Fréttablaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 20
Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir hjá Augljósi Laser augnlækningum, segir aðgerðina hafa fest sig rækilega í sessi og er hún nú ein algengasta aðgerð sem framkvæmd er hér á landi. Flestir Íslendingar þekkja nú til einhvers sem farið hefur í slíkar aðgerðir „Fyrsta aðgerðin var fram­ kvæmd árið 2000 af augnlækn­ unum Eiríki Þorgeirssyni og Þórði Sverrissyni í Lasersjón. Ég hóf að framkvæma þessar aðgerðir þegar ég kom heim frá Bandaríkj­ unum úr sérnámi árið 2001,“ segir Jóhannes. Aðspurður hversu margar aðgerðir hann hefur framkvæmt sjálfur á þessum árum segir hann þær vera farnar að nálgast 15 þúsund talsins. „Aðgerðirnar fengu strax gríðar­ lega góðar viðtökur hér á landi. Þær komu frekar seint til Íslands en Íslendingar tóku heldur betur við sér þegar þær komu.“ Jóhannes segir árangur að­ gerðanna hér á landi hafa verið góðan þegar á heildina er litið og rannsóknir hafa sýnt að hann sé sambærilegur við það besta sem gerist erlendis. „Lasertæknin sem notuð er hér á landi hefur ávallt verið í fremsta flokki. Skiljanlega mættu þessar aðgerðir svolítilli tortryggni meðal almennings og ekki síður meðal annarra augn­ lækna í upphafi aldarinnar því auðvitað hafði skapast löng hefð fyrir því að leiðrétta sjónlagsgalla með hjálpartækjum eins og gler­ augum og snertilinsum. Síðan kom allt í einu fram byltingarkennd aðferð við að losa fólk við þessi hjálpartæki.“ Öryggiskröfur skiljanlegar Jóhannes segir skiljanlegt að gerðar séu miklar öryggiskröfur þegar nýjar aðgerðir eru annars vegar. „Krafan um öryggi verður ofar öllu. Í upphafi spurði fólk oft hvort aðgerðirnar gætu valdið blindu en sem betur fer hefur því ekki verið lýst. Þó að þessar aðgerðir séu eins og allt annað ekki án áhættu, þá eru þær afar skað­ litlar fyrir augun.“ Jóhannes Kári bendir aftur á móti á að í raun mætti snúa þessari spurningu við og spyrja hvort gleraugu eða snertilinsur geti valdið blindu. „Allir sem koma til okkar í forskoðun þurfa eitthvað af þessu þrennu: Gleraugu, linsur, eða fara í aðgerð. Það er enginn sem getur sleppt þessu öllu. Ef þú Sjónlagsaðgerðir eru komnar til að vera Ekkert lát er á vinsældum augnaðgerða MYND/LÁRUS SIGURÐARSON Nú eru að verða liðin 20 ár síðan fyrsta laserað- gerðin á augum var framkvæmd hér á landi. Frá því að fyrsta að- gerðin var gerð í júlí árið 2000 hafa tugþúsundir augnaðgerða ver- ið framkvæmdar á Íslandi. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RAUGUN OKKAR 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 7 -8 4 8 4 2 3 7 7 -8 3 4 8 2 3 7 7 -8 2 0 C 2 3 7 7 -8 0 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.