er auðvitað einstaklingsbundið. Þetta þarf fólk að kynna sér, áður en ákvörðun er tekin um hvaða leið er farin. Þetta er mjög mikilvægt því ákvörðun núna mun hafa áhrif til framtíðar. Hjá okkur eru möguleikar metnir í forskoðun og ákvörðun tekin í framhaldi. Því miður þá eru ekki allir sem hafa möguleika á að fara í sjónlagsaðgerð en meirihlutanum getum við hjálpað,“ útskýrir Jón- mundur. Aukin lífsgæði Fyrir marga eru aukin lífsgæði fólgin í því að losna við gleraugun. Gleraugu geta verið hamlandi þáttur hjá fólki í leik og starfi. „Gleraugun geta verið til trafala hjá fólki sem stundar jaðarsport, útivist, hjá matreiðslufólki, íþróttamönnum svo eitthvað sé nefnt. Margir eru í vandræðum í sundi og ímyndum okkur sjó- manninn sem er að byrja 30 daga túr og gleraugun skemmast eða tapast! Þarna erum við með fólk sem gerir kröfur og gleraugun eru hamlandi þáttur. Það eru aukin lífsgæði sem felast í því að vera laus við gleraugu,“ segir Jónmundur. Sjónlag býður upp á alla þá kosti sem boðið er upp á í dag, auga- steina, linsuígræðslu og laser. Undanfarin ár hefur fólk verið að spá æ meira í heilsuna og hafa laseraðgerðir notið mikilla vin- sælda hjá fólki sem stundar alls konar sport. „Við erum eina stofan á landinu sem notar Femto laser þar sem gerður er f lipi með laser- geisla en ekki hníf.“ Laseraðgerðin hefur verið vinsæl í mjög langan tíma og hún hentar fólki best á aldrinum 20-50 ára. Önnur aðgerð sem hefur áhrif á sjónlag fólks er augasteinaskipti. „Í þeirri aðgerð er augasteini skipt út fyrir gerviaugastein, þessi aðgerð hentar fólki í kringum 50 ára og upp úr.“ Þriðji valkosturinn er linsu- ígræðsla. „Þetta kallast ICL og þá er linsa grædd inn í augað og svoleiðis aðgerð hentar aðilum sem eru einhverra hluta vegna geta ekki farið í hinar aðgerðirnar. Til dæmis ef hornhimnan er of þunn eða sjónlagsgallinn er svo mikill að laser ræður ekki við það,“ útskýrir Jónmundur. Augnlæknar hjá Sjónlagi hafa framkvæmt á annan tug þúsunda laseraðgerða og upp undir 10.000 augasteinaskipti. Þægilegt ferli Fyrir sjúklinginn er ferlið frekar einfalt. „Það er engin svæfing, inn og út sama dag. Aðgerðin tekur stuttan tíma, en allt hefst þetta á því að koma í forskoðun og þar er þetta allt saman metið þar sem sjóntækjafræðingur tekur við og fer í gegnum þína sjón. Síðan er farið yfir allt saman og metið hver sé besta leiðin fyrir viðkomandi einstakling. Einstaklingurinn tekur svo alltaf lokaákvörðun um hvaða leið hann velur, undir hand- leiðslu augnlæknis.“ Í dag starfa átta augnlæknar hjá Sjónlagi en von er á þeim níunda í haust. „Ég stefni á að bæta við fleirum því þörfin er mikil. Við erum með tvo aðila sem geta gert laseraðgerðir, fjóra sem geta gert augasteinaaðgerðir og tvo sem geta gert linsuígræðslu. Þekkingar- svið okkar er gríðarlega breitt. Hér starfar þverfaglegt teymi augn- lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra- liða og sjóntækjafræðinga,“ segir Jónmundur. Táralind Hjá Sjónlagi er starfandi deild sem hjálpar fólki sem glímir við augnþurrk. Sjón getur verið skert vegna augnþurrks og margir þjást af augnþurrki. Til eru meðferð- arúrræði við þessum kvilla sem margir vita ekki af. Ef þú ert með einkenni eins og sandur sé í auga, tár leka í köldu loftslagi, vindi eða jafnvel bara í sjónvarpssóf- anum þá er ráðlegt að panta tíma í Táralind og láta kanna stöðuna. Sjá nánar á taralind.is. Táralind notar fullkomin greiningartæki og notar hátæknibúnað í meðferðum. „Við erum að sjá mælanlegan og merkjanlegan árangur hjá fólki, sem er frábært.“ Okkur ber að kynna alla valkosti fyrir fólki og skýra út mismuninn sem í þeim felst. Jónmundur Gunnar Guðmundsson Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RAUGUN OKKAR 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 7 -9 D 3 4 2 3 7 7 -9 B F 8 2 3 7 7 -9 A B C 2 3 7 7 -9 9 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.