Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 24.07.2019, Qupperneq 22
Að þurfa ekki að byrja alla morgna á því að setja linsurnar í augun er þvílík breyting. Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Grætur þú upp úr þurru? Svissnesk gervitár við augnþurrki • Fást í öllum helstu apótekum Tárin sem endast VISMED® myndar náttúrulega tárafilmu á yfirborði hornhimnunnar sem endist óvenjulengi á auganu. VISMED® inniheldur hýalúrónsýru sem er smurolía náttúrunnar og finnst víða í mannslíkamanum. VISMED® inniheldur engin rotvarnarefni og því eru hverfandi líkur á ofnæmi. GEL Skammtahylki, án rotvarnarefna. Hægt er að loka eftir opnun. Dreypiglas 10 ml Má nota í 3 mánuði eftir opnun. DROPAR Skammtahylki, án rotvarnarefna. Hægt er að loka eftir opnun. Dreypiglas 10 ml Má nota í 3 mánuði eftir opnun. Aðgerðin gerði lífið á æfingum tölu- vert betra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sonný og liðsfélagar hennar fagna hér bikarmeistaratitlinum í fyrrasumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 8 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RAUGUN OKKAR Sonný, sem er landsliðsmark-vörður og fyrirliði Íslands-og bikarmeistaraliðs Breiða- bliks, tók þá ákvörðun að fara í laser-aðgerð um haustið 2017. „Ég ákvað að fara í aðgerðina þar sem ég var með linsur alla daga frá morgni til kvölds.“ Hún notaði gleraugun sín lítið sem ekkert þar sem þau voru orðin frekar léleg og hún þurfti að fara að huga að endurnýjun. „Ég ákvað frekar að athuga hvort ég gæti farið í laser-aðgerð og myndi þá losna við að vera alltaf með linsur í augunum því þegar maður er með linsurnar svona lengi þá getur það orðið mjög óþægilegt. Ég var farin að finna fyrir miklum þurrki og þreytu í augunum,“ segir Sonný. Út frá því fór Sonný í skoðun í byrjun nóvember og í lok mánaðar fór hún í aðgerðina. Laus við linsu vesenið Ferlið var nokkuð einfalt að sögn Sonnýjar. „Þetta var frekar þægi- legt ferli, ég fór í eina góða skoðun þar sem allt var skoðað vel og vandlega og athugað er hvort það sé möguleiki á aðgerð og ef allt kemur vel út þá er bókaður tími í aðgerðina í kjölfarið. Það sem mér fannst hins vegar óþægilegt fyrir aðgerðina var að ég mátti ekki nota linsur í viku fyrir aðgerðina.“ Breytingarnar voru gríðarlega jákvæðar fyrir Sonný. „Að vakna á morgnana og sjá vel var mesta breytingin fyrir mig og alveg frá- bært, því ég var með mjög slaka sjón. Að þurfa ekki að byrja alla morgna á því að setja linsurnar í augun er þvílík breyting og maður áttar sig ekki á því fyrr en einmitt eftir aðgerðina hvað þetta gat verið óþægilegt að vera alltaf með linsurnar og sjá svona illa.“ Sonný segir líka að ferðalögin séu orðin þægilegri þar sem hún þarf ekki að hugsa út í það að vera með linsu- vökvann og gleraugun með sér. Fótboltalífið varð þægilegra „Ég þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af því að linsurnar gætu verið að pirra mig á æfingum og í leikjum, því það gat alveg komið fyrir að þær urðu þurrar og óþægilegar,“ segir Sonný. Hún mælir hiklaust með aðgerðinni, þá sérstaklega fyrir íþróttafólk. „Þetta er mjög þægilegt fyrir íþróttafólk að þurfa ekki alltaf að vera með linsur á æfingum, og vera með aukalinsur og linsu- vökva í töskunni. Eftir aðgerðina er maður með fullkomna sjón og maður þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu hvað varðar sjónina þegar maður er að æfa eða bara í daglegu lífi.“ Allt annað líf Knattspyrnukonan Sonný Lára Þráinsdóttir fór í laser-aðgerð fyrir tæpum tveimur árum. Hún sér alls ekki eftir þessu í dag og mælir með að annað íþróttafólk sem glímir við augnvandamál kynni sér aðgerðina. 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 7 -8 9 7 4 2 3 7 7 -8 8 3 8 2 3 7 7 -8 6 F C 2 3 7 7 -8 5 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.